Óvíst hvort hægt verði að leita á morgun vegna veðurs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2022 16:49 Gul veðurviðvörun er fyrir allt landið frá miðnætti á sunnudagskvöld. Veðurstofa Íslands Enn er mikill þungi í leitinni að flugvélinni TF-ABB sem hvarf um hádegisbil í gær. Leitin beinist nú að mestu að sunnanverðu Þingvallavatni, þar sem leitað hefur verið bæði í vatninu og í kring um það. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að planið sé núna að leita á meðan bjart er og aðstæður til. Fundað verður um stöðu mála í kvöld. Óvíst er hvort hægt verði að leita á morgun vegna versnandi veðurs en Davíð segir mikilvægt að nota þennan glugga á meðan er bjart og gott veður til að leita af sem mestum þunga. Þangað til annað verði ákveðið verði leitað án afláts. „Mér heyrist að það verði ekkert leitarveður á morgun og svo er von á gulum veðurviðvörunum á aðfaranótt mánudags,“ segir Davíð. Hann segir leitaraðstæður þó sæmilegar sem stendur. Nokkuð hvasst hafi verið í morgun en síðan hafi lægt, þó sé enn mjög kalt í veðri. Víða sé þá snjór sem geri erfiðara fyrir þar sem flugvélin, sem leitað er að, er hvít. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að gul viðvörun fyrir allt landið taki gildi á aðfaranótt mánudags og gildi til klukkan 12 á mánudag. „Þetta er sérlega djúp og áköf lægð sem nálgast landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð.“ Veðurstofan segir viðvörunina „bara“ gula en liturinn sé notaður til að vara við veðri lengra fram í tímann en þrjá til fimm daga. Í skýringartextanum fyrir gula viðvörun segir á vef Veðurstofunnar: „Gul viðvörun getur einnig gefið til kynna að litlar eða miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann.“ Þetta á einmitt við veðrið sem er í vændum. Þegar nær dregur og líkurnar á því spáin gangi eftir aukast hækkar viðvörunarstigið upp á appelsínugult. Þetta er útskýrt í því sem Veðurstofan kallar „Áhrifafylkið“. Þar sé horft á „líkur“ og „áhrif“. „Viðvörunarlitur ákvarðast þannig af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir.“ Veður Björgunarsveitir Flugslys við Þingvallavatn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að planið sé núna að leita á meðan bjart er og aðstæður til. Fundað verður um stöðu mála í kvöld. Óvíst er hvort hægt verði að leita á morgun vegna versnandi veðurs en Davíð segir mikilvægt að nota þennan glugga á meðan er bjart og gott veður til að leita af sem mestum þunga. Þangað til annað verði ákveðið verði leitað án afláts. „Mér heyrist að það verði ekkert leitarveður á morgun og svo er von á gulum veðurviðvörunum á aðfaranótt mánudags,“ segir Davíð. Hann segir leitaraðstæður þó sæmilegar sem stendur. Nokkuð hvasst hafi verið í morgun en síðan hafi lægt, þó sé enn mjög kalt í veðri. Víða sé þá snjór sem geri erfiðara fyrir þar sem flugvélin, sem leitað er að, er hvít. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að gul viðvörun fyrir allt landið taki gildi á aðfaranótt mánudags og gildi til klukkan 12 á mánudag. „Þetta er sérlega djúp og áköf lægð sem nálgast landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð.“ Veðurstofan segir viðvörunina „bara“ gula en liturinn sé notaður til að vara við veðri lengra fram í tímann en þrjá til fimm daga. Í skýringartextanum fyrir gula viðvörun segir á vef Veðurstofunnar: „Gul viðvörun getur einnig gefið til kynna að litlar eða miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann.“ Þetta á einmitt við veðrið sem er í vændum. Þegar nær dregur og líkurnar á því spáin gangi eftir aukast hækkar viðvörunarstigið upp á appelsínugult. Þetta er útskýrt í því sem Veðurstofan kallar „Áhrifafylkið“. Þar sé horft á „líkur“ og „áhrif“. „Viðvörunarlitur ákvarðast þannig af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir.“
Veður Björgunarsveitir Flugslys við Þingvallavatn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira