Ástæða fyrir því að Íslendingum standi enn ein tegund af rússneskum vodka er sú, að ekki er heimilt að slíta einhliða samningum við vínbirgja, að því er fram kemur í tilkynningu frá ÁTVR. Samþykki birgjans Beluga Noble liggur ekki fyrir og situr vínbúðin því uppi með þann vodka.
Áfengiseinkasölur á Norðurlöndum hafa víða hætt sölu á rússnesku áfengi vegna innrásarinnar. Þar má meðal annars nefna Finnland og Svíþjóð. Þá hefur Nýja Vínbúðin, vefverslun með áfengi, einnig tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Sú ákvörðun var tekin í þeim tilgangi að mótmæla tilefnislausri innrás rússneska hersins inn í Úkraínu.