Dusty-vélin sveik ekki gegn Kórdrengjum Snorri Rafn Hallsson skrifar 6. mars 2022 15:01 17. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með viðureign Dusty og Kórdrengja. Dusty hafði betur 16–9. Í lokaleik umferðarinnar mættust topplið Dusty og botnlið Kórdrengja. Fyrsta leik liðanna lauk með stórsigri Dusty 16–3. Sú næsta var hnífjöfn og fór 16–14 fyrir Dusty þar sem Kórdrengir áttu stórkostlega endurkomu. Staða liðanna á stigatöflunni segir því ekki allt. Síðustu helgi náði Dusty þeim frábæra árangri að vera fyrsta íslenska liðið til að vinna erlent mót, Epic LAN 35. Dusty mætti því sjóðheitt til leiks í Inferno kortið gegn Kórdrengjum og vann hnífalotuna. Dusty valdi að sjálfsögðu að byrja í vörn (Counter-Terrorists) og Kórdrengir sóttu. Cryths hóf leika fyrir Dusty með tvöfaldri fellu áður en hann féll sjálfur, en aðrir leikmenn liðsins voru fljótir að svara og sópa Kórdrengjum upp. Kórdrengir komust í yfirtölu snemma í næstu lotu en LeFluff sem fór fyrir flugbeittri vörn Dusty gerði sér lítið fyrir og fellda fjóra leikmenn á einu bretti. Eftir stóðu einungis Bjarni og Xenyy en Bjarna rétt tókst að fella Xenyy og aftengja sprengjuna. Kórdrengir náðu oft og tíðum að komast í góða stöðu í upphafi lotanna en Dusty stóðst jafnan pressuna og svaraði um hæl. Fyrsta stig Kórdrengja í leiknum kom í kjölfarið á leifturhraðri sókn í fimmtu lotu. Kokhraustir leikmenn Dusty reyndu að svara heldur illa vopnaðir en Kórdrengir vörðu sprengjunna af miklum krafti en misstu marga menn. Bættu þeir um betur í næstu lotu með þrefaldri fellu frá Blazter og staðan orðin nokkuð jöfn. Dusty vann hins vegar næstu fjórar lotur þar sem Kórdrengir voru blankir en reyndu engu að síður að halda uppi tempóinu. Það sem eftir lifði hálfleiks skiptust liðin á lotum og breyttu efnahagur eða opnanir engu. Loturnar snerust stundum við á örskotsstundu en forskot Dusty var aldrei í hættu. Stórkostlegt var að sjá tilþrifin sem bæði lið buðu upp á og var Xenyy með fjórfalda fellu í tólftu lotu sem Eddezennn lék eftir í þeirri næstu. Staða í hálfleik: Dusty 10 – 5 Kórdrengir Þó fimm stiga munur væri á liðunum þegar komið var inn í síðari hálfleik var ljóst að Kórdrengir töldu leiknum hvergi nærri lokið. Voru Kórdrengir líflegir framan af og þegar Dusty sótti á B svæðið í fyrstu lotunni var Blazter höfðinu hærri en allir hinir og nældi sér í ás með USP-unni. Dusty vann þriðju lotuna í spari en Kórdrengir pökkuðu þeim saman í næstu tveimur. Xenyy og Hyperactive léku vel saman og voru virkilega sannfærandi og ekki hjálpaði þegar Thor felldi liðsfélaga sinn Eddezennn. En þar með var lukka Kórdrengja runnin út. Líkt og er von og vísa frá Dusty voru þeir óstöðvandi undir lok leiksins. Komust Kórdrengir ekki upp með að taka neina áhættu og Dusty héldu sér á tánum og nýttu hvert tækifæri sem gafst til þess að valda skaða. Þó stundum væri mjótt á munum var skriðþungi Dusty slíkur að Kórdrengir áttu engin svör sem virkuðu. Síðustu 5 loturnar fóru því til Dusty og enn einn sigurinn staðreynd. Lokastaða: Dusty 16 – 9 Kórdrengir Úrslit leiksins breyttu engu um stöðu liðanna í deildinni, Dusty eru enn sem áður á toppnum, og Kórdrengir á botninum. Í næstu umferð mætir Dusty Fylki þriðjudaginn 8. mars og sama kvöld taka Kórdrengir á móti Vallea. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Kórdrengir
17. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með viðureign Dusty og Kórdrengja. Dusty hafði betur 16–9. Í lokaleik umferðarinnar mættust topplið Dusty og botnlið Kórdrengja. Fyrsta leik liðanna lauk með stórsigri Dusty 16–3. Sú næsta var hnífjöfn og fór 16–14 fyrir Dusty þar sem Kórdrengir áttu stórkostlega endurkomu. Staða liðanna á stigatöflunni segir því ekki allt. Síðustu helgi náði Dusty þeim frábæra árangri að vera fyrsta íslenska liðið til að vinna erlent mót, Epic LAN 35. Dusty mætti því sjóðheitt til leiks í Inferno kortið gegn Kórdrengjum og vann hnífalotuna. Dusty valdi að sjálfsögðu að byrja í vörn (Counter-Terrorists) og Kórdrengir sóttu. Cryths hóf leika fyrir Dusty með tvöfaldri fellu áður en hann féll sjálfur, en aðrir leikmenn liðsins voru fljótir að svara og sópa Kórdrengjum upp. Kórdrengir komust í yfirtölu snemma í næstu lotu en LeFluff sem fór fyrir flugbeittri vörn Dusty gerði sér lítið fyrir og fellda fjóra leikmenn á einu bretti. Eftir stóðu einungis Bjarni og Xenyy en Bjarna rétt tókst að fella Xenyy og aftengja sprengjuna. Kórdrengir náðu oft og tíðum að komast í góða stöðu í upphafi lotanna en Dusty stóðst jafnan pressuna og svaraði um hæl. Fyrsta stig Kórdrengja í leiknum kom í kjölfarið á leifturhraðri sókn í fimmtu lotu. Kokhraustir leikmenn Dusty reyndu að svara heldur illa vopnaðir en Kórdrengir vörðu sprengjunna af miklum krafti en misstu marga menn. Bættu þeir um betur í næstu lotu með þrefaldri fellu frá Blazter og staðan orðin nokkuð jöfn. Dusty vann hins vegar næstu fjórar lotur þar sem Kórdrengir voru blankir en reyndu engu að síður að halda uppi tempóinu. Það sem eftir lifði hálfleiks skiptust liðin á lotum og breyttu efnahagur eða opnanir engu. Loturnar snerust stundum við á örskotsstundu en forskot Dusty var aldrei í hættu. Stórkostlegt var að sjá tilþrifin sem bæði lið buðu upp á og var Xenyy með fjórfalda fellu í tólftu lotu sem Eddezennn lék eftir í þeirri næstu. Staða í hálfleik: Dusty 10 – 5 Kórdrengir Þó fimm stiga munur væri á liðunum þegar komið var inn í síðari hálfleik var ljóst að Kórdrengir töldu leiknum hvergi nærri lokið. Voru Kórdrengir líflegir framan af og þegar Dusty sótti á B svæðið í fyrstu lotunni var Blazter höfðinu hærri en allir hinir og nældi sér í ás með USP-unni. Dusty vann þriðju lotuna í spari en Kórdrengir pökkuðu þeim saman í næstu tveimur. Xenyy og Hyperactive léku vel saman og voru virkilega sannfærandi og ekki hjálpaði þegar Thor felldi liðsfélaga sinn Eddezennn. En þar með var lukka Kórdrengja runnin út. Líkt og er von og vísa frá Dusty voru þeir óstöðvandi undir lok leiksins. Komust Kórdrengir ekki upp með að taka neina áhættu og Dusty héldu sér á tánum og nýttu hvert tækifæri sem gafst til þess að valda skaða. Þó stundum væri mjótt á munum var skriðþungi Dusty slíkur að Kórdrengir áttu engin svör sem virkuðu. Síðustu 5 loturnar fóru því til Dusty og enn einn sigurinn staðreynd. Lokastaða: Dusty 16 – 9 Kórdrengir Úrslit leiksins breyttu engu um stöðu liðanna í deildinni, Dusty eru enn sem áður á toppnum, og Kórdrengir á botninum. Í næstu umferð mætir Dusty Fylki þriðjudaginn 8. mars og sama kvöld taka Kórdrengir á móti Vallea. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti