„Það má segja að við séum sálufélagar í lífi og list“ Elísabet Hanna skrifar 11. mars 2022 14:31 Rakel Björnsdóttir og Garðar Borgþórsson eru ÞAU. Aðsend Rakel Björk Björnsdóttir og Garðar Borgþórsson eru að gefa út plötuna ÞAU taka Vestfirði í dag en bæði eru þau rokkarar úr Hafnarfirði sem litar samstarfið. Platan inniheldur frumsamin lög við ljóð eftir vestfirsk skáld og hefur djúpar menningarlegar rætur. Rakel er leik- og söngkona hjá Borgarleikhúsinu og hefur nýlega farið með hlutverk Fríðu Hugljúfu í söngleiknum Matthildi og er ungur Bubbi Morthens í söngleiknum Níu Líf. Garðar er gítar- og slagverksleikari og starfar einnig sem hljóðmaður í Borgarleikhúsinu auk þess að hafa samið tónlist fyrir fjölda leiksýninga. Rakel fer á kostum sem ungur Bubbi og Brynja í söngleiknum Níu líf.Aðsend/Grímur Bjarnason. Vinskapur sem varð að ást Hljómsveitin varð til eftir að Rakel og Garðar kynntust í leikhúsinu fyrir þremur árum og fóru fljótlega að prófa sig áfram í að skapa tónlist utan vinnunnar. Flæðið á milli þeirra var náttúrulegt og eins og í mörgum góðum ævintýrum varð vinskapurinn að ást. „Það má segja að við séum sálufélagar í lífi og list og því lá beint við að stofna hljómsveitina ÞAU.“ Segir Rakel um sambandið. Eftir að hljómsveitin fékk styrk til þess að halda tónleikaröð á Vestfjörðum með góðum vini sínum Ingimari Ingimarssyni vatt verkefnið upp á sig og forvitnin leiddi þau áfram. View this post on Instagram A post shared by ÞAU (@thauduet) Þau fóru að kynna sér gömul skáld frá Vestfjörðum og úr varð tólf laga efnisskrá með frumsömdum lögum eftir ÞAU við ljóð vestfirskra skálda. Stefna hljómsveitarinnar er í raun blúsuð, rokkuð og ljúf í senn. Persónulegt líf blandast við listina Aðspurð hvernig það hafi gengið að búa til plötuna saman segir Rakel það hafa verið krefjandi á tímabili þar sem persónulegt líf þeirra blandast saman við listina. Sjálf sáu þau um upptökur og mix á plötunni er Haffi Tempó sá um að mastera plötuna fyrir þau. View this post on Instagram A post shared by ÞAU (@thauduet) „Gaman að segja frá því að vinir okkar og samstarfsfélagar úr leikhúsinu, í Níu líf, koma einnig fram á plötunni. Hjörtur Ingvi Jóhannsson spilar á píanó og Aron Steinn Ásbjarnarson á saxafón,“ bætir Rakel við og er augljóst að mikill vinskapur og sköpunarkraftur ríkir hjá leikurunum í Níu líf. „Leikhópurinn er þéttur og flæðir um í trausti, en sýningin hefur stórt hjarta sem er ein af ástæðunum fyrir því að hún lifði af 18 mánaða hlé vegna covid,“ segir Rakel sem reynir að tileinka sér hluti sem hún hefur lært í sýningunni bæði af samleikurum sínum og Bubba sjálfum eins og að láta vaða og hætta ekki að leita. View this post on Instagram A post shared by Rakel Björk Björnsdóttir (@rakelbjorkb) ÞAU taka Bæjarbíó Í kjölfar útgáfunnar ætla þau að halda tónleika í Bæjarbíó í næsta mánuði þar sem píanóleikarinn Agnar Már Magnússon ætlar að spila með þeim. Tónleikar á Höfuðborgarsvæðinu verða eflaust ekki jafn viðburðaríkir í framkvæmd og tóleikaferðalagið um Vestfirði. Þar gekk ýmislegt á, bílar biluðu og gistingar brugðust. Flæðið á milli þeirra er mjög náttúrulegt.Aðsend „Eftirminnilegasta gistingin var án efa þegar við enduðum í gamla hjólhýsinu sem var notað í kvikmyndinni Brúðguminn sem er orðið virkilega gamalt og lúið. Sem var smá svona rokkstjörnu táfýlutúrs augnablik.