Sárt að fylgjast með úr fjarlægð og vill refsiaðgerðir gegn ólígörkum Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2022 16:13 Naz Davidoff starfar sem verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands. Hann kallar eftir hörðum viðbrögðum alþjóðasamfélagsins við innrás Rússa inn í Úkraínu. Samsett Úkraínumaðurinn Naz Davidoff segir erfitt og sársaukafullt að fylgjast með átökunum í Úkraínu úr fjarlægð frá Íslandi. Hann hefur verið í nánu sambandi við vini og ættingja sína í landinu í dag og hefur áhyggjur af öryggi þeirra. „Ég held að allir séu mjög áhyggjufullir. Það eina sem ég get gert er að gefa pening til góðgerðafélaga, spítala eða hersins svo ég er að leita að leiðum til að hjálpa. Ég er líka að reyna sigta falsfréttir frá sannreyndum upplýsingum og deila þeim réttu á Twitter,” segir Naz í samtali við Vísi. Hann starfar hjá Háskóla Íslands og hefur búið hér á landi í um sex ár. Hann bætir við að það hafi komið sér mjög á óvart að Rússar hafi gert svo umfangsmikla árás inn í Úkraínu og telur að margir íbúar landsins hafi ekki verið fyllega undir þetta búnir. Hættu við að flýja borgina Naz hefur meðal annars verið í samskiptum við ófríska frænku sína. Sú er nokkuð óttaslegin og vildi í morgun yfirgefa Kænugarð ásamt maka sínum og fara til ættingja sinna í Lutsk, sem situr nær landamærum Póllands. Mikil fjöldi fólks hefur reynt að yfirgefa Kænugarð í dag og hafa helstu umferðaræðar stíflast. Hvarf hún því frá áformum sínum þar sem hún taldi umferðina úr borginni vera óbærilega, einkum fyrir konu í hennar stöðu. Naz segir að úkraínsk stjórnvöld beini þeim skilaboðum til almennings að halda ró sinni þar sem ofsahræðsla muni eingöngu gera stöðuna verri. Hann kveðst jafnframt hafa rætt við Rússa í dag sem séu líkt og flestir aðrir ósáttir við aðgerðir rússneskra yfirvalda í Úkraínu. Mikið af íbúum Rússlands hafi fengið rangar og villandi upplýsingar í þarlendum fjölmiðlum og hafi því ekki raunsanna mynd af stöðunni. Vill að vesturveldin beini sjónum sínum að rússneskum ólígörkum Naz vonar að Evrópusambandið, Atlantshafsbandalagið og vesturveldin muni bregðast kröftuglega við innrás Rússa. Hann telur þá staðreynd að margar Evrópuþjóðir séu mjög háðar gasi frá Rússlandi muni sem fyrr hafa temprandi áhrif á viðbrögðin. Hann bíður eftir því að gripið verði til harðari efnahagsþvingana og ekki síst að lokað verði á aðgang Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu svo þeir missi aðgang að innistæðum í erlendum bönkum. „Það myndi hafa bein áhrif á ólígarka sem eru mjög áhrifamiklir í rússnesku efnahagskerfi. Þeir stýra orkufyrirtækjunum, fjármálakerfinu og fleiri geirum og ef þetta bitnar illa á þeim þá munu þeir þrýsta á Pútín að stöðva átökin.“ Einnig vonast Naz til að vesturveldin tryggi Úkraínumönnum herbúnað sem hjálpi þeim að verjast flugskeyta- og sprengjuárásum rússneska hersins. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði í Úkraínu var nokkuð rólegur þegar fréttastofa náði af honum tali á tólfta tímanum. Hann segir íbúa borgarinnar þó mjög kvíðna fyrir komandi dögum og mikil óvissa ríki meðal landsmanna um framhaldið. 24. febrúar 2022 13:35 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
„Ég held að allir séu mjög áhyggjufullir. Það eina sem ég get gert er að gefa pening til góðgerðafélaga, spítala eða hersins svo ég er að leita að leiðum til að hjálpa. Ég er líka að reyna sigta falsfréttir frá sannreyndum upplýsingum og deila þeim réttu á Twitter,” segir Naz í samtali við Vísi. Hann starfar hjá Háskóla Íslands og hefur búið hér á landi í um sex ár. Hann bætir við að það hafi komið sér mjög á óvart að Rússar hafi gert svo umfangsmikla árás inn í Úkraínu og telur að margir íbúar landsins hafi ekki verið fyllega undir þetta búnir. Hættu við að flýja borgina Naz hefur meðal annars verið í samskiptum við ófríska frænku sína. Sú er nokkuð óttaslegin og vildi í morgun yfirgefa Kænugarð ásamt maka sínum og fara til ættingja sinna í Lutsk, sem situr nær landamærum Póllands. Mikil fjöldi fólks hefur reynt að yfirgefa Kænugarð í dag og hafa helstu umferðaræðar stíflast. Hvarf hún því frá áformum sínum þar sem hún taldi umferðina úr borginni vera óbærilega, einkum fyrir konu í hennar stöðu. Naz segir að úkraínsk stjórnvöld beini þeim skilaboðum til almennings að halda ró sinni þar sem ofsahræðsla muni eingöngu gera stöðuna verri. Hann kveðst jafnframt hafa rætt við Rússa í dag sem séu líkt og flestir aðrir ósáttir við aðgerðir rússneskra yfirvalda í Úkraínu. Mikið af íbúum Rússlands hafi fengið rangar og villandi upplýsingar í þarlendum fjölmiðlum og hafi því ekki raunsanna mynd af stöðunni. Vill að vesturveldin beini sjónum sínum að rússneskum ólígörkum Naz vonar að Evrópusambandið, Atlantshafsbandalagið og vesturveldin muni bregðast kröftuglega við innrás Rússa. Hann telur þá staðreynd að margar Evrópuþjóðir séu mjög háðar gasi frá Rússlandi muni sem fyrr hafa temprandi áhrif á viðbrögðin. Hann bíður eftir því að gripið verði til harðari efnahagsþvingana og ekki síst að lokað verði á aðgang Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu svo þeir missi aðgang að innistæðum í erlendum bönkum. „Það myndi hafa bein áhrif á ólígarka sem eru mjög áhrifamiklir í rússnesku efnahagskerfi. Þeir stýra orkufyrirtækjunum, fjármálakerfinu og fleiri geirum og ef þetta bitnar illa á þeim þá munu þeir þrýsta á Pútín að stöðva átökin.“ Einnig vonast Naz til að vesturveldin tryggi Úkraínumönnum herbúnað sem hjálpi þeim að verjast flugskeyta- og sprengjuárásum rússneska hersins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði í Úkraínu var nokkuð rólegur þegar fréttastofa náði af honum tali á tólfta tímanum. Hann segir íbúa borgarinnar þó mjög kvíðna fyrir komandi dögum og mikil óvissa ríki meðal landsmanna um framhaldið. 24. febrúar 2022 13:35 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23
Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði í Úkraínu var nokkuð rólegur þegar fréttastofa náði af honum tali á tólfta tímanum. Hann segir íbúa borgarinnar þó mjög kvíðna fyrir komandi dögum og mikil óvissa ríki meðal landsmanna um framhaldið. 24. febrúar 2022 13:35