Pósturinn lokar á Hellu og Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. febrúar 2022 14:17 Pósthúsunum á Hellu og Hvolsvelli verður lokað 1. maí í vor að öllu óbreyttu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hellu og Hvolsvelli og sveitunum þar í kring eru ekki sáttir þessa dagana því Pósturinn hefur ákveðið að loka afgreiðslum sínum á stöðunum í vor. „Afleitt“, segir sveitarstjóri Rangárþings eystra. Sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Rangárþings eystra hafa fengið tilkynningu um að frá 1. maí í vor verði pósthúsunum á Hellu og á Hvolsvelli lokað. Með því tapast nokkur störf og þjónusta skerst verulega. Í stað póstafgreiðslnanna verður m.a. boðið upp á póstboxaþjónustu og póstbíll verður á svæðinu. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra með aðsetur á Hvolsvelli segir íbúa mjög óánægða með þessa ákvörðun Póstsins. „Mér finnst það afleitt og ef við lítum á stöðugildin, sem eru að fara frá okkur. Ef við tökum bara stöðuna hér á Hvolsvelli þá er þetta kannski fækkun um tvö til tvö og hálft stöðugildi í tvö þúsund manna sveitarfélagi. Ef þú lítur á tuttugu þúsund manna sveitarfélag þá eru það tuttugu til tuttugu og fimm störf og í tvö hundruð þúsund manna sveitarfélögum eins og höfuðborgin þá eru þetta tvö hundruð og fimmtíu störf, það verður að setja svona í samhengi,“ segir Lilja. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er líkt og íbúarnir ekki sátt við að það eigi að fara að loka pósthúsunum á Hvolsvelli og á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir að samhliða lokunum pósthúsanna verði dregið úr útburði á pósti í dreifbýli og þéttbýli, sem kunni ekki góðri lukku að stýra. Hún vonar að Pósturinn endurskoði ákvörðun sína. „Ég ætla að vona að þeir geri það. Mér finnst allavega að þeir þurfi að endurskoða þessa ákvörðun sína og mögulega má gera þetta á einhvern vægari hátt. Þó þeir hafi boðið fólkinu störf, það er samt ekki sama að sækja störf í þinni heimabyggð eða vera boðið starf í 50 kílómetra fjarlægð.“ Að þessu sögðu segist Lilja líka hafa skilning á ákvörðun Póstsins um lokanir. „Já, ég skil mörg rökin þeirra vissulega, ég væri ekki klár ef ég myndi ekki skilja margt, sem að baki býr en stundum verðum við bara að setja aðeins peninga til að halda öllu landinu í byggð, það er bara þannig ef við viljum að allir flytji ekki bara á höfuðborgarsvæðið,“ segir Lilja sveitarstjóri. Mikil óánægja er á meðal íbúa í sveitarfélögunum tveimur að Pósturinn ætli að skella í lás á Hellu og Hvolsvelli í vor.VÍSIR/VILHEILM Rangárþing ytra Rangárþing eystra Pósturinn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Rangárþings eystra hafa fengið tilkynningu um að frá 1. maí í vor verði pósthúsunum á Hellu og á Hvolsvelli lokað. Með því tapast nokkur störf og þjónusta skerst verulega. Í stað póstafgreiðslnanna verður m.a. boðið upp á póstboxaþjónustu og póstbíll verður á svæðinu. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra með aðsetur á Hvolsvelli segir íbúa mjög óánægða með þessa ákvörðun Póstsins. „Mér finnst það afleitt og ef við lítum á stöðugildin, sem eru að fara frá okkur. Ef við tökum bara stöðuna hér á Hvolsvelli þá er þetta kannski fækkun um tvö til tvö og hálft stöðugildi í tvö þúsund manna sveitarfélagi. Ef þú lítur á tuttugu þúsund manna sveitarfélag þá eru það tuttugu til tuttugu og fimm störf og í tvö hundruð þúsund manna sveitarfélögum eins og höfuðborgin þá eru þetta tvö hundruð og fimmtíu störf, það verður að setja svona í samhengi,“ segir Lilja. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er líkt og íbúarnir ekki sátt við að það eigi að fara að loka pósthúsunum á Hvolsvelli og á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir að samhliða lokunum pósthúsanna verði dregið úr útburði á pósti í dreifbýli og þéttbýli, sem kunni ekki góðri lukku að stýra. Hún vonar að Pósturinn endurskoði ákvörðun sína. „Ég ætla að vona að þeir geri það. Mér finnst allavega að þeir þurfi að endurskoða þessa ákvörðun sína og mögulega má gera þetta á einhvern vægari hátt. Þó þeir hafi boðið fólkinu störf, það er samt ekki sama að sækja störf í þinni heimabyggð eða vera boðið starf í 50 kílómetra fjarlægð.“ Að þessu sögðu segist Lilja líka hafa skilning á ákvörðun Póstsins um lokanir. „Já, ég skil mörg rökin þeirra vissulega, ég væri ekki klár ef ég myndi ekki skilja margt, sem að baki býr en stundum verðum við bara að setja aðeins peninga til að halda öllu landinu í byggð, það er bara þannig ef við viljum að allir flytji ekki bara á höfuðborgarsvæðið,“ segir Lilja sveitarstjóri. Mikil óánægja er á meðal íbúa í sveitarfélögunum tveimur að Pósturinn ætli að skella í lás á Hellu og Hvolsvelli í vor.VÍSIR/VILHEILM
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Pósturinn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira