Mikilvægt að eiga heiðarleg samskipti um dauðann Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. mars 2022 14:15 Rósa Kristjánsdóttir djákni og hjúkrunarfræðingur er nýjasti gestur Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Vísir/Vilhelm „Maður er forréttindamanneskja að fá að vera í þessu starfi. Að fá að vera í þessu hlutverki og fá að sitja með þessu fólki,“ segir Rósa Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur og djákni á Landspítalanum. Rósa hefur áratuga reynslu af sálgæslu og að styðja við fólk á erfiðum tímum í lífi þeirra, þar á meðal einstaklingum sem greinast með krabbamein. Rósa hefur starfað í heilbrigðiskerfinu frá árinu 1974 og sem djákni frá árinu 1995. Hún var einnig einn stofnanda Dauðakaffisins. Í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein ræðir Rósa við Sigríði Þóru um mikilvægi þess að ræða um dauðann og hennar reynslu sem djákni. „Það þarf að vera traust á milli okkar, starfsfólksins á pítalanum, og fjölskyldunnar. Það þarf að vera leyfi til að spyrja allra spurninganna. Við svörum því sem við getum en við erum líka fólk til að segja „Ég veit það ekki“ og óvissan er nátturúlega fólgin í því.“ Rósa segir að í því felist öryggi, sem er mikilvægt þegar fólk er í svona erfiðum aðstæðum. Nauðsynlegt að ræða lífslokin „Allar tilfinningar eru svo eðlilegar og þurfa að fá að hafa sinn framgang þegar við erum á ákveðnum stöðum í lífinu,“ segir Rósa um það að margir upplifa reiði eftir svona áfall eins og krabbameinsgreiningu. Það sé þó mikilvægt að leyfa reiðinni ekki að grassera líkt og arfa í garði. „Það er oft sagt að fólk sé biturt og reitt og það er full ástæða til að virða það. En það er ótrúlega mikilvægt, ef fólk vill reyna að vinna úr því, að vera ekki þar.“ En er dauðinn tabú? Rósa hvetur fólk til þess að eiga heiðarleg og opin samskipti við fólkið í kringum sig um lífslokin, börn sem fullorðna, hvort sem fólk glímir við alvarlega sjúkdóma eða ekki. „Maður er opinn og heiðarlegur og talar um dauðann við börnin, gefur þeim færi á að vera með“ útskýrir Rósa. „Heiðarleg og opin samskipti eru í mínum huga það er það sem í öllu þessu þarf að gera. Á milli hjóna sem eru á þessum stað, þar sem að annar aðillinn er að deyja.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og á öllum helstu efnisveitum. Krafts hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein kemur út á föstudögum á Lífinu á Vísi. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Er dauðinn tabú? Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir „Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni“ Ástríðufulli íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með ólæknandi sortuæxli og deilir sögu sinni í nýjasta Krafts hlaðvarpsþættinum af Fokk ég er með krabbamein. 18. febrúar 2022 17:56 Á andhormónum daglega næstu tólf ár: „Þetta er langhlaup“ „Ég greindist með brjóstakrabbamein í febrúar 2019, þá 35 ára gömul. Ég þurfti bara að taka allan pakkann. Ég fór í skurðaðgerð, svo fór ég í lyfjameðferð og svo geisla.“ 17. febrúar 2022 20:54 Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ 4. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Rósa hefur starfað í heilbrigðiskerfinu frá árinu 1974 og sem djákni frá árinu 1995. Hún var einnig einn stofnanda Dauðakaffisins. Í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein ræðir Rósa við Sigríði Þóru um mikilvægi þess að ræða um dauðann og hennar reynslu sem djákni. „Það þarf að vera traust á milli okkar, starfsfólksins á pítalanum, og fjölskyldunnar. Það þarf að vera leyfi til að spyrja allra spurninganna. Við svörum því sem við getum en við erum líka fólk til að segja „Ég veit það ekki“ og óvissan er nátturúlega fólgin í því.“ Rósa segir að í því felist öryggi, sem er mikilvægt þegar fólk er í svona erfiðum aðstæðum. Nauðsynlegt að ræða lífslokin „Allar tilfinningar eru svo eðlilegar og þurfa að fá að hafa sinn framgang þegar við erum á ákveðnum stöðum í lífinu,“ segir Rósa um það að margir upplifa reiði eftir svona áfall eins og krabbameinsgreiningu. Það sé þó mikilvægt að leyfa reiðinni ekki að grassera líkt og arfa í garði. „Það er oft sagt að fólk sé biturt og reitt og það er full ástæða til að virða það. En það er ótrúlega mikilvægt, ef fólk vill reyna að vinna úr því, að vera ekki þar.“ En er dauðinn tabú? Rósa hvetur fólk til þess að eiga heiðarleg og opin samskipti við fólkið í kringum sig um lífslokin, börn sem fullorðna, hvort sem fólk glímir við alvarlega sjúkdóma eða ekki. „Maður er opinn og heiðarlegur og talar um dauðann við börnin, gefur þeim færi á að vera með“ útskýrir Rósa. „Heiðarleg og opin samskipti eru í mínum huga það er það sem í öllu þessu þarf að gera. Á milli hjóna sem eru á þessum stað, þar sem að annar aðillinn er að deyja.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og á öllum helstu efnisveitum. Krafts hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein kemur út á föstudögum á Lífinu á Vísi. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Er dauðinn tabú?
Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir „Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni“ Ástríðufulli íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með ólæknandi sortuæxli og deilir sögu sinni í nýjasta Krafts hlaðvarpsþættinum af Fokk ég er með krabbamein. 18. febrúar 2022 17:56 Á andhormónum daglega næstu tólf ár: „Þetta er langhlaup“ „Ég greindist með brjóstakrabbamein í febrúar 2019, þá 35 ára gömul. Ég þurfti bara að taka allan pakkann. Ég fór í skurðaðgerð, svo fór ég í lyfjameðferð og svo geisla.“ 17. febrúar 2022 20:54 Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ 4. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
„Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni“ Ástríðufulli íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með ólæknandi sortuæxli og deilir sögu sinni í nýjasta Krafts hlaðvarpsþættinum af Fokk ég er með krabbamein. 18. febrúar 2022 17:56
Á andhormónum daglega næstu tólf ár: „Þetta er langhlaup“ „Ég greindist með brjóstakrabbamein í febrúar 2019, þá 35 ára gömul. Ég þurfti bara að taka allan pakkann. Ég fór í skurðaðgerð, svo fór ég í lyfjameðferð og svo geisla.“ 17. febrúar 2022 20:54
Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ 4. febrúar 2022 17:01