“ Menning Tónlist Tengdar fréttir Stjörnulífið: „Löngu orðið tímabært að skella sér út og skála fyrir lífinu“ Katla Njálsdóttir komst áfram í úrslit Söngvakeppninnar. Katla útskrifaðist af listabraut Verzlunarskóla Íslands á síðasta ári og fór svo með aðalhlutverk á móti Króla í söngleiknum Hlið við hlið. 7. mars 2022 10:27 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Rakel er leik- og söngkona hjá Borgarleikhúsinu og hefur nýlega farið með hlutverk Fríðu Hugljúfu í söngleiknum Matthildi og er ungur Bubbi Morthens í söngleiknum Níu Líf. Garðar er gítar- og slagverksleikari og starfar einnig sem hljóðmaður í Borgarleikhúsinu auk þess að hafa samið tónlist fyrir fjölda leiksýninga. Rakel fer á kostum sem ungur Bubbi og Brynja í söngleiknum Níu líf.Aðsend/Grímur Bjarnason. Vinskapur sem varð að ást Hljómsveitin varð til eftir að Rakel og Garðar kynntust í leikhúsinu fyrir þremur árum og fóru fljótlega að prófa sig áfram í að skapa tónlist utan vinnunnar. Flæðið á milli þeirra var náttúrulegt og eins og í mörgum góðum ævintýrum varð vinskapurinn að ást. „Það má segja að við séum sálufélagar í lífi og list og því lá beint við að stofna hljómsveitina ÞAU.“ Segir Rakel um sambandið. Eftir að hljómsveitin fékk styrk til þess að halda tónleikaröð á Vestfjörðum með góðum vini sínum Ingimari Ingimarssyni vatt verkefnið upp á sig og forvitnin leiddi þau áfram. View this post on Instagram A post shared by ÞAU (@thauduet) Þau fóru að kynna sér gömul skáld frá Vestfjörðum og úr varð tólf laga efnisskrá með frumsömdum lögum eftir ÞAU við ljóð vestfirskra skálda. Stefna hljómsveitarinnar er í raun blúsuð, rokkuð og ljúf í senn. Persónulegt líf blandast við listina Aðspurð hvernig það hafi gengið að búa til plötuna saman segir Rakel það hafa verið krefjandi á tímabili þar sem persónulegt líf þeirra blandast saman við listina. Sjálf sáu þau um upptökur og mix á plötunni er Haffi Tempó sá um að mastera plötuna fyrir þau. View this post on Instagram A post shared by ÞAU (@thauduet) „Gaman að segja frá því að vinir okkar og samstarfsfélagar úr leikhúsinu, í Níu líf, koma einnig fram á plötunni. Hjörtur Ingvi Jóhannsson spilar á píanó og Aron Steinn Ásbjarnarson á saxafón,“ bætir Rakel við og er augljóst að mikill vinskapur og sköpunarkraftur ríkir hjá leikurunum í Níu líf. „Leikhópurinn er þéttur og flæðir um í trausti, en sýningin hefur stórt hjarta sem er ein af ástæðunum fyrir því að hún lifði af 18 mánaða hlé vegna covid,“ segir Rakel sem reynir að tileinka sér hluti sem hún hefur lært í sýningunni bæði af samleikurum sínum og Bubba sjálfum eins og að láta vaða og hætta ekki að leita. View this post on Instagram A post shared by Rakel Björk Björnsdóttir (@rakelbjorkb) ÞAU taka Bæjarbíó Í kjölfar útgáfunnar ætla þau að halda tónleika í Bæjarbíó í næsta mánuði þar sem píanóleikarinn Agnar Már Magnússon ætlar að spila með þeim. Tónleikar á Höfuðborgarsvæðinu verða eflaust ekki jafn viðburðaríkir í framkvæmd og tóleikaferðalagið um Vestfirði. Þar gekk ýmislegt á, bílar biluðu og gistingar brugðust. Flæðið á milli þeirra er mjög náttúrulegt.Aðsend „Eftirminnilegasta gistingin var án efa þegar við enduðum í gamla hjólhýsinu sem var notað í kvikmyndinni Brúðguminn sem er orðið virkilega gamalt og lúið. Sem var smá svona rokkstjörnu táfýlutúrs augnablik.“
Menning Tónlist Tengdar fréttir Stjörnulífið: „Löngu orðið tímabært að skella sér út og skála fyrir lífinu“ Katla Njálsdóttir komst áfram í úrslit Söngvakeppninnar. Katla útskrifaðist af listabraut Verzlunarskóla Íslands á síðasta ári og fór svo með aðalhlutverk á móti Króla í söngleiknum Hlið við hlið. 7. mars 2022 10:27 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Stjörnulífið: „Löngu orðið tímabært að skella sér út og skála fyrir lífinu“ Katla Njálsdóttir komst áfram í úrslit Söngvakeppninnar. Katla útskrifaðist af listabraut Verzlunarskóla Íslands á síðasta ári og fór svo með aðalhlutverk á móti Króla í söngleiknum Hlið við hlið. 7. mars 2022 10:27