Þar verða meðal annars Land Cruiser-ar, Hilux-ar, RAV4 og Yaris Cross. Auk þess verður hægt að bera augumvel búna jeppa frá Neyðarlínunni sem eru notaðir við afar krefjandi aðstæður víða um land. Auk þess verða breyttir jeppar frá Arctic Trucks.

Þá segir í tilkynningu frá Toyota að í sýningarsalnum verði „einn tæknilegasti Hilux landsins sem Björn Steinbekk hefur notað við myndatökur og beinar útsendingar frá t.d. eldgosinu á Reykjanesi á síðasta ári og vöktu heimsathygli. Hilux Björns er 35“ breyttur og er í raun fullbúið útsendingarstúdíó á hjólum. Á jeppasýningunni verða einnig sýndar jeppa- og útivistatengdar vörur frá Unbroken, Garminbúðinni og Hafsport.“