Leikur Fylkis og FH í Árbænum í kvöld var hreinn úrslitaleikur milli liðanna um efsta sæti riðilsins. FH-ingar höfðu tíu stig fyrir leikinn, tveimur stigum meira en Fylkir.
Það voru að lokum Hafnfirðingar sem unnu öruggan 2-0 sigur og tryggðu sér um leið efsta sæti riðilsins og sæti í undanúrslitum á sama tíma.
Í hinum leik kvöldsins vann Stjarnan 4-1 sigur gegn Breiðablik í riðli tvö, en þar er baráttan um efsta sæti riðilsins hörð fyrir lokaumferðina. Stjarnan trónir nú á toppnum með tíu stig, einu stigi meira en Blikar og ÍA sem sitja hlið við hlið í öðru og þriðja sæti.
Stjarnan og ÍA mætast í lokaumferðinni á mánudagskvöldið, og á sama tíma mætir Breiðablik KV.