Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2022 10:39 Byrjað var að bólusetja börn fædd 2016 í laugardalshöll á mánudaginn í síðustu viku. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hvetur fólk til að mæta í bólusetningu. Vísir/Vilhelm Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi, en byrjað var að bólusetja börn fædd árið 2016 á mánudaginn í síðustu viku. Hún hvetur alla til að mæta í bólusetningu í þessari eða næstu viku, en í lok þeirra næstu verður líklegast hætt að bólusetja í Laugardalshöllinni og starfseminn færð annað. Ragnheiður Ósk segir að um á höfuðborgarsvæðinu séu um 2.700 börn fædd 2016 og af þeim hafi um 840 mætt í bólusetningu, eða um þriðjungur. Sé litið til 2015-árgangsins má sjá að þar séu börnin um 2.800 talsins og að um 1.300 þeirra hafi mætt í bólusetningu. Hlutfallið hafi svo farið hækkandi með hverjum árgangi, en á covid.is má sjá að 44 prósent fimm til ellefu ára barna á landinu hafi nú verið bólusett með einni sprautu. Opið til klukkan 18 í næstu viku Hún segir að bólusetningarnar hafi gengið vel síðustu daga og vikur. „Það hafa um um tvö þúsund verið að mæta í bólusetningu síðustu daga, mikið til fólk sem fékk Janssen síðasta sumar, fyrri örvunarsprautu í ágúst og er svo að koma aftur núna. Við hvetjum alla til að mæta í bólusetningu í þessari viku eða þeirri næstu, en í lok næstu viku missum við Laugardalshöllina og það er ekki alveg komið á hreint hvar verði svo haldið áfram að bólusetja. En við munum hafa opið alveg til klukkan 18 í næstu viku. Það fer hver að verða síðastur og við vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta,“ segir Ragnheiður Ósk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segir bólusetningu leikskólabarna hafa gengið ágætlega Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetning fimm ára barna hafi gengið ágætlega. Nákvæmar upplýsingar um mætingarhlutfall muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. 20. janúar 2022 11:38 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi, en byrjað var að bólusetja börn fædd árið 2016 á mánudaginn í síðustu viku. Hún hvetur alla til að mæta í bólusetningu í þessari eða næstu viku, en í lok þeirra næstu verður líklegast hætt að bólusetja í Laugardalshöllinni og starfseminn færð annað. Ragnheiður Ósk segir að um á höfuðborgarsvæðinu séu um 2.700 börn fædd 2016 og af þeim hafi um 840 mætt í bólusetningu, eða um þriðjungur. Sé litið til 2015-árgangsins má sjá að þar séu börnin um 2.800 talsins og að um 1.300 þeirra hafi mætt í bólusetningu. Hlutfallið hafi svo farið hækkandi með hverjum árgangi, en á covid.is má sjá að 44 prósent fimm til ellefu ára barna á landinu hafi nú verið bólusett með einni sprautu. Opið til klukkan 18 í næstu viku Hún segir að bólusetningarnar hafi gengið vel síðustu daga og vikur. „Það hafa um um tvö þúsund verið að mæta í bólusetningu síðustu daga, mikið til fólk sem fékk Janssen síðasta sumar, fyrri örvunarsprautu í ágúst og er svo að koma aftur núna. Við hvetjum alla til að mæta í bólusetningu í þessari viku eða þeirri næstu, en í lok næstu viku missum við Laugardalshöllina og það er ekki alveg komið á hreint hvar verði svo haldið áfram að bólusetja. En við munum hafa opið alveg til klukkan 18 í næstu viku. Það fer hver að verða síðastur og við vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta,“ segir Ragnheiður Ósk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segir bólusetningu leikskólabarna hafa gengið ágætlega Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetning fimm ára barna hafi gengið ágætlega. Nákvæmar upplýsingar um mætingarhlutfall muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. 20. janúar 2022 11:38 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
Segir bólusetningu leikskólabarna hafa gengið ágætlega Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetning fimm ára barna hafi gengið ágætlega. Nákvæmar upplýsingar um mætingarhlutfall muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. 20. janúar 2022 11:38