Sport

Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Subway-deildin og Olís-deildin

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ajax heimsækir Benfica í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Ajax heimsækir Benfica í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. ANP Sport/Getty Images

Kvöldið í kvöld er þéttsetið á sportrásum Stöðvar 2 þar sem boðið verður upp á sjö beinar útsendingar.

Tveir leikir eru á dagskrá í Subway-deild kvenna í körfubolta á Stöð 2 Sport í kvöld. Klukkan 18:05 tekur Breiðablik á móti Haukum og að þeim leik loknum færum við okkur yfir til Njarðvíkur þar sem heimakonur taka á móti nágrönnum sínum í Keflavík.

Þá er einn leikur á dagskrá í Olís-deild karla í handbolta þegar Valsmenn mæta í Safamýrina þar sem Framarar taka á móti þeim klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport 4.

Babe Patrol er á sínum stað á Stöð 2 eSport klukkan 21:00 þar sem þær Alma, Eva, Högna og Kamila munu án efa valda miklum usla á götum Verdansk í leiknum Call of Duty: Warzone.

Að lokum er einn leikur í Meistaradeild Evrópu sem er á dagskrá í kvöld, en það er viðureign Benfica og Ajax. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport 2 og klukkan 19:55 verður skipt niður á völl. Meistaradeildarmörkin eru svo á sínum stað klukkan 22:00 þar sem verður farið yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×