100 eða 400 króna gjald yfir nýja Ölfusárbrú? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. febrúar 2022 21:30 Nýja brúin yfir Ölfusá, sem verður 330 metra löng stagbrú með turni í Efri-Laugardælaeyju. Gjaldtaka verður yfir brúnna en ekki er búið að ákveða hvert gjaldið verður. Vegagerðin Ef allt gengur upp verður hægt að aka yfir nýja brú yfir Ölfusá við Selfossi 2025. Brúin verður 330 metra löng stagbrú með turni í Efri-Laugardælaeyju. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Bæjarstjóri Árborgar sér fyrir sér hundrað krónu gjald en forstjóri Vegagerðarinnar fjögur hundruð krónur. Vegagerðin boðaði til opins fundar á föstudaginn í Hótel Selfossi um fyrirhugað útboð á samvinnuverkefninu ný brú yfir Ölfusá. Brúin verður glæsilegt mannvirki, stagbrú með stórum turni og 330 metra löng. Reiknað er með að um fjögur til fimm þúsund bílar munu fara yfir brúnna á sólarhring fyrsta árið. Núverandi brú við Ölfusá verður áfram í notkun en umferð þyngri ökutækja verður ekki leyfð á þeirri brú enda er hún orðin gömul og lúin. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, sem nefndi 400 króna gjald yfir nýju brúnna, sem hugmynd aðspurð á fundinum hvað gjaldið ætti að vera að hennar mati.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, núna erum við að hefja útboðsferli um að finna framkvæmdaaðila, sem er tilbúin að byggja þessa brú og fjármagna, þannig að við erum bara á góðum stað með það. Ég vonast til að það verði mikill áhugi á verkefninu, þetta er jú stórt verkefni en auðvitað er ekki komið að því að byggja alveg strax en þetta er ferli, sem tekur næstu mánuði að finna áhugasama aðila og allt það,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, sem var með kynninguna í Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja brúin verður 19 metra breið með þremur akreinum og göngu og hjólastíg. Turninn verður 60 metra hár. Bannað verður að fara ríðandi á hestum yfir brúnna. „Það er mjög ánægjulegt að við skulum loksins sjá hylla undir það að brúin fer af stað því hún þyrfti sannarlega að vera komin nú þegar,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, sem fagnaði nýju brúnni á fundinum. Hann vill að gjaldið fyrir að aka yfir verði 100 krónur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það á alveg eftir að ákveða hvert gjaldið verður að aka yfir nýju brúnna. Forstjóri Vegagerðarinnar nefndi 400 krónur á fundinum en hvað segir Gísli bæjarstjóri? „Til þess að ég geti nýtt hana í mínu daglega lífi þá myndi ég helst vilja að við værum að tala um hundrað kallinn, það er að segja að hver ferð kosti 100 krónur.“ Hér er ein af glærunum á fundinum.Vegagerðin Árborg Flóahreppur Vegagerð Vegtollar Ný Ölfusárbrú Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Sjá meira
Vegagerðin boðaði til opins fundar á föstudaginn í Hótel Selfossi um fyrirhugað útboð á samvinnuverkefninu ný brú yfir Ölfusá. Brúin verður glæsilegt mannvirki, stagbrú með stórum turni og 330 metra löng. Reiknað er með að um fjögur til fimm þúsund bílar munu fara yfir brúnna á sólarhring fyrsta árið. Núverandi brú við Ölfusá verður áfram í notkun en umferð þyngri ökutækja verður ekki leyfð á þeirri brú enda er hún orðin gömul og lúin. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, sem nefndi 400 króna gjald yfir nýju brúnna, sem hugmynd aðspurð á fundinum hvað gjaldið ætti að vera að hennar mati.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, núna erum við að hefja útboðsferli um að finna framkvæmdaaðila, sem er tilbúin að byggja þessa brú og fjármagna, þannig að við erum bara á góðum stað með það. Ég vonast til að það verði mikill áhugi á verkefninu, þetta er jú stórt verkefni en auðvitað er ekki komið að því að byggja alveg strax en þetta er ferli, sem tekur næstu mánuði að finna áhugasama aðila og allt það,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, sem var með kynninguna í Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja brúin verður 19 metra breið með þremur akreinum og göngu og hjólastíg. Turninn verður 60 metra hár. Bannað verður að fara ríðandi á hestum yfir brúnna. „Það er mjög ánægjulegt að við skulum loksins sjá hylla undir það að brúin fer af stað því hún þyrfti sannarlega að vera komin nú þegar,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, sem fagnaði nýju brúnni á fundinum. Hann vill að gjaldið fyrir að aka yfir verði 100 krónur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það á alveg eftir að ákveða hvert gjaldið verður að aka yfir nýju brúnna. Forstjóri Vegagerðarinnar nefndi 400 krónur á fundinum en hvað segir Gísli bæjarstjóri? „Til þess að ég geti nýtt hana í mínu daglega lífi þá myndi ég helst vilja að við værum að tala um hundrað kallinn, það er að segja að hver ferð kosti 100 krónur.“ Hér er ein af glærunum á fundinum.Vegagerðin
Árborg Flóahreppur Vegagerð Vegtollar Ný Ölfusárbrú Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Sjá meira