Birta mynd sem á að skýra nýju reglurnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. janúar 2022 18:50 Flæðirit almannavarna. Almannavarnir Almannavarnir hafa birt flæðirit í von um að það útskýri betur nýjar reglur um sóttkví og smitgát sem tóku gildi á miðnætti. Frá og með miðnætti tóku reglur um smitgát og sóttkví breytingum á þann hátt að einstaklingur sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. Til glöggvunar eru reglurnar eftirfarandi: Sóttkví verður fyrir þá sem eru útsettir á heimili. Skilyrði sóttkvíar verða óbreytt, þ.e. aðskilnaður frá öðrum í fimm daga og PCR-próf til að losna. Ef ekki er viðhafður fullur aðskilnaður frá smituðum á heimili lýkur sóttkví með PCR-prófi degi eftir að sá smitaði útskrifast, eins og verið hefur. Þríbólusettir (smit telur sem ein bólusetning) á heimili fara þó í smitgát í stað sóttkvíar, sbr. að neðan, sem lýkur með PCR-prófi á fimmta degi. Smitgát verður fyrir þá sem eru útsettir utan heimilis. Í smitgát skal viðkomandi bera grímu í margmenni og þegar ekki verður hægt að viðhafa tveggja metra nándarreglu, úti sem inni. Forðast skal mannmarga staði og sleppa umgengni við viðkvæma einstaklinga. Smitgát þarf að viðhafa í fimm daga og ekki þarf sýnatöku til að losna, sbr. þó þríbólusetta sem eru útsettir á heimili. Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin smitgát í þessum tilfellum en þurfa að vera í sóttkví ef smit er á heimili. Eitthvað hefur borið á því að hinar nýju reglur séu ekki einfaldar og hafa netverjar til að mynda grínast með þær, eins og sjá má hér að neðan. ATH! Þríbólusettir útsettir fyrir smiti á heimili tvíbólusettra skulu nú viðhafa smitgát nema sá tvíbólusetti sé í smitgát, þá gildir sú smitgát en ALLTAF taka þríbólusettir niðurstöðu úr PCR-prófi með sér í milliriðil EÐA fram að næsta fulla tungli en þá gilda innbyrðissýnatökur— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) January 25, 2022 Þeir sem eru þríbólusettir og smitast heima af einstaklingi sem er tvíbólusettur og hefur fengið Covid áður og smitaðist af konu sem smitaðist utandyra, ásamt tveimur karlmönnum og/eða hamstri, sem eru ein-, tví- eða þríbólusettir eiga að fara í smitkví eða spila handbolta.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) January 25, 2022 Almannavarnir sendu meðfylgjandi mynd á fjölmiðla í kvöld með skilaboðum um að um sé að ræða myndræna framsetningu á reglum um sóttkví og smitgát, sem geti mögulega gagnast. Flæðirit almannavarna.Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Frá og með miðnætti tóku reglur um smitgát og sóttkví breytingum á þann hátt að einstaklingur sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. Til glöggvunar eru reglurnar eftirfarandi: Sóttkví verður fyrir þá sem eru útsettir á heimili. Skilyrði sóttkvíar verða óbreytt, þ.e. aðskilnaður frá öðrum í fimm daga og PCR-próf til að losna. Ef ekki er viðhafður fullur aðskilnaður frá smituðum á heimili lýkur sóttkví með PCR-prófi degi eftir að sá smitaði útskrifast, eins og verið hefur. Þríbólusettir (smit telur sem ein bólusetning) á heimili fara þó í smitgát í stað sóttkvíar, sbr. að neðan, sem lýkur með PCR-prófi á fimmta degi. Smitgát verður fyrir þá sem eru útsettir utan heimilis. Í smitgát skal viðkomandi bera grímu í margmenni og þegar ekki verður hægt að viðhafa tveggja metra nándarreglu, úti sem inni. Forðast skal mannmarga staði og sleppa umgengni við viðkvæma einstaklinga. Smitgát þarf að viðhafa í fimm daga og ekki þarf sýnatöku til að losna, sbr. þó þríbólusetta sem eru útsettir á heimili. Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin smitgát í þessum tilfellum en þurfa að vera í sóttkví ef smit er á heimili. Eitthvað hefur borið á því að hinar nýju reglur séu ekki einfaldar og hafa netverjar til að mynda grínast með þær, eins og sjá má hér að neðan. ATH! Þríbólusettir útsettir fyrir smiti á heimili tvíbólusettra skulu nú viðhafa smitgát nema sá tvíbólusetti sé í smitgát, þá gildir sú smitgát en ALLTAF taka þríbólusettir niðurstöðu úr PCR-prófi með sér í milliriðil EÐA fram að næsta fulla tungli en þá gilda innbyrðissýnatökur— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) January 25, 2022 Þeir sem eru þríbólusettir og smitast heima af einstaklingi sem er tvíbólusettur og hefur fengið Covid áður og smitaðist af konu sem smitaðist utandyra, ásamt tveimur karlmönnum og/eða hamstri, sem eru ein-, tví- eða þríbólusettir eiga að fara í smitkví eða spila handbolta.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) January 25, 2022 Almannavarnir sendu meðfylgjandi mynd á fjölmiðla í kvöld með skilaboðum um að um sé að ræða myndræna framsetningu á reglum um sóttkví og smitgát, sem geti mögulega gagnast. Flæðirit almannavarna.Almannavarnir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira