Framlög aukin til loftslagsaðgerða í þróunarríkjum Heimsljós 23. febrúar 2022 16:15 Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að auka framlög til stuðnings loftslagsaðgerðum í þróunarríkjum, í samræmi við lokayfirlýsingu COP26 loftlagsráðstefnunnar í Glasgow. Um er að ræða framlög til fjögurra stofnana og sjóða sem eiga það sammerkt að starfa með fátækustu ríkjum heims í baráttu þeirra við loftslagsvána. Ákveðið hefur verið að auka framlög í Græna Loftslagssjóðinn (Green Climate Fund) og nema þau nú um 80 milljónum króna á ári. Jafnframt var ákveðið að hefja stuðning við Aðlögunarsjóðinn (Adaptation Fund) með árlegum framlögum að upphæð 50 milljónir króna. Einnig mun nú hefjast stuðningur við verkefni Sustainable Energy for All (SEforALL) á sviði jafnréttis og orkuskipta um samtals 50 milljónir króna á tveimur árum og gerður hefur verið rammasamningur um framlög til skrifstofu Eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna (UNCCD) sem nemur um 27 milljónum króna á ári. Í samræmi við alþjóðasamþykktir hafa íslensk stjórnvöld lagt aukna áherslu á loftslagsmál í þróunarsamvinnu. Hafa framlög til loftlagstengdra verkefna þannig farið hækkandi og námu þau 2,7 milljörðum króna á síðasta ári. Samhliða vaxandi framlögum til þróunarsamvinnu hækka framlög til loftlagstengdra verkefna að lágmarki um 500 milljónir króna á þessu ári. Er þar um að ræða hreint viðbótarfjármagn eins og ítrekað hefur verið kallað eftir, nú síðast á COP26. Þessi ákvörðun er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem loftslagsmál eru sett í forgang og lýst yfir vilja til þess að Ísland skipi sér í fremstu röð í baráttunni gegn hlýnun jarðar og við að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent
Ákveðið hefur verið að auka framlög í Græna Loftslagssjóðinn (Green Climate Fund) og nema þau nú um 80 milljónum króna á ári. Jafnframt var ákveðið að hefja stuðning við Aðlögunarsjóðinn (Adaptation Fund) með árlegum framlögum að upphæð 50 milljónir króna. Einnig mun nú hefjast stuðningur við verkefni Sustainable Energy for All (SEforALL) á sviði jafnréttis og orkuskipta um samtals 50 milljónir króna á tveimur árum og gerður hefur verið rammasamningur um framlög til skrifstofu Eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna (UNCCD) sem nemur um 27 milljónum króna á ári. Í samræmi við alþjóðasamþykktir hafa íslensk stjórnvöld lagt aukna áherslu á loftslagsmál í þróunarsamvinnu. Hafa framlög til loftlagstengdra verkefna þannig farið hækkandi og námu þau 2,7 milljörðum króna á síðasta ári. Samhliða vaxandi framlögum til þróunarsamvinnu hækka framlög til loftlagstengdra verkefna að lágmarki um 500 milljónir króna á þessu ári. Er þar um að ræða hreint viðbótarfjármagn eins og ítrekað hefur verið kallað eftir, nú síðast á COP26. Þessi ákvörðun er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem loftslagsmál eru sett í forgang og lýst yfir vilja til þess að Ísland skipi sér í fremstu röð í baráttunni gegn hlýnun jarðar og við að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent