Allar líkur á að meira verði um aftakaveður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 12:25 Rauðar, appelsínugular og gular viðvaranir hafa verið tíðar í febrúar. vísir/vilhelm Nauðsynlegt er að búa fólk undir breyttan heim þar sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa nú þegar haft óafturkræfar afleiðingar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Tengiliður Íslands við nefndina segir allar líkur á því að aftakaveður verði algengara hér á landi og að nauðsynlegt sé að grípa til aðlögunaraðgerða. Önnur af sex skýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom út í dag en í henni er fjallað um afleiðingar breytinganna og til hvaða úrræða megi grípa til að aðlagast þeim. Hér er ekki verið að tala um aðgerðir sem beinast að því að draga úr útblæstri heldur þær sem felast í því að búa samfélög undir óumflýjanlegar breytingar. Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands og jafnframt tengiliður Íslands við nefndina segir skýrsluna sýna ótvírætt fram á að loftslagsbreytingar af mannavöldum ógni velferð fólks. „Ef frekari seinkun verður á samhentum aðgerðum á heimsvísu geta tækifæri glatast til þess að skapa lífvænlegri og sjálfbærari framtíð.“ Breytingarnar hafi nú þegar valdið víðtækum og neikvæðum áhrifum. Viðkvæm vistkerfi og samfélög sem höllustum fæti standa hafi þar orðið verst úti. Í skýrslunni er vísað til sífellt algengari atburða á borð við aftakahita, þurrka, flóða og skógarelda. Undanfarin ár hafa skógareldar herjað á íbúa Kaliforníu á hverju sumri.Vísir/AP Anna Hulda segir ýmis merki um þetta á Íslandi. „Það eru meiri öfgar í veðri. Fáum meiri rigningu á styttir tíma. Það hlýnar á Íslandi, sem mörgum finnst kannski ekkert mjög slæmt fyrir okkur, en svo hefur þetta áhrif á hafið í kringum Ísland. Það súrnar hraðar hér en víðs vegar annars staðar á hnettinum og það hefur ýmsar afleiðingar sem erfitt er að spá fyrir um. Sjávarstaðan hækkar eftir því sem jöklarnir bráðna. Og svo eru til dæmis þurrkar, samhliða því að við getum verið að sjá öfgarigningu á stuttum tíma getum við verið að sjá þurrka eins og síðasta sumar. Og þá getum við jafnvel verið að sjá gróðurelda sem hafa verið að gerast í auknum mæli á Íslandi.“ Þetta sé hluti af þróun sem haldi áfram. „Það eru allar líkur á því að við munum halda áfram að sjá svona aftakaveður og að það muni færast í aukana. “ Stjórnvöld unnu svokallaða hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum í fyrra og Anna Hulda segir að nú þurfi að fylgja henni eftir. „Ég myndi segja að það mikilvægasta sé að fara í að útbúa aðgerðaáætlun um aðlögun á Íslandi sem mun byggja á stefnunni sem kom úr 2021,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður á Veðurstofu Íslands. Tengd skjöl IPCC_Februar2022_FrettatilkynningPDF543KBSækja skjal Loftslagsmál Veður Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Önnur af sex skýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom út í dag en í henni er fjallað um afleiðingar breytinganna og til hvaða úrræða megi grípa til að aðlagast þeim. Hér er ekki verið að tala um aðgerðir sem beinast að því að draga úr útblæstri heldur þær sem felast í því að búa samfélög undir óumflýjanlegar breytingar. Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands og jafnframt tengiliður Íslands við nefndina segir skýrsluna sýna ótvírætt fram á að loftslagsbreytingar af mannavöldum ógni velferð fólks. „Ef frekari seinkun verður á samhentum aðgerðum á heimsvísu geta tækifæri glatast til þess að skapa lífvænlegri og sjálfbærari framtíð.“ Breytingarnar hafi nú þegar valdið víðtækum og neikvæðum áhrifum. Viðkvæm vistkerfi og samfélög sem höllustum fæti standa hafi þar orðið verst úti. Í skýrslunni er vísað til sífellt algengari atburða á borð við aftakahita, þurrka, flóða og skógarelda. Undanfarin ár hafa skógareldar herjað á íbúa Kaliforníu á hverju sumri.Vísir/AP Anna Hulda segir ýmis merki um þetta á Íslandi. „Það eru meiri öfgar í veðri. Fáum meiri rigningu á styttir tíma. Það hlýnar á Íslandi, sem mörgum finnst kannski ekkert mjög slæmt fyrir okkur, en svo hefur þetta áhrif á hafið í kringum Ísland. Það súrnar hraðar hér en víðs vegar annars staðar á hnettinum og það hefur ýmsar afleiðingar sem erfitt er að spá fyrir um. Sjávarstaðan hækkar eftir því sem jöklarnir bráðna. Og svo eru til dæmis þurrkar, samhliða því að við getum verið að sjá öfgarigningu á stuttum tíma getum við verið að sjá þurrka eins og síðasta sumar. Og þá getum við jafnvel verið að sjá gróðurelda sem hafa verið að gerast í auknum mæli á Íslandi.“ Þetta sé hluti af þróun sem haldi áfram. „Það eru allar líkur á því að við munum halda áfram að sjá svona aftakaveður og að það muni færast í aukana. “ Stjórnvöld unnu svokallaða hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum í fyrra og Anna Hulda segir að nú þurfi að fylgja henni eftir. „Ég myndi segja að það mikilvægasta sé að fara í að útbúa aðgerðaáætlun um aðlögun á Íslandi sem mun byggja á stefnunni sem kom úr 2021,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður á Veðurstofu Íslands. Tengd skjöl IPCC_Februar2022_FrettatilkynningPDF543KBSækja skjal
Loftslagsmál Veður Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira