Á sjötta tug flóttamanna kominn til landsins og búist við 1000 til 1500 í heildina Árni Sæberg skrifar 5. mars 2022 16:37 Olga Hrytsajenko (t.v.) og Olga Vygovska (t.h.) og börn þeirra Nikita, Tima og Stefaniu eru meðal þeirra 56 flóttamanna sem komir eru hingfað til lands frá Úkraínu. Vísir/Egill Á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá innrás Rússa í Úkraínu hafa 56 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd hér á landi. Landamærasvið ríkislögreglustjóra býr sig undir komu um eitt þúsund til fimmtán hundruð flóttamanna. Þetta segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Hann segir um tvo þriðju hluta flóttamannanna frá Úkraínu hafa fengið húsaskjól hjá vinum og ættingjum sem þegar eru hér á landi. Aðrir fá aðstoð Útlendingastofnunar við að finna húsnæði. Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir þá sem þegar hafa flúið Úkraínu flesta fara til ættingja og vina sem þegar búi í Evrópu utan Úkraínu. Hann varar þó við að staðan gæti flækst þegar fleiri flóttamenn streyma frá Úkraínu. Megi segja sem svo að landamærin séu opin Jón Pétur segir að virkjun 44. greinar útlendingalaga þýði að landamæri Íslands séu opnari en ella Úkraínumönnum. Forsætisráðherra sagði í gær að virkjunin þýddi að landamærin væru galopin. Jón Pétur segir þó að virkjunin hafi ekki jafnmikil áhrif og virðist í fyrstu sín. Langflestir flóttamenn komi frá löndum innan Schengen-svæðisins og því fari þeir ekki í gegnum strangt landamæraeftirlit hvort sem er. Enda er ekkert áætlunarflug frá Úkraínu. Nokkur dæmi séu þó um að fólk komi frá Bretlandi og þá hafi 44. grein áhrif enda eru Bretar ekki í Schengen. Þá feli breytingin í sér ákveðna einföldun á kerfinu, til að mynda dugar flóttamönnum frá Úkraínu að framvísa kennitöluvottorðum en ekki lífkennavegabréfi líkt og áður. „Tilgangurinn er náttúrulega að auðvelda fólki að flýja erfiðar aðstæður sem eru þarna og komast í öruggt skjól. Við tökum fullan þátt í því,“ segir Jón Pétur. Erfitt að ráða í heildarfjöldann Jón Pétur segir erfitt að áætla hversu margir flóttamenn muni koma hingað til lands frá Úkraínu í heildina. „Við höfum áætlað að þetta kunni að vera milli þúsund og fimmtán hundruð einstaklingar sem koma til Íslands á næstu vikum og mánuðum. Það er það sem við erum að horfa til, hvort það rætist er auðvitað erfitt að spá,“ segir hann. „Við, eins og aðrar þjóðir, stöndum frammi fyrir miklum áskorunum og við þurfum náttúrulega að finna leiðir til að mæta þeim. Ekki bara viðbragðskerfið heldur við sem þjóð sem heild. Eins og aðrar þjóðir í Evrópu,“ segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, að lokum. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þetta segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Hann segir um tvo þriðju hluta flóttamannanna frá Úkraínu hafa fengið húsaskjól hjá vinum og ættingjum sem þegar eru hér á landi. Aðrir fá aðstoð Útlendingastofnunar við að finna húsnæði. Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir þá sem þegar hafa flúið Úkraínu flesta fara til ættingja og vina sem þegar búi í Evrópu utan Úkraínu. Hann varar þó við að staðan gæti flækst þegar fleiri flóttamenn streyma frá Úkraínu. Megi segja sem svo að landamærin séu opin Jón Pétur segir að virkjun 44. greinar útlendingalaga þýði að landamæri Íslands séu opnari en ella Úkraínumönnum. Forsætisráðherra sagði í gær að virkjunin þýddi að landamærin væru galopin. Jón Pétur segir þó að virkjunin hafi ekki jafnmikil áhrif og virðist í fyrstu sín. Langflestir flóttamenn komi frá löndum innan Schengen-svæðisins og því fari þeir ekki í gegnum strangt landamæraeftirlit hvort sem er. Enda er ekkert áætlunarflug frá Úkraínu. Nokkur dæmi séu þó um að fólk komi frá Bretlandi og þá hafi 44. grein áhrif enda eru Bretar ekki í Schengen. Þá feli breytingin í sér ákveðna einföldun á kerfinu, til að mynda dugar flóttamönnum frá Úkraínu að framvísa kennitöluvottorðum en ekki lífkennavegabréfi líkt og áður. „Tilgangurinn er náttúrulega að auðvelda fólki að flýja erfiðar aðstæður sem eru þarna og komast í öruggt skjól. Við tökum fullan þátt í því,“ segir Jón Pétur. Erfitt að ráða í heildarfjöldann Jón Pétur segir erfitt að áætla hversu margir flóttamenn muni koma hingað til lands frá Úkraínu í heildina. „Við höfum áætlað að þetta kunni að vera milli þúsund og fimmtán hundruð einstaklingar sem koma til Íslands á næstu vikum og mánuðum. Það er það sem við erum að horfa til, hvort það rætist er auðvitað erfitt að spá,“ segir hann. „Við, eins og aðrar þjóðir, stöndum frammi fyrir miklum áskorunum og við þurfum náttúrulega að finna leiðir til að mæta þeim. Ekki bara viðbragðskerfið heldur við sem þjóð sem heild. Eins og aðrar þjóðir í Evrópu,“ segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, að lokum.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira