Mjólkurvinnslan Arna sýnir að ekki þarf allt að vera í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 2. mars 2022 22:02 Hálfdán Óskarsson er framkvæmdastjóri Örnu í Bolungarvík Arnar Halldórsson Mjólkurvinnslan Arna hefur á einum áratug vaxið upp í það að verða næststærsta fyrirtæki Bolungarvíkur, með yfir fjörutíu manns í vinnu. Stofnandinn segir þetta sýna að það þurfi ekki allt að vera í Reykjavík, það sé vel hægt að byggja upp öflugt fyrirtæki úti á landi. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að það sem réði úrslitum um það að Hálfdán Óskarsson valdi Bolungarvík undir mjólkurstöðina var að þar var veglegt fiskvinnsluhús á lausu. Staðsetning fjarri aðalmarkaðnum í borginni hræddi ekki. „Flutningskostnaðurinn náttúrlega mun hærri hjá okkur heldur en ef við værum í Reykjavík. En það kemur bara margt annað á móti,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu. „Við erum fyrirtæki hérna í litlu samfélagi og ég held að Bolvíkingar séu nú nokkuð stoltir af fyrirtækinu,“ segir Hálfdán. Meðal 42 starfsmanna er Bolvíkingurinn Guðlaug Brynhildur Árnadóttir en hún var í hópi þeirra sem misstu vinnuna þegar rækjuvinnsla í húsinu fór á hausinn. Guðlaug Brynhildur Árnadóttir er gæðastjóri Örnu.Arnar Halldórsson „Og ég var atvinnulaus og þurfti að fara að sækja vinnu á Ísafjörð. Var þar í fimm ár. Svo þegar þetta fyrirtæki kom þá færði ég mig hérna yfir. Og það er bara gott að vera hérna í bænum með vinnu,“ segir Guðlaug, sem er gæðastjóri Örnu. Frá upphafi var mörkuð sú sérstaða að framleiða laktósafríar mjólkurvörur. „Ég held að við höfum líka náð að sýna það að, ef þú hefur áhuga á að stofna fyrirtæki, þá þarftu ekki endilega að gera það í Reykjavík. Þú getur alveg gert það úti á landi og náð bara að byggja upp öflugt fyrirtæki. Þannig að við erum bara mjög stolt af því að vera hérna í Bolungarvík og komum til með að vera hér áfram,“ segir Hálfdán. Frá Bolungarvík.Skjáskot/Stöð 2 En drekka allir í Bolungarvík bara mjólk frá þessu fyrirtæki? „Já, hún er best,“ svarar Guðlaug. -Þýðir þá ekkert að koma með annarskonar mjólk inn í bæinn? „Nei, nei, nei. Þegar koma gestir og ef þeir koma með hina mjólkina – sem við framleiðum ekki – þá mega þeir ekki einu sinni setja hana í ísskápinn hjá mér,“ segir Guðlaug og hlær. Nánar verður fjallað um mjólkurvinnsluna Örnu í þættinum Um land allt á Stöð 2 næstkomandi mánudag, sem er sá seinni af tveimur um Bolungarvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Bolungarvík Matvælaframleiðsla Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Segist finna til ábyrgðar að stýra stærsta fyrirtæki sjávarbyggðar Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason hefur byggt upp stærsta atvinnufyrirtæki Bolungarvíkur á undanförnum árum með milljarða fjárfestingum í útgerð og fiskvinnslu. Hann segist finna til ábyrgðarinnar og sé ekki á leiðinni í burtu með kvótann. 28. febrúar 2022 23:10 Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21 Kaupa fjögur tonn af berjum af harðduglegum Vestfirðingum Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík ætlar að kaupa alls fjögur tonn af bláberjum í haust, sem Vestfirðingar hafa keppst við að tína. Sá afkastamesti hefur mætt með um 150 kíló af berjum í hvert sinn sem móttakan er opin. 17. september 2021 07:00 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að það sem réði úrslitum um það að Hálfdán Óskarsson valdi Bolungarvík undir mjólkurstöðina var að þar var veglegt fiskvinnsluhús á lausu. Staðsetning fjarri aðalmarkaðnum í borginni hræddi ekki. „Flutningskostnaðurinn náttúrlega mun hærri hjá okkur heldur en ef við værum í Reykjavík. En það kemur bara margt annað á móti,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu. „Við erum fyrirtæki hérna í litlu samfélagi og ég held að Bolvíkingar séu nú nokkuð stoltir af fyrirtækinu,“ segir Hálfdán. Meðal 42 starfsmanna er Bolvíkingurinn Guðlaug Brynhildur Árnadóttir en hún var í hópi þeirra sem misstu vinnuna þegar rækjuvinnsla í húsinu fór á hausinn. Guðlaug Brynhildur Árnadóttir er gæðastjóri Örnu.Arnar Halldórsson „Og ég var atvinnulaus og þurfti að fara að sækja vinnu á Ísafjörð. Var þar í fimm ár. Svo þegar þetta fyrirtæki kom þá færði ég mig hérna yfir. Og það er bara gott að vera hérna í bænum með vinnu,“ segir Guðlaug, sem er gæðastjóri Örnu. Frá upphafi var mörkuð sú sérstaða að framleiða laktósafríar mjólkurvörur. „Ég held að við höfum líka náð að sýna það að, ef þú hefur áhuga á að stofna fyrirtæki, þá þarftu ekki endilega að gera það í Reykjavík. Þú getur alveg gert það úti á landi og náð bara að byggja upp öflugt fyrirtæki. Þannig að við erum bara mjög stolt af því að vera hérna í Bolungarvík og komum til með að vera hér áfram,“ segir Hálfdán. Frá Bolungarvík.Skjáskot/Stöð 2 En drekka allir í Bolungarvík bara mjólk frá þessu fyrirtæki? „Já, hún er best,“ svarar Guðlaug. -Þýðir þá ekkert að koma með annarskonar mjólk inn í bæinn? „Nei, nei, nei. Þegar koma gestir og ef þeir koma með hina mjólkina – sem við framleiðum ekki – þá mega þeir ekki einu sinni setja hana í ísskápinn hjá mér,“ segir Guðlaug og hlær. Nánar verður fjallað um mjólkurvinnsluna Örnu í þættinum Um land allt á Stöð 2 næstkomandi mánudag, sem er sá seinni af tveimur um Bolungarvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Bolungarvík Matvælaframleiðsla Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Segist finna til ábyrgðar að stýra stærsta fyrirtæki sjávarbyggðar Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason hefur byggt upp stærsta atvinnufyrirtæki Bolungarvíkur á undanförnum árum með milljarða fjárfestingum í útgerð og fiskvinnslu. Hann segist finna til ábyrgðarinnar og sé ekki á leiðinni í burtu með kvótann. 28. febrúar 2022 23:10 Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21 Kaupa fjögur tonn af berjum af harðduglegum Vestfirðingum Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík ætlar að kaupa alls fjögur tonn af bláberjum í haust, sem Vestfirðingar hafa keppst við að tína. Sá afkastamesti hefur mætt með um 150 kíló af berjum í hvert sinn sem móttakan er opin. 17. september 2021 07:00 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22
Segist finna til ábyrgðar að stýra stærsta fyrirtæki sjávarbyggðar Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason hefur byggt upp stærsta atvinnufyrirtæki Bolungarvíkur á undanförnum árum með milljarða fjárfestingum í útgerð og fiskvinnslu. Hann segist finna til ábyrgðarinnar og sé ekki á leiðinni í burtu með kvótann. 28. febrúar 2022 23:10
Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21
Kaupa fjögur tonn af berjum af harðduglegum Vestfirðingum Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík ætlar að kaupa alls fjögur tonn af bláberjum í haust, sem Vestfirðingar hafa keppst við að tína. Sá afkastamesti hefur mætt með um 150 kíló af berjum í hvert sinn sem móttakan er opin. 17. september 2021 07:00