Ljáir jaðarsettum einstaklingum rödd í nýju hlaðvarpi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 21:01 Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er farinn af stað með hlaðvarpið Ósýnilega fólkið. Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er farinn af stað með glænýtt hlaðvarp, Ósýnilega fólkið. Í hlaðvarpinu fá hlustendur að kynnast jaðarsettum einstaklingum í samfélaginu og heyra persónulegar sögur þeirra. „Þættirnir eru þannig upp byggðir að ég hitti fólk sem er að glíma við fíknivanda, heimilisleysi og aðrar erfiðar áskoranir og spjalla við þau í persónulegu samtali. Hugmyndin er að kynnast þessu fólki sem mér hefur þótt við fjalla mikið um en það er aldrei talað við þetta fólk,“ segir Frosti. Málaflokkurinn stendur Frosta nærri, en fyrir tíu árum síðan lést Loftur Gunnarsson, uppeldisbróðir og æskuvinur Frosta, sem hafði verið skjólstæðingur Gistiskýlisins. „Þessi málaflokkur hefur verið mér hugleikinn alveg síðan aðstæður Lofts vöktu athygli mína á þessu.“ Frosti ræddi um nýja hlaðvarpið í Reykjavík síðdegis í gær. „Þetta er bara fólk eins og ég og þú sem hefur í langflestum tilfellum lent í einhverjum áföllum í æsku og hafa villst illa af leið og eru komin inn í fíknivanda sem kemur þeim út úr húsi og þau enda á götunni. Ég er ofsalega stoltur af þessari seríu af því mér finnst þetta vera rosalega mikilvægt málefni.“ Frosti segir það hafa gengið nokkuð vel að finna viðmælendur sem voru tilbúnir til þess að opna sig. En viðmælendurnir eru einstaklingar sem hafa til lengri eða skemmri tíma dvalið í neyðarathvörfum fyrir heimilislausa í Reykjavík. Í þáttunum fá hlustendur að kynnast þeim manneskjum sem samfélaginu hættir til að svipta mennskunni. „Það er auðvitað þekkt að fordómar alast í fáfræði og það sem við þekkjum ekki, það verðum við hrædd við. Það er nákvæmlega það sem gerir það að verkum að fordómarnir sem þetta fólk mætir í sínu daglega lífi eru gríðarlegir,“ segir Frosti. Fyrsti þáttur hlaðvarpsins er kominn út og hann má hlusta á hér. Fjölmiðlar Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Þættirnir eru þannig upp byggðir að ég hitti fólk sem er að glíma við fíknivanda, heimilisleysi og aðrar erfiðar áskoranir og spjalla við þau í persónulegu samtali. Hugmyndin er að kynnast þessu fólki sem mér hefur þótt við fjalla mikið um en það er aldrei talað við þetta fólk,“ segir Frosti. Málaflokkurinn stendur Frosta nærri, en fyrir tíu árum síðan lést Loftur Gunnarsson, uppeldisbróðir og æskuvinur Frosta, sem hafði verið skjólstæðingur Gistiskýlisins. „Þessi málaflokkur hefur verið mér hugleikinn alveg síðan aðstæður Lofts vöktu athygli mína á þessu.“ Frosti ræddi um nýja hlaðvarpið í Reykjavík síðdegis í gær. „Þetta er bara fólk eins og ég og þú sem hefur í langflestum tilfellum lent í einhverjum áföllum í æsku og hafa villst illa af leið og eru komin inn í fíknivanda sem kemur þeim út úr húsi og þau enda á götunni. Ég er ofsalega stoltur af þessari seríu af því mér finnst þetta vera rosalega mikilvægt málefni.“ Frosti segir það hafa gengið nokkuð vel að finna viðmælendur sem voru tilbúnir til þess að opna sig. En viðmælendurnir eru einstaklingar sem hafa til lengri eða skemmri tíma dvalið í neyðarathvörfum fyrir heimilislausa í Reykjavík. Í þáttunum fá hlustendur að kynnast þeim manneskjum sem samfélaginu hættir til að svipta mennskunni. „Það er auðvitað þekkt að fordómar alast í fáfræði og það sem við þekkjum ekki, það verðum við hrædd við. Það er nákvæmlega það sem gerir það að verkum að fordómarnir sem þetta fólk mætir í sínu daglega lífi eru gríðarlegir,“ segir Frosti. Fyrsti þáttur hlaðvarpsins er kominn út og hann má hlusta á hér.
Fjölmiðlar Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira