Áður mátti finna nokkrar tegundir af vodka í versluninni, meðal annars Smirnoff og Imperia. Í tilkynningunni segir að þær vörutegundir hafi verið teknar úr sölu en Smirnoff-vodkinn hafi sérstaklega verið vinsæll.
Athygli vekur að Smirnoff-vodkinn er ekki rússneskur og hefur ekki verið í langan tíma, þótt hann sé að uppruna rússneskur. Smirnoff er í eigu breska fyrirtækisins Diageo og framleitt í Bandaríkjunum.
Ákvörðunin um að fjarlægja vörurnar úr sölu er tekin í þeim tilgangi að mótmæla tilefnislausri innrás rússneskra hersins inn í Úkraínu. Áfram verður boðið upp á rúmlega 20 vörutegundir af vodka frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Lettlandi og Íslandi og á næstu dögum verða fleiri tegundir kynntar til sögunnar.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforsjóri ÁTVR, segir málið sömuleiðis til skoðunar hjá ÁTVR. Mögulega fáist niðurstaða í dag. Hún sagði í samtali við Mbl.is í gær að ákvörðunin lægi hjá ráðherra. Til skoðunar væri hvort lagaheimild færi fyrir slíkri ákvörðun.
Fréttin hefur verið uppfærð.