Pollapönkarar kaupa hlut í elstu hljóðfæraversluninni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2022 15:28 Arnar og Guðni í banastuði. Þeir Arnar Gíslason og Guðni Finnson hafa keypt sig inn í rekstur Hljóðfærahússins. Þeir vinna saman í versluninni auk þess að standa vaktina í hljómsveitum á borð við Pollapönk, Dr. Mugison, Dr. Spock, Jónas Sig og Ensími svo eitthvað sé nefnt. Hljóðfærahúsið er rúmlega 100 gamalt en það var stofnað árið 1916 og er elsta hljóðfæraverslun landsins og veltir um um 500 milljónum á ári „Við erum mjög spenntir fyrir þessu enda höfum við óbilandi ást á hljóðfærum og tónlist. Ástríðan keyrir okkur áfram. Við elskum að taka á móti fólki í góðum fíling og leiðbeina með hljóðfæri og innblástur. Músíkmátturinn er mikill og við trúum að tónlist sé fyrir alla og gefi öllum eitthvað. Heimurinn hefur minnkað mikið og nú er okkar helsta samkeppni internetið. Við þurfum því alltaf að vera á tánum með að eiga vöruna til, vera samkeppnisfær í verði og veita góða þjónustu. Þjónustan er það sem skilur á milli okkar og netsins. Persónuleg ráðgjöf og samtal til að finna hvað hentar hverjum og einum er svo mikils virði. Við leggjum því mest upp úr því,“ segir Arnar Gíslason, framkvæmdastjóri Hjóðfærahússins. „Það er mikið ábyrgðarhlutverk að halda utan um þetta gamla rótgróna vörumerki. Þessi 106 ára gamla verslun er hornsteinn í íslenskri menningu. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að verslunin þróist með tímanum og standist samkeppnina. Við höfum báðir unnið hjá versluninni í um 15 ár og á þeim tíma hefur heimurinn gjörbreyst. Við höfum verið að breyta versluninni allan tímann og höfum mikla trú á að verslunarrekstur sem þessi eigi eftir að lifa og dafna svo framalega sem hlúð er að honum með natni,“ segir Arnar. Hann tók við framkvæmdarstjórn fyrirtæksins í lok árs 2017. Arnar og Guðni hafa rekið fyrirtækið í sameiningu frá þeim tíma og eru nú orðnir hluthafar í rekstrinum. Á þeim tíma hefur mikill árangur náðst að sögn Arnars. Við erum mjög stoltir af þessum árangri og teljum að hann hafi komið sem afleiðing af ást fyrir verkefninu.“ Tónlist Verslun Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Hljóðfærahúsið er rúmlega 100 gamalt en það var stofnað árið 1916 og er elsta hljóðfæraverslun landsins og veltir um um 500 milljónum á ári „Við erum mjög spenntir fyrir þessu enda höfum við óbilandi ást á hljóðfærum og tónlist. Ástríðan keyrir okkur áfram. Við elskum að taka á móti fólki í góðum fíling og leiðbeina með hljóðfæri og innblástur. Músíkmátturinn er mikill og við trúum að tónlist sé fyrir alla og gefi öllum eitthvað. Heimurinn hefur minnkað mikið og nú er okkar helsta samkeppni internetið. Við þurfum því alltaf að vera á tánum með að eiga vöruna til, vera samkeppnisfær í verði og veita góða þjónustu. Þjónustan er það sem skilur á milli okkar og netsins. Persónuleg ráðgjöf og samtal til að finna hvað hentar hverjum og einum er svo mikils virði. Við leggjum því mest upp úr því,“ segir Arnar Gíslason, framkvæmdastjóri Hjóðfærahússins. „Það er mikið ábyrgðarhlutverk að halda utan um þetta gamla rótgróna vörumerki. Þessi 106 ára gamla verslun er hornsteinn í íslenskri menningu. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að verslunin þróist með tímanum og standist samkeppnina. Við höfum báðir unnið hjá versluninni í um 15 ár og á þeim tíma hefur heimurinn gjörbreyst. Við höfum verið að breyta versluninni allan tímann og höfum mikla trú á að verslunarrekstur sem þessi eigi eftir að lifa og dafna svo framalega sem hlúð er að honum með natni,“ segir Arnar. Hann tók við framkvæmdarstjórn fyrirtæksins í lok árs 2017. Arnar og Guðni hafa rekið fyrirtækið í sameiningu frá þeim tíma og eru nú orðnir hluthafar í rekstrinum. Á þeim tíma hefur mikill árangur náðst að sögn Arnars. Við erum mjög stoltir af þessum árangri og teljum að hann hafi komið sem afleiðing af ást fyrir verkefninu.“
Tónlist Verslun Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira