Úrslitin í Söngvakeppninni: Með hækkandi sól framlag Íslands í Tórínó Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. mars 2022 22:15 Systurnar Sigga, Elín og Beta sigruðu Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fór í kvöld, þann 12. mars. Vísir/Hulda Margrét Sigga, Beta og Elín sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr í kvöld með laginu Með hækkandi sól. Þær systur unnu einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö aðilum, hafði helmingsvægi gagnvart símakosningu almennings í fyrri kosningu kvöldsins. Eftir fyrri kosninguna fór lag Reykjavíkurdætra í einvígi við þær Siggu, Betu og Elínu. Í einvíginu gátu áhorfendur aðeins kosið á milli þeirra tveggja laga. Atkvæðin úr fyrri kosningu, frá dómnefnd og símakosningu áhorfenda eru lögð saman og stigahæsta lag kvöldsins varð lag systranna því framlag Íslands í Eurovision á Ítalíu í maí. Í úrslitum í kvöld komu fimm lög til álita: Katla – Þaðan af Amarosis – Don‘t You Know Reykjavíkurdætur – Turn This Around Stefán Óli – Ljósið Sigga, Beta og Elín – Með hækkandi sól Eftir símakosningu og kosningu alþjóðlegu dómnefndarinnar lá niðurstaðan fyrir: annaðhvort Reykjavíkurdætur eða systurnar Sigga, Beta og Elín. Þjóðin fékk þá tækifæri til að kjósa milli laganna tveggja og ekki leið á löngu þar til úrslit lágu fyrir. „Mér líður svo vel ég er að springa, bara takk, takk, takk,“ sagði Beta Eyþórsdóttur við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem var meðal kynna keppninnar. Sigga bætti þá við: „Við erum bara í einhverju sjokki. Sjáðu hverja við vorum að keppa við!“ Systurnar voru virkilega glaðar með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét Mikil spenna hefur verið fyrir keppninni síðustu vikur og þegar fréttastofa náði tali af kynnum keppninnar fyrr í kvöld sögðu þau að það væri búið að líma þakið á höllina; þau bjuggust við því að það myndi lyftast. Allt getur gerst í beinni útsendingu og Björgu Magnúsdóttur, sem var ein kynna, varð á í beinni og missti út úr sér óheppilegan brandara, sem hún síðar baðst afsökunar á. Katla, sem flutti lagið Þaðan af, ræddi föður sinn í innslaginu fyrir flutninginn en hann lést árið 2018. Katla bjó til hálsmen úr giftingarhring föður sinnar, sem hún bar í kvöld:„Ég bjó þetta til, þetta er giftingarhringurinn hans þannig hann er alltaf með,“ sagði hún. Björg svaraði þá á móti: „Hún er að reyna að fá atkvæði út á þetta, nei ég segi svona.“ Björg baðst síðan innilegrar afsökunar stuttu síðar: „Mig langaði bara frá mínum dýpstu hjartarótum að segja afsakið og fyrirgefðu innilega Katla fyrir ósmekklegan brandara sem ég missti út úr mér áðan. Mér finnst það mjög leiðinlegt, að hafa sagt þetta. Þetta getur víst gerst í beinni útsendingu en þá er bara gott að segja fyrirgefðu. Ég er búin að segja það við hana og málinu er lokið.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Veðbankar telja Reykjavíkurdætur sigurstranglegar Framlag Reykjavíkurdætra þykir vænlegast til vinnings í Söngvakeppni sjónvarpsins, ef marka má stuðla veðbanka. Í kvöld kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslendinga í Eurovision. 12. mars 2022 11:12 Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö aðilum, hafði helmingsvægi gagnvart símakosningu almennings í fyrri kosningu kvöldsins. Eftir fyrri kosninguna fór lag Reykjavíkurdætra í einvígi við þær Siggu, Betu og Elínu. Í einvíginu gátu áhorfendur aðeins kosið á milli þeirra tveggja laga. Atkvæðin úr fyrri kosningu, frá dómnefnd og símakosningu áhorfenda eru lögð saman og stigahæsta lag kvöldsins varð lag systranna því framlag Íslands í Eurovision á Ítalíu í maí. Í úrslitum í kvöld komu fimm lög til álita: Katla – Þaðan af Amarosis – Don‘t You Know Reykjavíkurdætur – Turn This Around Stefán Óli – Ljósið Sigga, Beta og Elín – Með hækkandi sól Eftir símakosningu og kosningu alþjóðlegu dómnefndarinnar lá niðurstaðan fyrir: annaðhvort Reykjavíkurdætur eða systurnar Sigga, Beta og Elín. Þjóðin fékk þá tækifæri til að kjósa milli laganna tveggja og ekki leið á löngu þar til úrslit lágu fyrir. „Mér líður svo vel ég er að springa, bara takk, takk, takk,“ sagði Beta Eyþórsdóttur við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem var meðal kynna keppninnar. Sigga bætti þá við: „Við erum bara í einhverju sjokki. Sjáðu hverja við vorum að keppa við!“ Systurnar voru virkilega glaðar með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét Mikil spenna hefur verið fyrir keppninni síðustu vikur og þegar fréttastofa náði tali af kynnum keppninnar fyrr í kvöld sögðu þau að það væri búið að líma þakið á höllina; þau bjuggust við því að það myndi lyftast. Allt getur gerst í beinni útsendingu og Björgu Magnúsdóttur, sem var ein kynna, varð á í beinni og missti út úr sér óheppilegan brandara, sem hún síðar baðst afsökunar á. Katla, sem flutti lagið Þaðan af, ræddi föður sinn í innslaginu fyrir flutninginn en hann lést árið 2018. Katla bjó til hálsmen úr giftingarhring föður sinnar, sem hún bar í kvöld:„Ég bjó þetta til, þetta er giftingarhringurinn hans þannig hann er alltaf með,“ sagði hún. Björg svaraði þá á móti: „Hún er að reyna að fá atkvæði út á þetta, nei ég segi svona.“ Björg baðst síðan innilegrar afsökunar stuttu síðar: „Mig langaði bara frá mínum dýpstu hjartarótum að segja afsakið og fyrirgefðu innilega Katla fyrir ósmekklegan brandara sem ég missti út úr mér áðan. Mér finnst það mjög leiðinlegt, að hafa sagt þetta. Þetta getur víst gerst í beinni útsendingu en þá er bara gott að segja fyrirgefðu. Ég er búin að segja það við hana og málinu er lokið.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Veðbankar telja Reykjavíkurdætur sigurstranglegar Framlag Reykjavíkurdætra þykir vænlegast til vinnings í Söngvakeppni sjónvarpsins, ef marka má stuðla veðbanka. Í kvöld kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslendinga í Eurovision. 12. mars 2022 11:12 Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25
Veðbankar telja Reykjavíkurdætur sigurstranglegar Framlag Reykjavíkurdætra þykir vænlegast til vinnings í Söngvakeppni sjónvarpsins, ef marka má stuðla veðbanka. Í kvöld kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslendinga í Eurovision. 12. mars 2022 11:12