Nýtt 60 íbúa hjúkrunarheimili á Selfossi – 40 fyrir höfuðborgarsvæðið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. janúar 2022 20:04 Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að höfðu samráði við Sveitarfélagið Árborg að 40 af 60 nýju rímunum á nýja hjúkrunarheimilinu á Selfossi verði tímabundið til ráðstöfunar fyrir íbúa af höfuðborgarsvæðinu sem bíða eftir hjúkrunarrými. Hönnuðir hússins eru Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps. og fyrirtækið Eykt hefur annast framkvæmdirnar. Aðsend Ný styttist óðum í að nýtt hjúkrunarheimili verði opnað á Selfossi fyrir sextíu íbúa. Fjörutíu manns af höfuðborgarsvæðinu munu fá inni á nýja heimilinu. Nýja hjúkrunarheimilið er steinsnar frá sjúkrahúsinu á Selfossi en það verður Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem mun reka heimilið líkt og sjúkrahúsið. Nýja hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar verður pláss fyrir 60 manns. Búið er að auglýsa eftir starfsfólki en ráða þarf í fjörutíu og fjögur hundrað prósent stöðugildi. Hjúkrunarforstjóri verður Ólöf Árnadóttir, sem er einnig hjúkrunarstjóri yfir Ljósheimum og Fossheimum, sem eru hjúkrunardeildir á sjúkrahúsinu. Á heimilinu verða fimm búsetueiningar fyrir 12 íbúa hver. „Þetta er spennandi viðbót við hjúkrunarheimilin hér á Suðurlandi og þetta glæsilega hús mun henta mjög vel í þessa starfsemi, sem við erum að fara af stað með hérna. Þetta mun breyta því að við erum náttúrlega með biðlista inn í hjúkrunarrými og þetta mun létta á því. Mér sýnist miðað við stöðuna í dag þá förum við langt með að hreinsa upp biðlistana hjá okkur,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Nýja hjúkrunarheimilið er byggt í hring með glæsilegum garði innan í hringnum.Aðsend Díana segir að það sé búið að gera samning við Sveitarfélagið Árborg um að taka við fólki af höfuðborgarsvæðinu inn á nýja hjúkrunarheimilið. „Já, þannig að við munum taka við 35 til 40 íbúum frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Díana. En hvað segir fólki við því að það eigi að taka svona mörg pláss frá fyrir höfuðborgarsvæðið? „Fólk óar við því. Þessi rými, sem eru tímabundin hefðu bara farið inn í þetta heimili en þau verða áfram í rekstri, þannig að þetta mun ekki hafa áhrif á þau pláss, sem eru raunverulega að verða til hjá okkur,“ bætir Díana við. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Iðnaðarmenn eru nú á fullum krafti að leggja lokahönd á alla vinnuna inni áður en heimilið verður opnað í mars næstkomandi. Covid hefur þú aðeins tafið vinnuna því eitthvað af iðnaðarmönnum hafa þurft að fara í einangrun eða sóttkví. Árborg Hjúkrunarheimili Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Nýja hjúkrunarheimilið er steinsnar frá sjúkrahúsinu á Selfossi en það verður Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem mun reka heimilið líkt og sjúkrahúsið. Nýja hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar verður pláss fyrir 60 manns. Búið er að auglýsa eftir starfsfólki en ráða þarf í fjörutíu og fjögur hundrað prósent stöðugildi. Hjúkrunarforstjóri verður Ólöf Árnadóttir, sem er einnig hjúkrunarstjóri yfir Ljósheimum og Fossheimum, sem eru hjúkrunardeildir á sjúkrahúsinu. Á heimilinu verða fimm búsetueiningar fyrir 12 íbúa hver. „Þetta er spennandi viðbót við hjúkrunarheimilin hér á Suðurlandi og þetta glæsilega hús mun henta mjög vel í þessa starfsemi, sem við erum að fara af stað með hérna. Þetta mun breyta því að við erum náttúrlega með biðlista inn í hjúkrunarrými og þetta mun létta á því. Mér sýnist miðað við stöðuna í dag þá förum við langt með að hreinsa upp biðlistana hjá okkur,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Nýja hjúkrunarheimilið er byggt í hring með glæsilegum garði innan í hringnum.Aðsend Díana segir að það sé búið að gera samning við Sveitarfélagið Árborg um að taka við fólki af höfuðborgarsvæðinu inn á nýja hjúkrunarheimilið. „Já, þannig að við munum taka við 35 til 40 íbúum frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Díana. En hvað segir fólki við því að það eigi að taka svona mörg pláss frá fyrir höfuðborgarsvæðið? „Fólk óar við því. Þessi rými, sem eru tímabundin hefðu bara farið inn í þetta heimili en þau verða áfram í rekstri, þannig að þetta mun ekki hafa áhrif á þau pláss, sem eru raunverulega að verða til hjá okkur,“ bætir Díana við. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Iðnaðarmenn eru nú á fullum krafti að leggja lokahönd á alla vinnuna inni áður en heimilið verður opnað í mars næstkomandi. Covid hefur þú aðeins tafið vinnuna því eitthvað af iðnaðarmönnum hafa þurft að fara í einangrun eða sóttkví.
Árborg Hjúkrunarheimili Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira