Listi Vinstri grænna í Fjarðabyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur í dag með lófataki á félagsfundi VG á Austurlandi fyrir hádegi í dag, að viðstaddri Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna.
Anna Margrét Arnarsdóttir í Neskaupstað er oddviti en á eftir henni á lista eru tvær aðrar Önnur. Þær Anna Berg Samúelsdóttir í öðru sæti og í því þriðja Anna Sigrún Jóhönnudóttir, báðar frá Reyðarfirði.
Styrmir Ingi Stefánsson frá Reyðarfirði er eini karlinn á listanum og skipar hann 14. sætið.
„Framboð VG er mjög mikilvægt fyrir Fjarðabyggð því hér þarf að koma ákveðnum málefnum inn í umræðuna, sem hafa ekki verið áberandi hingað til. Málefni eins og umhverfisvernd, kvenfrelsi, jafnréttisbarátta hinsegin samfélagsins og fjölskyldumál,” sagði oddvitinn á opnum fundi um sveitarstjórnarmálin var haldinn eftir að listinn var samþykktur.
Listi Vinstri grænna í Fjarðabyggð:
- Anna Margrét Arnarsdóttir Neskaupstað háskólanemi
- Anna Berg Samúelsdóttir Reyðarfirði náttúru- og landfræðingur
- Anna Sigrún Jóhönnudóttir Reyðarfirði öryrki
- Helga Björt Jóhannsdóttir Neskaupstað framhaldsskólanemi
- Guðrún Tinna Steinþórsdóttir Stöðvarfirði hjúkrunarfræðingur
- Steinunn Dagmar Björgvinsdóttir Reyðarfirði framleiðslustarfsmaður
- Þórunn Björg Halldórsdóttir Neskaupstað verkefnastjóri
- Helga Guðmundsdóttir Snædal Reyðarfirði viðskiptafræðingur
- Marta Zielinska Reyðarfirði leiðtogi framleiðslu
- Auður Hermannsdóttir Breiðdalsvík kaffihúseigandi
- Ingibjörg Þórðardóttir Neskaupstað framhaldsskólakennari
- Guðlaug Björgvinsdóttir Reyðarfirði BA í félagsvísindum
- Fanney Kristjánsdóttir Neskaupstað leik- og grunnskólakennari
- Styrmir Ingi Stefánsson Reyðarfirði íþróttafræðingur
- Kristín Inga Stefánsdóttir Eskifirði/Reyðarfirði framleiðslustarfsmaður
- Selma Kahriman Mesetovic Fáskrúðsfirði skrifstofustarfsmaður
- Hrönn Hilmarsdóttir Neskaupstað hjúkrunarfræðingur og ljósmóðuremi
- Þóra Þórðardóttir Neskaupstað eldri borgari