Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. janúar 2022 20:16 Jódís Skúla. arnar halldórsson Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna. Jódís Skúladóttir lýsir því í færslu á Facebook hvernig þrítugur maður misnotaði hana þegar hún var sautján ára. Maðurinn var að sögn Jódísar kanóna innan SÁÁ. „Sami maður tekur svo á móti mér þegar ég leita mér hjálpar þremur árum síðar við fíknivanda.“ Jódís segir sögu sína ekki einsdæmi innan SÁÁ og telur að hjá samtökunum hafi viðgengst ófagleg vinnubrögð sér í lagi í ofbeldismálum og málefnum kvenna - og segir nóg komið. „Það koma bara ný og ný og ný mál. Samtökin eða SÁÁ félagsskapurinn er ekki að valda verkefninu. Hvort sem við horfum í fjármálin, stjórnina, það eru langi biðlistar, það vantar alltaf pening. Ég held að við hljótum að horfast í augu við það að eins og þetta er sett upp. Það er bara ekki að vika.“ Hún segist gera sér grein fyrir mikilvægu starfi SÁÁ og að þar starfi fólk af góðum hug - en að verkefnið sé of flókið. „Ég held að verkefnið sé ofvaxið því að frjáls félagasamtök eigi að halda utan um eins stóran málaflokk og hluti heilbrigðiskerfisins er. Fíknivandi er heilbrigðismál.“ Jódís segir að gerandi sinn sé enn starfandi innan SÁÁ. „Svo að við vísum nú aftur í mín prívat mál þá er búið að staðfesta við mig að umræddur einstaklingur er enn starfandi innan SÁÁ og ég hef tekið ákvörðun um að nafngreina ekki. Ég ber enga skömm, ég þarf engri skömm að skila. Skömmin er alfarið hans og það er þá hans og þeirra sem innanbúðar vita um stöðuna að taka ákvörðun um að stíga fram og taka ábyrgð.“ Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir í samtali við fréttastofu að hún hafi haft samband við Jódísi í dag vegna málsins til þess að fá vitneskju um meintan geranda. Valgerður segir málið litið alvarlegum augum og að brugðist verið við því af festu. Ólga innan SÁÁ Kynferðisofbeldi MeToo Vinstri græn Fíkn Tengdar fréttir Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32 Vissi ekki af vændiskaupunum og furðar sig á umfjöllun Stundarinnar Starfsfólk embættis landlæknis var ekki kunnugt um vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ. Talsmaður embættisins furðar sig á að það sé dregið inn í þetta mál í umfjöllun Stundarinnar. 25. janúar 2022 12:12 Stjórnin fundi um málið á næstu dögum Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 25. janúar 2022 12:02 Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Jódís Skúladóttir lýsir því í færslu á Facebook hvernig þrítugur maður misnotaði hana þegar hún var sautján ára. Maðurinn var að sögn Jódísar kanóna innan SÁÁ. „Sami maður tekur svo á móti mér þegar ég leita mér hjálpar þremur árum síðar við fíknivanda.“ Jódís segir sögu sína ekki einsdæmi innan SÁÁ og telur að hjá samtökunum hafi viðgengst ófagleg vinnubrögð sér í lagi í ofbeldismálum og málefnum kvenna - og segir nóg komið. „Það koma bara ný og ný og ný mál. Samtökin eða SÁÁ félagsskapurinn er ekki að valda verkefninu. Hvort sem við horfum í fjármálin, stjórnina, það eru langi biðlistar, það vantar alltaf pening. Ég held að við hljótum að horfast í augu við það að eins og þetta er sett upp. Það er bara ekki að vika.“ Hún segist gera sér grein fyrir mikilvægu starfi SÁÁ og að þar starfi fólk af góðum hug - en að verkefnið sé of flókið. „Ég held að verkefnið sé ofvaxið því að frjáls félagasamtök eigi að halda utan um eins stóran málaflokk og hluti heilbrigðiskerfisins er. Fíknivandi er heilbrigðismál.“ Jódís segir að gerandi sinn sé enn starfandi innan SÁÁ. „Svo að við vísum nú aftur í mín prívat mál þá er búið að staðfesta við mig að umræddur einstaklingur er enn starfandi innan SÁÁ og ég hef tekið ákvörðun um að nafngreina ekki. Ég ber enga skömm, ég þarf engri skömm að skila. Skömmin er alfarið hans og það er þá hans og þeirra sem innanbúðar vita um stöðuna að taka ákvörðun um að stíga fram og taka ábyrgð.“ Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir í samtali við fréttastofu að hún hafi haft samband við Jódísi í dag vegna málsins til þess að fá vitneskju um meintan geranda. Valgerður segir málið litið alvarlegum augum og að brugðist verið við því af festu.
Ólga innan SÁÁ Kynferðisofbeldi MeToo Vinstri græn Fíkn Tengdar fréttir Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32 Vissi ekki af vændiskaupunum og furðar sig á umfjöllun Stundarinnar Starfsfólk embættis landlæknis var ekki kunnugt um vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ. Talsmaður embættisins furðar sig á að það sé dregið inn í þetta mál í umfjöllun Stundarinnar. 25. janúar 2022 12:12 Stjórnin fundi um málið á næstu dögum Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 25. janúar 2022 12:02 Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32
Vissi ekki af vændiskaupunum og furðar sig á umfjöllun Stundarinnar Starfsfólk embættis landlæknis var ekki kunnugt um vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ. Talsmaður embættisins furðar sig á að það sé dregið inn í þetta mál í umfjöllun Stundarinnar. 25. janúar 2022 12:12
Stjórnin fundi um málið á næstu dögum Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 25. janúar 2022 12:02
Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18