Á sjötta tug flóttamanna kominn til landsins og búist við 1000 til 1500 í heildina Árni Sæberg skrifar 5. mars 2022 16:37 Olga Hrytsajenko (t.v.) og Olga Vygovska (t.h.) og börn þeirra Nikita, Tima og Stefaniu eru meðal þeirra 56 flóttamanna sem komir eru hingfað til lands frá Úkraínu. Vísir/Egill Á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá innrás Rússa í Úkraínu hafa 56 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd hér á landi. Landamærasvið ríkislögreglustjóra býr sig undir komu um eitt þúsund til fimmtán hundruð flóttamanna. Þetta segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Hann segir um tvo þriðju hluta flóttamannanna frá Úkraínu hafa fengið húsaskjól hjá vinum og ættingjum sem þegar eru hér á landi. Aðrir fá aðstoð Útlendingastofnunar við að finna húsnæði. Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir þá sem þegar hafa flúið Úkraínu flesta fara til ættingja og vina sem þegar búi í Evrópu utan Úkraínu. Hann varar þó við að staðan gæti flækst þegar fleiri flóttamenn streyma frá Úkraínu. Megi segja sem svo að landamærin séu opin Jón Pétur segir að virkjun 44. greinar útlendingalaga þýði að landamæri Íslands séu opnari en ella Úkraínumönnum. Forsætisráðherra sagði í gær að virkjunin þýddi að landamærin væru galopin. Jón Pétur segir þó að virkjunin hafi ekki jafnmikil áhrif og virðist í fyrstu sín. Langflestir flóttamenn komi frá löndum innan Schengen-svæðisins og því fari þeir ekki í gegnum strangt landamæraeftirlit hvort sem er. Enda er ekkert áætlunarflug frá Úkraínu. Nokkur dæmi séu þó um að fólk komi frá Bretlandi og þá hafi 44. grein áhrif enda eru Bretar ekki í Schengen. Þá feli breytingin í sér ákveðna einföldun á kerfinu, til að mynda dugar flóttamönnum frá Úkraínu að framvísa kennitöluvottorðum en ekki lífkennavegabréfi líkt og áður. „Tilgangurinn er náttúrulega að auðvelda fólki að flýja erfiðar aðstæður sem eru þarna og komast í öruggt skjól. Við tökum fullan þátt í því,“ segir Jón Pétur. Erfitt að ráða í heildarfjöldann Jón Pétur segir erfitt að áætla hversu margir flóttamenn muni koma hingað til lands frá Úkraínu í heildina. „Við höfum áætlað að þetta kunni að vera milli þúsund og fimmtán hundruð einstaklingar sem koma til Íslands á næstu vikum og mánuðum. Það er það sem við erum að horfa til, hvort það rætist er auðvitað erfitt að spá,“ segir hann. „Við, eins og aðrar þjóðir, stöndum frammi fyrir miklum áskorunum og við þurfum náttúrulega að finna leiðir til að mæta þeim. Ekki bara viðbragðskerfið heldur við sem þjóð sem heild. Eins og aðrar þjóðir í Evrópu,“ segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, að lokum. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Þetta segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Hann segir um tvo þriðju hluta flóttamannanna frá Úkraínu hafa fengið húsaskjól hjá vinum og ættingjum sem þegar eru hér á landi. Aðrir fá aðstoð Útlendingastofnunar við að finna húsnæði. Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir þá sem þegar hafa flúið Úkraínu flesta fara til ættingja og vina sem þegar búi í Evrópu utan Úkraínu. Hann varar þó við að staðan gæti flækst þegar fleiri flóttamenn streyma frá Úkraínu. Megi segja sem svo að landamærin séu opin Jón Pétur segir að virkjun 44. greinar útlendingalaga þýði að landamæri Íslands séu opnari en ella Úkraínumönnum. Forsætisráðherra sagði í gær að virkjunin þýddi að landamærin væru galopin. Jón Pétur segir þó að virkjunin hafi ekki jafnmikil áhrif og virðist í fyrstu sín. Langflestir flóttamenn komi frá löndum innan Schengen-svæðisins og því fari þeir ekki í gegnum strangt landamæraeftirlit hvort sem er. Enda er ekkert áætlunarflug frá Úkraínu. Nokkur dæmi séu þó um að fólk komi frá Bretlandi og þá hafi 44. grein áhrif enda eru Bretar ekki í Schengen. Þá feli breytingin í sér ákveðna einföldun á kerfinu, til að mynda dugar flóttamönnum frá Úkraínu að framvísa kennitöluvottorðum en ekki lífkennavegabréfi líkt og áður. „Tilgangurinn er náttúrulega að auðvelda fólki að flýja erfiðar aðstæður sem eru þarna og komast í öruggt skjól. Við tökum fullan þátt í því,“ segir Jón Pétur. Erfitt að ráða í heildarfjöldann Jón Pétur segir erfitt að áætla hversu margir flóttamenn muni koma hingað til lands frá Úkraínu í heildina. „Við höfum áætlað að þetta kunni að vera milli þúsund og fimmtán hundruð einstaklingar sem koma til Íslands á næstu vikum og mánuðum. Það er það sem við erum að horfa til, hvort það rætist er auðvitað erfitt að spá,“ segir hann. „Við, eins og aðrar þjóðir, stöndum frammi fyrir miklum áskorunum og við þurfum náttúrulega að finna leiðir til að mæta þeim. Ekki bara viðbragðskerfið heldur við sem þjóð sem heild. Eins og aðrar þjóðir í Evrópu,“ segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, að lokum.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“