Víða truflanir á rafmagni vegna veðurs Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. febrúar 2022 21:35 Vísir/Vilhelm Veðrið sem nú gengur yfir landið hefur haft áhrif á rafmagn víða en að því er kemur fram á heimasíðu Landsnets var rafmagnslaust á Vestfjörðum, Hrútafirði, Ólafsvík, Snæfellsnesi og í Borgarfjarðarsveit á tímabili. Rafmagn er nú komið aftur á alls staðar nema í Ólafsvík. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir í samtali við fréttastofu að búið sé að keyra upp varafla á þeim stöðum þar sem rafmagn fór út. Hrútatungalína 1 leysti út tvisvar í kvöld sem olli rafmagnsleysi á Snæfellsnesi og í Borgarfjarðarsveit en línan komst aftur í rekstur skömmu síðar. Glerárskógalína leysti síðan út sem olli rafmagnsleysi á Vestfjörðum en varaflastöð var keyrð upp í Bolungarvík skömmu síðar. Klukkan níu leysti síðan Laxársvatnslína 1 út sem olli rafmagnsleysi á tímabili á Hrútafirði en rafmagn er nú komið aftur á. Í Ólafsvík kom upp bilun í tengivirki sem er nú unnið að því að laga. Rafmagn flöktir á höfuðborgarsvæðinu Á höfuðborgarsvæðinu hefur fólk einnig orðið vart við truflanir á rafmagni en þó hefur ekki orðið rafmagnslaust. „Það hefur ekki verið rafmagnslaust hér en það er búið að vera svolítið blikk á ljósum og blikkið á höfuðborgarsvæðinu var út af því að við misstum Sultartangalínu 3 og Búrfellslínu 3,“ segir Steinunn en við það kom spennuhögg á kerfið sem olli blikkinu. „Við höfum líka heyrt talað um að fólk hafi verið að upplifa blikk í kringum Akranes og Vestamannaeyjar og það er sama ástæða þar, við misstum fyrr í kvöld út línu sem heitir Vatnshamralína 1, sem hafði áhrif á Akranesi. Í Vestmannaeyjum var það Hvolsvallarlína 1 sem að olli blikkinu,“ segir Steinunn. Alls eru nú þrjár línur úti, það eru Sultartangalína, Hvolsvallarlína og Þorlákshafnarlína. Aðspurð um hvort höfuðborgarbúar eða aðrir á landinu megi búast við áframhaldandi röskunum segir Steinunn það erfitt að segja. „Við vitum aldrei hverju við eigum von á en við erum bara vel undirbúin. Við erum vel mönnuð, búin að manna tengivirki hérna í kringum höfuðborgina til að bregðast við ef eitthvað væri, og það eru aukavaktir í stjórnstöðinni hjá okkur og við erum bara tilbúin til að takast á við þau verkefni sem að kvöldið og nóttin býður okkur upp á,“ segir Steinunn. Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Þingkona í Borgarbyggð í baráttu við storminn Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er ein þeirra sem hefur fengið að kynnast storminum sem nú gengur yfir landið frá fyrstu hendi. Hún rétt brá sér út til að gæta að ruslatunnum við heimili sitt í Borgarbyggð og fékk salíbunu í boði hvassviðrisins. 21. febrúar 2022 21:24 Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48 Rýma hús á Patreksfirði og lýsa yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og hafa því átta íbúðarhús verið rýmd á svæðinu. Óvissustig er nú í gildi vegna hættu á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. 21. febrúar 2022 19:40 Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 21. febrúar 2022 17:47 Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir í samtali við fréttastofu að búið sé að keyra upp varafla á þeim stöðum þar sem rafmagn fór út. Hrútatungalína 1 leysti út tvisvar í kvöld sem olli rafmagnsleysi á Snæfellsnesi og í Borgarfjarðarsveit en línan komst aftur í rekstur skömmu síðar. Glerárskógalína leysti síðan út sem olli rafmagnsleysi á Vestfjörðum en varaflastöð var keyrð upp í Bolungarvík skömmu síðar. Klukkan níu leysti síðan Laxársvatnslína 1 út sem olli rafmagnsleysi á tímabili á Hrútafirði en rafmagn er nú komið aftur á. Í Ólafsvík kom upp bilun í tengivirki sem er nú unnið að því að laga. Rafmagn flöktir á höfuðborgarsvæðinu Á höfuðborgarsvæðinu hefur fólk einnig orðið vart við truflanir á rafmagni en þó hefur ekki orðið rafmagnslaust. „Það hefur ekki verið rafmagnslaust hér en það er búið að vera svolítið blikk á ljósum og blikkið á höfuðborgarsvæðinu var út af því að við misstum Sultartangalínu 3 og Búrfellslínu 3,“ segir Steinunn en við það kom spennuhögg á kerfið sem olli blikkinu. „Við höfum líka heyrt talað um að fólk hafi verið að upplifa blikk í kringum Akranes og Vestamannaeyjar og það er sama ástæða þar, við misstum fyrr í kvöld út línu sem heitir Vatnshamralína 1, sem hafði áhrif á Akranesi. Í Vestmannaeyjum var það Hvolsvallarlína 1 sem að olli blikkinu,“ segir Steinunn. Alls eru nú þrjár línur úti, það eru Sultartangalína, Hvolsvallarlína og Þorlákshafnarlína. Aðspurð um hvort höfuðborgarbúar eða aðrir á landinu megi búast við áframhaldandi röskunum segir Steinunn það erfitt að segja. „Við vitum aldrei hverju við eigum von á en við erum bara vel undirbúin. Við erum vel mönnuð, búin að manna tengivirki hérna í kringum höfuðborgina til að bregðast við ef eitthvað væri, og það eru aukavaktir í stjórnstöðinni hjá okkur og við erum bara tilbúin til að takast á við þau verkefni sem að kvöldið og nóttin býður okkur upp á,“ segir Steinunn.
Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Þingkona í Borgarbyggð í baráttu við storminn Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er ein þeirra sem hefur fengið að kynnast storminum sem nú gengur yfir landið frá fyrstu hendi. Hún rétt brá sér út til að gæta að ruslatunnum við heimili sitt í Borgarbyggð og fékk salíbunu í boði hvassviðrisins. 21. febrúar 2022 21:24 Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48 Rýma hús á Patreksfirði og lýsa yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og hafa því átta íbúðarhús verið rýmd á svæðinu. Óvissustig er nú í gildi vegna hættu á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. 21. febrúar 2022 19:40 Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 21. febrúar 2022 17:47 Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þingkona í Borgarbyggð í baráttu við storminn Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er ein þeirra sem hefur fengið að kynnast storminum sem nú gengur yfir landið frá fyrstu hendi. Hún rétt brá sér út til að gæta að ruslatunnum við heimili sitt í Borgarbyggð og fékk salíbunu í boði hvassviðrisins. 21. febrúar 2022 21:24
Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48
Rýma hús á Patreksfirði og lýsa yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og hafa því átta íbúðarhús verið rýmd á svæðinu. Óvissustig er nú í gildi vegna hættu á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. 21. febrúar 2022 19:40
Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 21. febrúar 2022 17:47
Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34