Þurfti að grafa sig að húsinu þegar snjóflóðahættan var liðin hjá Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2022 14:24 Kittý Arnars Árnadóttir og afrakstur dagsins. Samsett Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði var aflétt í morgun. Kittý Arnars Árnadóttir, íbúi á Patreksfirði, var ein þeirra sem þurfti að yfirgefa heimili sitt ásamt fjölskyldu í skyndi í gærmorgun eftir að snjóflóð féllu á varnargarða aðfaranótt þriðjudags. Þegar Vísir náði aftur af henni tali á öðrum tímanum í dag var fjölskyldan önnum kafin við að grafa sér leið að húsinu. „Við erum að moka okkur inn núna. Það var aflétt upp úr klukkan tíu í morgun og þetta gengur bara ágætlega. Við erum enn að en þetta var líka orðið svolítið hart út af frostinu svo það er aðeins erfiðara að moka,“ segir Kittý. Varla séð annað eins „Þetta er með stærsta vetrarríki sem ég hef séð hingað til á þessum tíu árum sem ég er búin að búa hérna. Þetta er rosalega mikill snjór ef ég á að segja eins og er.“ Þá vill Kittý hrósa því góða fólki sem hefur verið önnum kafin við að moka um allan bæ ásamt björgunarsveitarfólki og fulltrúum Rauða krossins. Snjórinn umlykur húsið.Aðsend Rýma þurfti átta íbúðarhús á rýmingarreit fjögur í Patreksfirði í gærmorgun, þar á meðal hús fjölskyldunnar á Hólum 18. Fimm manna fjölskyldan dvaldi í íbúð á öruggari stað í bænum á meðan rýmingin var í gildi. Nokkur ár eru síðan Kittý og fjölskylda sættu síðast rýmingu vegna snjóflóðahættu en þá voru þau nokkra daga í burtu. Hólar 18, þar sem Kittý og fjölskylda búa.Ragnar Visage Kittý sagði í samtali við fréttastofu í gær að samfélagið á Patreksfirði væri hálflamað í vetrarríkinu. Kolófært væri í öllum bænum og björgunarsveitin sæi um að flytja starfsmenn og börn heim úr grunnskóla og leikskóla. Í gær ríkti mikil óvíssa um það hvenær fjölskyldan fengi að snúa aftur heim. „Við fengum símhringingu frá lögreglunni yfir því að við ættum að rýma, þá var tekið það næsta við hendi og sett í poka eða tösku og svo reynt að drífa sig eins fljótt út og maður kemst. Þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður, sérstaklega líka þegar þú ert með börn. Þú veist ekki neitt. Eins og núna. Það eru allir að spyrja, hvenær förum við heim? Við vitum það ekki,“ sagði Kittý Arnars í gær. Hún bætti við að það hafi komið henni mjög á óvart að þurfa að yfirgefa heimilið. Kittý segir að núna séu öll ökutæki og lausar hendur notaðar til að ryðja bæinn. Hún á von á því að lífið þar verði fljótlega komið í samt horf.
Þegar Vísir náði aftur af henni tali á öðrum tímanum í dag var fjölskyldan önnum kafin við að grafa sér leið að húsinu. „Við erum að moka okkur inn núna. Það var aflétt upp úr klukkan tíu í morgun og þetta gengur bara ágætlega. Við erum enn að en þetta var líka orðið svolítið hart út af frostinu svo það er aðeins erfiðara að moka,“ segir Kittý. Varla séð annað eins „Þetta er með stærsta vetrarríki sem ég hef séð hingað til á þessum tíu árum sem ég er búin að búa hérna. Þetta er rosalega mikill snjór ef ég á að segja eins og er.“ Þá vill Kittý hrósa því góða fólki sem hefur verið önnum kafin við að moka um allan bæ ásamt björgunarsveitarfólki og fulltrúum Rauða krossins. Snjórinn umlykur húsið.Aðsend Rýma þurfti átta íbúðarhús á rýmingarreit fjögur í Patreksfirði í gærmorgun, þar á meðal hús fjölskyldunnar á Hólum 18. Fimm manna fjölskyldan dvaldi í íbúð á öruggari stað í bænum á meðan rýmingin var í gildi. Nokkur ár eru síðan Kittý og fjölskylda sættu síðast rýmingu vegna snjóflóðahættu en þá voru þau nokkra daga í burtu. Hólar 18, þar sem Kittý og fjölskylda búa.Ragnar Visage Kittý sagði í samtali við fréttastofu í gær að samfélagið á Patreksfirði væri hálflamað í vetrarríkinu. Kolófært væri í öllum bænum og björgunarsveitin sæi um að flytja starfsmenn og börn heim úr grunnskóla og leikskóla. Í gær ríkti mikil óvíssa um það hvenær fjölskyldan fengi að snúa aftur heim. „Við fengum símhringingu frá lögreglunni yfir því að við ættum að rýma, þá var tekið það næsta við hendi og sett í poka eða tösku og svo reynt að drífa sig eins fljótt út og maður kemst. Þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður, sérstaklega líka þegar þú ert með börn. Þú veist ekki neitt. Eins og núna. Það eru allir að spyrja, hvenær förum við heim? Við vitum það ekki,“ sagði Kittý Arnars í gær. Hún bætti við að það hafi komið henni mjög á óvart að þurfa að yfirgefa heimilið. Kittý segir að núna séu öll ökutæki og lausar hendur notaðar til að ryðja bæinn. Hún á von á því að lífið þar verði fljótlega komið í samt horf.
Almannavarnir Vesturbyggð Tengdar fréttir Hættustigi og óvissustigi aflýst á Vestfjörðum Hættustigi og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en óvissustig hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því á sunnudag. Hættustigi hefur verið aflýst á Tröllaskaga og er óvissustig nú í gildi. 9. febrúar 2022 10:10 Fékk óvænt símtal frá lögreglu í morgun Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálflamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu. Hún man vart eftir öðru eins veðri en hættustig er enn í gildi á Patreksfirði. 8. febrúar 2022 19:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hættustigi og óvissustigi aflýst á Vestfjörðum Hættustigi og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en óvissustig hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því á sunnudag. Hættustigi hefur verið aflýst á Tröllaskaga og er óvissustig nú í gildi. 9. febrúar 2022 10:10
Fékk óvænt símtal frá lögreglu í morgun Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálflamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu. Hún man vart eftir öðru eins veðri en hættustig er enn í gildi á Patreksfirði. 8. febrúar 2022 19:10