„Lífið tekur mann stundum í aðra átt“ Steinar Fjeldsted skrifar 14. febrúar 2022 14:31 Elektró pönk-rokk tvíeykið Monstra gefur út sitt annað lag Blossoming sem er eitt af lögunum af komandi EP plötu þeirra. Sveitin gaf út sitt fyrsta lag „Nobody“ í júlí 2021 og er því komin tími á nýtt lag. „Við ætluðum að vera löngu búnar að gefa þetta út, en lífið tekur mann stundum í aðra átt og frestaðist því útgáfan á laginu aðeins. „Við erum ekkert smá spenntar að deila þessu loksins með heiminum“ segir Alexandra. Þær sáu sjálfar um innspilun á laginu í sitthvoru heima stúdíóinu þar sem að Alexandra er búsett í Svíþjóð en sá hún svo um útsetningu og hljóðblöndun. Hildur samdi lagið og textann og fjallar það um að vera fastur á litlausum stað og þrá að kynnast öllu litrófi lífsins, „Ég hugsaði textann út frá því að fæðast á stað sem væri grár, dimmur, litlaus og kaldur en svo myndu náttúruöflin, s.s. „vindurinn, feykja mér á betri stað“ segir Hildur. Monstra þakkar Ólafi Erni Arnarsyni fyrir notkun á verki fyrir laga umslagið og er hægt að sjá fleiri frábær verk eftir hann hér. Monstra er með fleiri lög í bígerð og stefnan er að gefa út EP-plötu á árinu. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið
Sveitin gaf út sitt fyrsta lag „Nobody“ í júlí 2021 og er því komin tími á nýtt lag. „Við ætluðum að vera löngu búnar að gefa þetta út, en lífið tekur mann stundum í aðra átt og frestaðist því útgáfan á laginu aðeins. „Við erum ekkert smá spenntar að deila þessu loksins með heiminum“ segir Alexandra. Þær sáu sjálfar um innspilun á laginu í sitthvoru heima stúdíóinu þar sem að Alexandra er búsett í Svíþjóð en sá hún svo um útsetningu og hljóðblöndun. Hildur samdi lagið og textann og fjallar það um að vera fastur á litlausum stað og þrá að kynnast öllu litrófi lífsins, „Ég hugsaði textann út frá því að fæðast á stað sem væri grár, dimmur, litlaus og kaldur en svo myndu náttúruöflin, s.s. „vindurinn, feykja mér á betri stað“ segir Hildur. Monstra þakkar Ólafi Erni Arnarsyni fyrir notkun á verki fyrir laga umslagið og er hægt að sjá fleiri frábær verk eftir hann hér. Monstra er með fleiri lög í bígerð og stefnan er að gefa út EP-plötu á árinu. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið