Einbeita sér að svæðinu þar sem olíubrákin fannst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2022 16:00 Oddur Árnason er yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Vísir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir leitina að flugvéli sem ekkert hefur spurst til síðan í gær í sjálfu sér hafa gengið vel. Líklega sé um að ræða fjölmennustu leitaraðgerðir Íslandssögunnar. Fókusinn sé á Þingvallavatni vegna vísbendinga frá flugleið, símagögnum og svo olíubrák sem fannst í vatninu í morgun. „Þetta er gríðarlega stórt verkefni. Við höfum ekki séð þennan fjölda björgunarsveitarmanna og viðbragðsaðila í leit áður á landinu. Ég held mér sé óhætt að fullyrða það. Þetta hefur í sjálfu sér gengið vel,“ segir Oddur. Hann segir verið að fókusa á vísbendingar þess efnis að flugvélin hafi lent í sunnanverðu Þingvallavatni. Búnaður með fjölgeislamælum sé nýtt til mæla botn vatnsins. Annars vegar er um að ræða kafbát og hins vegar annan slíkan sem flýtur ofan á vatninu. „Tækin gefa góða mynd af botninum og því sem þar er að finna.“ Útiloka ekki aðra möguleika Oddur leggur áherslu á að ekki megi útiloka að flugvélina sé að finna annars staðar. „Við þurfum að passa okkur á því að þó við teljum þetta vera líklegast þá getum við ekki fullyrt fyrr en við höfum fundið óyggjandi vísbendingar. Við erum að skoða alla flugleiðina,“ segir Oddur. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Odd við Þingvallavatn á fjórða tímanum. Björgunarsveitarfólk gangi meðfram vatninu og skoði stórt svæði í kring. Fólk haldi leit áfram eins lengi og þurfi. „Það er mikið í húfi og menn munu ekki hætta fyrr en við finnum eitthvað.“ Hann segir björgunarsveitirnar akkeri þjóðarinnar, klárar í slaginn og standi sig frábærlega vel. Fylgst er með gangi mála í Vaktinni á Vísi. Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Samgönguslys Flugslys við Þingvallavatn Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02 Olíubrák fannst á Þingvallavatni Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. 4. febrúar 2022 06:26 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Fókusinn sé á Þingvallavatni vegna vísbendinga frá flugleið, símagögnum og svo olíubrák sem fannst í vatninu í morgun. „Þetta er gríðarlega stórt verkefni. Við höfum ekki séð þennan fjölda björgunarsveitarmanna og viðbragðsaðila í leit áður á landinu. Ég held mér sé óhætt að fullyrða það. Þetta hefur í sjálfu sér gengið vel,“ segir Oddur. Hann segir verið að fókusa á vísbendingar þess efnis að flugvélin hafi lent í sunnanverðu Þingvallavatni. Búnaður með fjölgeislamælum sé nýtt til mæla botn vatnsins. Annars vegar er um að ræða kafbát og hins vegar annan slíkan sem flýtur ofan á vatninu. „Tækin gefa góða mynd af botninum og því sem þar er að finna.“ Útiloka ekki aðra möguleika Oddur leggur áherslu á að ekki megi útiloka að flugvélina sé að finna annars staðar. „Við þurfum að passa okkur á því að þó við teljum þetta vera líklegast þá getum við ekki fullyrt fyrr en við höfum fundið óyggjandi vísbendingar. Við erum að skoða alla flugleiðina,“ segir Oddur. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Odd við Þingvallavatn á fjórða tímanum. Björgunarsveitarfólk gangi meðfram vatninu og skoði stórt svæði í kring. Fólk haldi leit áfram eins lengi og þurfi. „Það er mikið í húfi og menn munu ekki hætta fyrr en við finnum eitthvað.“ Hann segir björgunarsveitirnar akkeri þjóðarinnar, klárar í slaginn og standi sig frábærlega vel. Fylgst er með gangi mála í Vaktinni á Vísi.
Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Samgönguslys Flugslys við Þingvallavatn Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02 Olíubrák fannst á Þingvallavatni Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. 4. febrúar 2022 06:26 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02
Olíubrák fannst á Þingvallavatni Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. 4. febrúar 2022 06:26