Ný kynslóð af Lada Niva væntanleg árið 2025 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. febrúar 2022 07:00 Lada Niva (Sport). Hin upprunalega Lada Niva (Sport) hefur verið í sölu í 45 ár og er ekki að fara neitt. Lada er að vinna að nýrri kynslóð sem er væntanleg árið 2025. Upprunalega módelið sem hefur verið framleitt síðan 1979 er ennþá til sölu í Rússlandi. Þar sem að sögn Lada er mikil eftirspurn eftir ódýrari og einfaldari fararskjótum og regluverk varðandi nýja bíla er ekki eins strangt og á mörgum öðrum mörkuðum. Lada er í eigu Renault Group, sem sameinaði Lada og Dacia í fyrra og hefur í kjölfarið gefið út tilkynningu um að ný kynslóð af hinum goðsagnakennda jeppa komi út árið 2025. Aðstoðar vörustjóri Dacia, Lionel Jaillet sagði frá væntanlegri Lada Niva við kynningu á nýjum sjö sæta Dacia Jogger. Hann er byggður á CMF-B grunni Renault sem er notaður víða í vöruframboði framleiðandans, allt frá Renault Clio yfir í Nissan Juke. HM Ladan í RússlandiHM Ladan/Instagram Sérþekking Lada í fjórhjóladrifum verður nýtt til hins ítrasta með aðstoð rá utanaðkomandi ráðgjöfum. Enn er ekki ljóst á hvaða mörkuðum hin nýja Lada Niva verður fáanleg en blaðamaður ætlar að láta sig dreyma um að hún nái til Íslands. Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent
Upprunalega módelið sem hefur verið framleitt síðan 1979 er ennþá til sölu í Rússlandi. Þar sem að sögn Lada er mikil eftirspurn eftir ódýrari og einfaldari fararskjótum og regluverk varðandi nýja bíla er ekki eins strangt og á mörgum öðrum mörkuðum. Lada er í eigu Renault Group, sem sameinaði Lada og Dacia í fyrra og hefur í kjölfarið gefið út tilkynningu um að ný kynslóð af hinum goðsagnakennda jeppa komi út árið 2025. Aðstoðar vörustjóri Dacia, Lionel Jaillet sagði frá væntanlegri Lada Niva við kynningu á nýjum sjö sæta Dacia Jogger. Hann er byggður á CMF-B grunni Renault sem er notaður víða í vöruframboði framleiðandans, allt frá Renault Clio yfir í Nissan Juke. HM Ladan í RússlandiHM Ladan/Instagram Sérþekking Lada í fjórhjóladrifum verður nýtt til hins ítrasta með aðstoð rá utanaðkomandi ráðgjöfum. Enn er ekki ljóst á hvaða mörkuðum hin nýja Lada Niva verður fáanleg en blaðamaður ætlar að láta sig dreyma um að hún nái til Íslands.
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent