Rammasamningur við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna endurnýjaður Heimsljós 11. febrúar 2022 12:08 WFP/Theresa Piorr Rammasamningur Íslands við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, var endurnýjaður í gær. WFP er ein af áherslustofnunum Íslands á sviði mannúðaraðstoðar. Stofnunin er sú stærsta í heimi á sviði matvælaaðstoðar og aðstoð hennar náði til 115 milljóna manna árið 2021. Ísland veitir árleg kjarnaframlög til stofnunarinnar auk viðbótarframlaga vegna neyðartilvika. Í fyrra námu heildarframlög Íslands til WFP vegna mannúðaraðstoðar 230 milljónum króna. Ástand mannúðarmála í heiminum hefur ekki verið verra frá því á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar. Talið er að nú þurfi 285 milljónir manna á mannúðaraðstoð að halda samanborið við 135 milljónir fyrir tveimur árum. Af þessum fjölda eru 45 milljónir sem draga fram lífið við hungurmörk. Meginástæður er stríðsátök, loftslagsbreytingar og afleiðingar heimsfaraldursins. Ísland hefur haft nýsköpun að leiðarljósi í samstarfinu við WFP. Þannig hefur Ísland fjármagnað smærri tilraunaverkefni, til dæmis í Malaví og Mósambík sem þykja hafa gefið góða raun og hafa í kjölfarið verið tekin upp í öðrum löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Malaví Mósambík Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent
Ísland veitir árleg kjarnaframlög til stofnunarinnar auk viðbótarframlaga vegna neyðartilvika. Í fyrra námu heildarframlög Íslands til WFP vegna mannúðaraðstoðar 230 milljónum króna. Ástand mannúðarmála í heiminum hefur ekki verið verra frá því á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar. Talið er að nú þurfi 285 milljónir manna á mannúðaraðstoð að halda samanborið við 135 milljónir fyrir tveimur árum. Af þessum fjölda eru 45 milljónir sem draga fram lífið við hungurmörk. Meginástæður er stríðsátök, loftslagsbreytingar og afleiðingar heimsfaraldursins. Ísland hefur haft nýsköpun að leiðarljósi í samstarfinu við WFP. Þannig hefur Ísland fjármagnað smærri tilraunaverkefni, til dæmis í Malaví og Mósambík sem þykja hafa gefið góða raun og hafa í kjölfarið verið tekin upp í öðrum löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Malaví Mósambík Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent