Kjalnesingar vilja slíta sig frá Reykjavík á ný Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. mars 2022 21:35 Guðni Ársæll Indriðason, formaður íbúasamtaka Kjalarness, segir borgina hafa vanrækt Kjalarnesið frá því að sveitarfélögin sameinuðust árið 1998. vísir/bjarni Kjalnesingar vilja nú margir slíta sig frá Reykjavíkurborg og annaðhvort endurheimta sjálfstæði sitt eða sameinast sveitarfélagi sem er staðsett nær hverfinu. Krafa er uppi um að fá að kjósa um þetta samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan sveitarfélagið Kjalarneshreppur, sem var og hét, ákvað að sameinast Reykjavík fyrir 24 árum. Nú vilja margir íbúanna endurskoða þessa ákvörðun. „Öll svona uppbygging og alvöruþjónusta miðast mjög mikið við 101 Reykjavík. Þetta bitnar svoldið á okkur hér,“ segir Guðni Ársæll Indriðason, formaður íbúasamtaka Kjalarness. Kjalarnes er stærsta og jafnframt fámennasta hverfi Reykjavíkurborgar en þar búa í dag um þúsund manns. Upplifir sig sem íbúa í einræðisríki Hverfið liggur auðvitað ekki upp við neitt annað hverfi borgarinnar heldur stendur eitt og sér milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps. En upplifa Kjalnesingar sig sem Reykvíkinga? „Fyrir mitt leyti þá upplifi ég mig sem íbúa í einræðisríki með því að búa hér og vera hluti af Reykjavík,“ segir Guðni Ársæll. Íbúafundur var haldinn í hverfinu í gær þar sem afstaðan var nokkuð skýr; íbúar vilja kjósa um það samhliða sveitarstjórnarkosningum hvort þeir verði aftur sjálfstætt sveitarfélag eða sameinist jafnvel frekar Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi. Fólkvangur, þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru, er enn merktur hinu gamla sveitarfélagi Kjalarneshreppi sem var og hét.vísir/bjarni „Á þessum fundi voru um fimmtíu íbúar. Það var einhver sem hafði orð á því að það þyrfti nú töluvert stærra hús til að fá um fimm prósent íbúa úr öðrum hverfum borgarinnar. Og ég held að ég geti fullyrt það að það hafi nánast allir skrifað undir listann í gær sem mættu og mikill hugur í fólki að halda undirskriftasöfnuninni áfram,“ segir Guðni Ársæll. Kjalnesingum þykir borgin þannig vanrækja hverfið algerlega. „Sko athyglin sem Kjalarnesið fær virðist snúast um það að hér megi ekki gera neitt. Það er bara í 101 þar sem má fara fram uppbygging. Það er oft litið svo á að Kjalarnesið gleymist... ég held að þetta sé bara vísvitandi gleymska, því miður,“ segir Guðni Ársæll, sem er allt annað en sáttur með borgarstjórnina. Hérna búa hraustir menn Og fyrir utan gömlu bæjarskrifstofurnar má finna listaverk, þessa vísu eftir Pétur Þórðarson, fyrrverandi sveitarstjóra Kjalarneshrepps, sem stendur á glerskúlptúr þar sem menn horfa í átt til Reykjavíkur. Hún lýsir einmitt viðhorfi margra íbúa: Á Kjalarnesi hvessir enn hvítfyssir á sænum. Hérna búa hraustir menn hinir eru í bænum. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Kjósarhreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan sveitarfélagið Kjalarneshreppur, sem var og hét, ákvað að sameinast Reykjavík fyrir 24 árum. Nú vilja margir íbúanna endurskoða þessa ákvörðun. „Öll svona uppbygging og alvöruþjónusta miðast mjög mikið við 101 Reykjavík. Þetta bitnar svoldið á okkur hér,“ segir Guðni Ársæll Indriðason, formaður íbúasamtaka Kjalarness. Kjalarnes er stærsta og jafnframt fámennasta hverfi Reykjavíkurborgar en þar búa í dag um þúsund manns. Upplifir sig sem íbúa í einræðisríki Hverfið liggur auðvitað ekki upp við neitt annað hverfi borgarinnar heldur stendur eitt og sér milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps. En upplifa Kjalnesingar sig sem Reykvíkinga? „Fyrir mitt leyti þá upplifi ég mig sem íbúa í einræðisríki með því að búa hér og vera hluti af Reykjavík,“ segir Guðni Ársæll. Íbúafundur var haldinn í hverfinu í gær þar sem afstaðan var nokkuð skýr; íbúar vilja kjósa um það samhliða sveitarstjórnarkosningum hvort þeir verði aftur sjálfstætt sveitarfélag eða sameinist jafnvel frekar Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi. Fólkvangur, þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru, er enn merktur hinu gamla sveitarfélagi Kjalarneshreppi sem var og hét.vísir/bjarni „Á þessum fundi voru um fimmtíu íbúar. Það var einhver sem hafði orð á því að það þyrfti nú töluvert stærra hús til að fá um fimm prósent íbúa úr öðrum hverfum borgarinnar. Og ég held að ég geti fullyrt það að það hafi nánast allir skrifað undir listann í gær sem mættu og mikill hugur í fólki að halda undirskriftasöfnuninni áfram,“ segir Guðni Ársæll. Kjalnesingum þykir borgin þannig vanrækja hverfið algerlega. „Sko athyglin sem Kjalarnesið fær virðist snúast um það að hér megi ekki gera neitt. Það er bara í 101 þar sem má fara fram uppbygging. Það er oft litið svo á að Kjalarnesið gleymist... ég held að þetta sé bara vísvitandi gleymska, því miður,“ segir Guðni Ársæll, sem er allt annað en sáttur með borgarstjórnina. Hérna búa hraustir menn Og fyrir utan gömlu bæjarskrifstofurnar má finna listaverk, þessa vísu eftir Pétur Þórðarson, fyrrverandi sveitarstjóra Kjalarneshrepps, sem stendur á glerskúlptúr þar sem menn horfa í átt til Reykjavíkur. Hún lýsir einmitt viðhorfi margra íbúa: Á Kjalarnesi hvessir enn hvítfyssir á sænum. Hérna búa hraustir menn hinir eru í bænum.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Kjósarhreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Sjá meira