Ætla aldrei að eignast börn og segja fólk afskiptasamt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. febrúar 2022 07:01 Gyrðir, Sveindís, Birna og Ingunn lifa branlausum lífsstíl. Þau eru öll þeirrar skoðunar að það að fara út í barneignir sé val en ekki rökrétt næsta skref á einhverjum tímapunkti í lífinu. vísir Fólk sem hefur tekið ákvörðun um að eignast aldrei börn segir að konur verði fyrir meira aðkasti en karlar þegar kemur að barnleysi. Maður sem ákvað að fara í ófrjósemisaðgerð segir að heilbrigðiskerfið reyni að stýra fólki frá þeirri ákvörðun að fara í aðgerðina. Ingunn Oddsdóttir er 36 ára og býr í Mosfellsbæ með eiginmanni sínum en þau hafa verið saman frá árinu 2014. Þegar hún var yngri hélt hún að hún myndi eignast börn á fullorðinsaldri, því það er það sem flestir gera. „Ég hélt að þetta væri bara tengt þroska. Maður verði fullorðinn og eignast börn, það er það sem við gerum en ég kveið því alltaf því mig langaði það ekki.“ Áður en hún kynntist eiginmanni sínum tók hún ákvörðun um að eignast aldrei börn. „Við töluðum um þetta mjög mikið og mjög oft. Það var mér mikilvægt að við værum á sömu blaðsíðu. Ég vildi ekki lenda í því eftir einhver ár, að hann kannski vildi eignast börn. Ég vildi ekki taka það af honum.“ Löngunin kom aldrei Birna María Þorbjörnsdóttir er 51 árs. Hana hefur aldrei langað til þess að eignast börn og það hefur hún vitað frá því að hún var mjög ung. „Svo beið ég alltaf eftir því þegar ég var komin á þennan týpíska barneignaraldur að þessi löngun kæmi en svo kom hún aldrei. Þannig þetta var mjög eðlileg ákvörðun að taka að eignast ekki börn.“ Birna María Þorbjörnsdóttir.arnar halldórsson Sveindís Vilborgardóttir Þórhallsdóttir 31 árs og Gyrðir Örn Egilsson 32 ára eru gift og búsett í Breiðholti. Þegar þau voru búin að vera saman í þrjú ár áttu þau samtal um barneignir og komust þá að því að hvorugt þeirra langaði sérstaklega í börn. „Mér finnst að þú ættir að eiga börn ef þig 100 prósent langar til að eiga börn. Þig á að langa það út fyrir gröf og dauða og vilt taka það fram yfir allt og ég bara er ekki þar og því finnst mér ekki að þú ættir að eignast börn. Ófætt barn á það skilið að foreldri 100 prósent vilji það og svo framvegis,“ sagði Sveindís „Lífstíðarskuldbinding,“ bætir Gyrðir við. „Ætlar þú ekki einu sinni að ættleiða?“ Öll segja þau að ættingjar hafi tekið ákvörðuninni vel en að aðrir séu afskiptasamari. „Margir sögðu: Það getur ekki verið að konu langi ekki að eignast börn og allskonar, það eru bara alvöru konur sem eignast börn,“ sagði Birna María. „Lang oftast er það að ég megi skipta um skoðun og fólk er engan veginn að ná því hversu dónalegt og óviðeigandi það er þegar það er að segja þetta. Þarna er verið að gera lítið úr þeirri ákvörðun sem ég hef tekið fyrir sjálfa mig,“ sagði Ingunn. „Mér finnst það meira vera með fólk sem maður þekkir ekki eða kunningja að þegar maður segir að við ætlum ekki að eiga börn þá segja þau: ,,Ekki einu sinni ættleiða?“ sagði Sveindís. „Þú verður nú einmana í ellinni ef þú átt ekki börn. En af hverju er maður einmana þá frekar en núna?