Björgunarsveitin í Keflavík bjargaði tveimur mönnum naumlega úr höfninni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 08:51 Svona voru aðstæður í Keflavíkurhöfn í gærkvöldi. Víkurfréttir Björgunarsveitin í Keflavík var á fullu í alla nótt, eins og björgunarsveitir um allt land, til að koma í veg fyrir alls konar tjón, fok á ruslatunnum, þakplötum og öllu þessu „klassíska“. Eitt útkall stóð þó framar öðrum, þegar tveir ungir menn urðu innlyksa í höfninni. „Þetta byrjaði með hvelli hjá okkur í gær í Reykjanesbæ og framan af var þetta smotterí, þetta klassíska, fjúkandi ruslatunnur og byggingarsvæðin að láta til sín taka,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar Suðurnes, í samtali við fréttastofu. Víkurfréttir greindu fyrst frá í gærkvöldi. „Svo ekur bíll út í stórfljót við Keflavíkurhöfn, hann flýtur upp og fer svo að snúast og rennur út í stórt stöðuvatn sem hafði myndast þarna á hafnarbakkanum. Þetta voru tveir ungir piltar, þeim tókst að komast upp á þakið á bílnum en það gengu yfir þá brimskaflarnir,“ segir Haraldur sem segist sjaldan hafa séð annað eins. Bæði var háflóð í gærkvöld og mikill öldugangur og leiddi það af sér að hálfgert stöðuvatn hafði myndast á höfninni. Hann segir að sjórinn hafi verið svo djúpur að dekkin á björgunarsveitarjeppanum, 50 tommu dekk, voru á kafi í sjó. „Við náðum að bjarga öðrum drengnum. Við drógum hann af bílnum og inn um gluggann hjá okkur en hinn náði að komast af sjálfsdáðum upp 8-10 metra klettavegg og fara upp á Hafnargötu,“ segir Haraldur. „Þetta var klárlega hrein lífbjörgun, þarna vorum við ekkert að elta ruslatunnur, þetta var beinlínis mannsbjörgun. Ég hef aldrei nokkurn tíman séð annað eins.“ Björgunarsveitir Reykjanesbær Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Veðurvaktin: Viðvaranir enn í gildi og miklar samgöngutruflanir Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi víða um land vegna lægðarinnar sem nú liggur yfir landinu. Þegar fram líður á morgun breytast viðvaranirnar margar hverjar í gular áður en þær falla úr gildi um miðjan dag í dag. 22. febrúar 2022 06:19 Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“ Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. 22. febrúar 2022 00:53 Ferðalangar sátu fastir í fimm klukkustundir: „Við vorum hrædd“ Björgunarsveitir vinna enn að því að ferja fólk af heiðinni þar sem fjölmargir bílar sitja fastir vegna veðurs en þó nokkrir útlendingar voru á meðal þeirra sem festust. 22. febrúar 2022 00:13 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
„Þetta byrjaði með hvelli hjá okkur í gær í Reykjanesbæ og framan af var þetta smotterí, þetta klassíska, fjúkandi ruslatunnur og byggingarsvæðin að láta til sín taka,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar Suðurnes, í samtali við fréttastofu. Víkurfréttir greindu fyrst frá í gærkvöldi. „Svo ekur bíll út í stórfljót við Keflavíkurhöfn, hann flýtur upp og fer svo að snúast og rennur út í stórt stöðuvatn sem hafði myndast þarna á hafnarbakkanum. Þetta voru tveir ungir piltar, þeim tókst að komast upp á þakið á bílnum en það gengu yfir þá brimskaflarnir,“ segir Haraldur sem segist sjaldan hafa séð annað eins. Bæði var háflóð í gærkvöld og mikill öldugangur og leiddi það af sér að hálfgert stöðuvatn hafði myndast á höfninni. Hann segir að sjórinn hafi verið svo djúpur að dekkin á björgunarsveitarjeppanum, 50 tommu dekk, voru á kafi í sjó. „Við náðum að bjarga öðrum drengnum. Við drógum hann af bílnum og inn um gluggann hjá okkur en hinn náði að komast af sjálfsdáðum upp 8-10 metra klettavegg og fara upp á Hafnargötu,“ segir Haraldur. „Þetta var klárlega hrein lífbjörgun, þarna vorum við ekkert að elta ruslatunnur, þetta var beinlínis mannsbjörgun. Ég hef aldrei nokkurn tíman séð annað eins.“
Björgunarsveitir Reykjanesbær Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Veðurvaktin: Viðvaranir enn í gildi og miklar samgöngutruflanir Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi víða um land vegna lægðarinnar sem nú liggur yfir landinu. Þegar fram líður á morgun breytast viðvaranirnar margar hverjar í gular áður en þær falla úr gildi um miðjan dag í dag. 22. febrúar 2022 06:19 Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“ Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. 22. febrúar 2022 00:53 Ferðalangar sátu fastir í fimm klukkustundir: „Við vorum hrædd“ Björgunarsveitir vinna enn að því að ferja fólk af heiðinni þar sem fjölmargir bílar sitja fastir vegna veðurs en þó nokkrir útlendingar voru á meðal þeirra sem festust. 22. febrúar 2022 00:13 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Veðurvaktin: Viðvaranir enn í gildi og miklar samgöngutruflanir Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi víða um land vegna lægðarinnar sem nú liggur yfir landinu. Þegar fram líður á morgun breytast viðvaranirnar margar hverjar í gular áður en þær falla úr gildi um miðjan dag í dag. 22. febrúar 2022 06:19
Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“ Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. 22. febrúar 2022 00:53
Ferðalangar sátu fastir í fimm klukkustundir: „Við vorum hrædd“ Björgunarsveitir vinna enn að því að ferja fólk af heiðinni þar sem fjölmargir bílar sitja fastir vegna veðurs en þó nokkrir útlendingar voru á meðal þeirra sem festust. 22. febrúar 2022 00:13