“ spyr Birna María. „Konutengd“ afskiptasemi Ingunn segir að hún verði fyrir mun meira aðkasti en maðurinn hennar og telur að fordómar beinist frekar að konum. „Algjörlega pressa á konur, þetta er konutengt. Þetta er ekki eitthvað sem hann [eiginmaður hennar] kannast við að lenda í. Hann fær ekki athugasemdirnar eða kommentin, hann er bara kúl. Næs fyrir hann á meðan ég bara get ekki verið að taka ákvarðanir fyrir mig ég er bara kona,“ sagði Ingunn. Ingunn Oddsdóttir.arnar halldórsson „Ég held það sé kannski algengara að konur fái þessar spurningar: Ætlar hún ekki að fara að eignast börn? Af hverju ekki? Ég held að karlarnir fái að vera meira í friði með þetta,“ sagði Birna María. Ertu viss? Gyrðir ákvað að fara í ófrjósemisaðgerð og segir að það hafi komið honum á óvart hve margir í heilbrigðiskerfinu vildu að hann hugsaði málið og spurðu en hvað ef þú vilt eignast börn seinna? „Og ég sagði bara við lækninn: Ég er kominn hingað af því að mig langar ekki að eignast börn seinna. Og þá var næsta spurning frá honum þessi: Já ókei þannig að þú ætlar að frysta? Og þá sagði ég nei, ég ætla ekki að gera það.“ „Þá spurði hann hvort ég væri giftur og ég sagðist vera í sambandi og þá sagði hann: Já ég bóka annan tíma með þér og ég vil að þú komir með konuna þína með þér.“ Gyrðir og Sveindís.stöð2 Finnst eins og verið sé að stýra hegðun fólks Þegar Sveindís kom með honum til læknisins var hún spurð hvort hún væri sátt við aðgerðina á Gyrði. Þau segja þetta kómískt og telja að verið sé að stýra hegðun fólks. „Þarna upplifði ég bara að þetta er ekki val. Þarna er fulltrúi heilbrigðiskerfisins að þrýsta á mig að gera það sem normið segir manni að gera, mjög sérstakt.“ Barneignir val en ekki rökrétt næsta skref Sérstakt í ljósi þess að þegar fólk ákveður að eignast börn, leggur enginn áherslu á það hvað gerist ef það skiptir um skoðun. „Þetta gerir svo lítið úr af því að ef ég væri búin að ákveða að eignast börn myndi enginn segja við mig að ég gæti skipt um skoðun,“ sagði Sveindís. Þau leggja öll áherslu á að það sé val að eignast barn en ekki rökrétt næsta skref á einhverjum tímapunkti í lífinu. Börn og uppeldi Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Ingunn Oddsdóttir er 36 ára og býr í Mosfellsbæ með eiginmanni sínum en þau hafa verið saman frá árinu 2014. Þegar hún var yngri hélt hún að hún myndi eignast börn á fullorðinsaldri, því það er það sem flestir gera. „Ég hélt að þetta væri bara tengt þroska. Maður verði fullorðinn og eignast börn, það er það sem við gerum en ég kveið því alltaf því mig langaði það ekki.“ Áður en hún kynntist eiginmanni sínum tók hún ákvörðun um að eignast aldrei börn. „Við töluðum um þetta mjög mikið og mjög oft. Það var mér mikilvægt að við værum á sömu blaðsíðu. Ég vildi ekki lenda í því eftir einhver ár, að hann kannski vildi eignast börn. Ég vildi ekki taka það af honum.“ Löngunin kom aldrei Birna María Þorbjörnsdóttir er 51 árs. Hana hefur aldrei langað til þess að eignast börn og það hefur hún vitað frá því að hún var mjög ung. „Svo beið ég alltaf eftir því þegar ég var komin á þennan týpíska barneignaraldur að þessi löngun kæmi en svo kom hún aldrei. Þannig þetta var mjög eðlileg ákvörðun að taka að eignast ekki börn.“ Birna María Þorbjörnsdóttir.arnar halldórsson Sveindís Vilborgardóttir Þórhallsdóttir 31 árs og Gyrðir Örn Egilsson 32 ára eru gift og búsett í Breiðholti. Þegar þau voru búin að vera saman í þrjú ár áttu þau samtal um barneignir og komust þá að því að hvorugt þeirra langaði sérstaklega í börn. „Mér finnst að þú ættir að eiga börn ef þig 100 prósent langar til að eiga börn. Þig á að langa það út fyrir gröf og dauða og vilt taka það fram yfir allt og ég bara er ekki þar og því finnst mér ekki að þú ættir að eignast börn. Ófætt barn á það skilið að foreldri 100 prósent vilji það og svo framvegis,“ sagði Sveindís „Lífstíðarskuldbinding,“ bætir Gyrðir við. „Ætlar þú ekki einu sinni að ættleiða?“ Öll segja þau að ættingjar hafi tekið ákvörðuninni vel en að aðrir séu afskiptasamari. „Margir sögðu: Það getur ekki verið að konu langi ekki að eignast börn og allskonar, það eru bara alvöru konur sem eignast börn,“ sagði Birna María. „Lang oftast er það að ég megi skipta um skoðun og fólk er engan veginn að ná því hversu dónalegt og óviðeigandi það er þegar það er að segja þetta. Þarna er verið að gera lítið úr þeirri ákvörðun sem ég hef tekið fyrir sjálfa mig,“ sagði Ingunn. „Mér finnst það meira vera með fólk sem maður þekkir ekki eða kunningja að þegar maður segir að við ætlum ekki að eiga börn þá segja þau: ,,Ekki einu sinni ættleiða?“ sagði Sveindís. „Þú verður nú einmana í ellinni ef þú átt ekki börn. En af hverju er maður einmana þá frekar en núna?“ spyr Birna María. „Konutengd“ afskiptasemi Ingunn segir að hún verði fyrir mun meira aðkasti en maðurinn hennar og telur að fordómar beinist frekar að konum. „Algjörlega pressa á konur, þetta er konutengt. Þetta er ekki eitthvað sem hann [eiginmaður hennar] kannast við að lenda í. Hann fær ekki athugasemdirnar eða kommentin, hann er bara kúl. Næs fyrir hann á meðan ég bara get ekki verið að taka ákvarðanir fyrir mig ég er bara kona,“ sagði Ingunn. Ingunn Oddsdóttir.arnar halldórsson „Ég held það sé kannski algengara að konur fái þessar spurningar: Ætlar hún ekki að fara að eignast börn? Af hverju ekki? Ég held að karlarnir fái að vera meira í friði með þetta,“ sagði Birna María. Ertu viss? Gyrðir ákvað að fara í ófrjósemisaðgerð og segir að það hafi komið honum á óvart hve margir í heilbrigðiskerfinu vildu að hann hugsaði málið og spurðu en hvað ef þú vilt eignast börn seinna? „Og ég sagði bara við lækninn: Ég er kominn hingað af því að mig langar ekki að eignast börn seinna. Og þá var næsta spurning frá honum þessi: Já ókei þannig að þú ætlar að frysta? Og þá sagði ég nei, ég ætla ekki að gera það.“ „Þá spurði hann hvort ég væri giftur og ég sagðist vera í sambandi og þá sagði hann: Já ég bóka annan tíma með þér og ég vil að þú komir með konuna þína með þér.“ Gyrðir og Sveindís.stöð2 Finnst eins og verið sé að stýra hegðun fólks Þegar Sveindís kom með honum til læknisins var hún spurð hvort hún væri sátt við aðgerðina á Gyrði. Þau segja þetta kómískt og telja að verið sé að stýra hegðun fólks. „Þarna upplifði ég bara að þetta er ekki val. Þarna er fulltrúi heilbrigðiskerfisins að þrýsta á mig að gera það sem normið segir manni að gera, mjög sérstakt.“ Barneignir val en ekki rökrétt næsta skref Sérstakt í ljósi þess að þegar fólk ákveður að eignast börn, leggur enginn áherslu á það hvað gerist ef það skiptir um skoðun. „Þetta gerir svo lítið úr af því að ef ég væri búin að ákveða að eignast börn myndi enginn segja við mig að ég gæti skipt um skoðun,“ sagði Sveindís. Þau leggja öll áherslu á að það sé val að eignast barn en ekki rökrétt næsta skref á einhverjum tímapunkti í lífinu.
Börn og uppeldi Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira