Sigurbjörg í Smárakirkju hefði kosið að vera svört Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2022 13:54 Sigurbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Smárakirkju, í guðsþjónustu í gær. Sigurbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Smárakirkju, hafnar því að kynþáttafordómar eða fordómar gagnvart hinsegin fólki þrífist innan safnaðarins. Hún segist hefði kosið sjálf að vera svört, eins og Whitney Houston, og segir svart fólk líka eldast betur. Þetta kom fram í guðsþjónustu í Smárakirkju í gær. Steinunn Anna Radha gekk í sértrúarsöfnuðinn Smárakirkju, áður Krossinn, í kring um 2015 þá fimmtán ára gömul. Hún sagði sögu sína í umfjöllun Kompáss um sértrúarsöfnuði í síðustu viku. Hún var beitt alvarlegu kynferðisofbeldi af unglingastarfsleiðtoga. Hann bauð Steinunni reglulega heim til sín og braut á henni þar og beitti hana líkamlegu ofbeldi til að „reka út djöflana sem gerðu hana samkynhneigða.” Steinunn Anna sagði fordóma gegn samkynhneigð og ótta við syndina alltumlykjandi í Smárakirkju. Hún er sjálf samkynhneigð og því hafi verið tekið mjög illa innan kirkjunnar. Fyrrnefndur unglingaleiðtogi kom þar líka við sögu. Steinunn Anna Radha upplifði fordóma innan veggja Smárakirkju.Vísir/ArnarHalldórs Sigurbjörg hefur tvívegis hafnað boði um viðtal en sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku sem fjallað var um á Vísi. Unglingaleiðtoganum hefði aðeins verið við störf í þrjá mánuði, ekki væri hægt að skilgreina Smárakirkju sem sértrúarsöfnuð og þá væri mikið lagt upp úr að eyða mismunun í kirkjulegu starfi enda hefði oft hallað á hlut bæði kvenna og samkynhneigðra. „Hér inni eru ekki rasistar,“ sagði Sigurbjörg í predikun sinni í gær þar sem hún snerti á umfjöllun Kompás sem hún telur ósanngjarna. „Hefði ég fengið að velja það þá held ég að ég hefði kosið að vera frekar svört. Svart fólk, til dæmis, eldist betur. Nei, ég segi svona. Í alvöru talað. Hafið þið heyrt söngkonu, Whitney Houston? Halló! Ég vildi óska þess.“ Sigurbjörg nefnir að Ron nokkur Botha, sem hafi verið aðstoðarpastor hjá Smárakirkju, hafi verið þeldökkur. „Þannig að þetta á ekki við rök að styðjast. Svo því sé algjörlega haldið til haga. Allt sem kemur í sjónvarpinu er ekki endilega rétt. Við erum ekki á móti hommum og lesbíum. Það er af og frá. Það eru allir velkomnir hérna.“ Að neðan má sjá brot úr predikun Sigurbjargar þar sem hún lætur þessi orð falla. Klippa: Segir enga rasista í Smárakirkju Steinunn tjáði Kompási á sínum tíma að það hefði verið illa séð að vera með húðflúr. „Tattú, ég er sjálf með tattú. Þetta á bara ekki við rök að styðjast. Ég er reyndar með tattú í augabrúnunum. Mamma meira að segja líka,“ sagði Sigurbjörg og talaði til móður sinnar á fremsta bekk kirkjunnar. Mamma hennar leiðrétti dóttur sína og sagðist gera það sjálf. „Nei, þú setur þetta sjálf. Allavega, það skiptir ekki máli. Þetta á bara ekki við rök að styðjast,“ sagði Sigurbjörg. Guðsþjónustuna í gær má sjá að neðan. Kompás Trúmál Tengdar fréttir Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00 Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9. mars 2022 12:06 Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. 9. mars 2022 11:50 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Steinunn Anna Radha gekk í sértrúarsöfnuðinn Smárakirkju, áður Krossinn, í kring um 2015 þá fimmtán ára gömul. Hún sagði sögu sína í umfjöllun Kompáss um sértrúarsöfnuði í síðustu viku. Hún var beitt alvarlegu kynferðisofbeldi af unglingastarfsleiðtoga. Hann bauð Steinunni reglulega heim til sín og braut á henni þar og beitti hana líkamlegu ofbeldi til að „reka út djöflana sem gerðu hana samkynhneigða.” Steinunn Anna sagði fordóma gegn samkynhneigð og ótta við syndina alltumlykjandi í Smárakirkju. Hún er sjálf samkynhneigð og því hafi verið tekið mjög illa innan kirkjunnar. Fyrrnefndur unglingaleiðtogi kom þar líka við sögu. Steinunn Anna Radha upplifði fordóma innan veggja Smárakirkju.Vísir/ArnarHalldórs Sigurbjörg hefur tvívegis hafnað boði um viðtal en sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku sem fjallað var um á Vísi. Unglingaleiðtoganum hefði aðeins verið við störf í þrjá mánuði, ekki væri hægt að skilgreina Smárakirkju sem sértrúarsöfnuð og þá væri mikið lagt upp úr að eyða mismunun í kirkjulegu starfi enda hefði oft hallað á hlut bæði kvenna og samkynhneigðra. „Hér inni eru ekki rasistar,“ sagði Sigurbjörg í predikun sinni í gær þar sem hún snerti á umfjöllun Kompás sem hún telur ósanngjarna. „Hefði ég fengið að velja það þá held ég að ég hefði kosið að vera frekar svört. Svart fólk, til dæmis, eldist betur. Nei, ég segi svona. Í alvöru talað. Hafið þið heyrt söngkonu, Whitney Houston? Halló! Ég vildi óska þess.“ Sigurbjörg nefnir að Ron nokkur Botha, sem hafi verið aðstoðarpastor hjá Smárakirkju, hafi verið þeldökkur. „Þannig að þetta á ekki við rök að styðjast. Svo því sé algjörlega haldið til haga. Allt sem kemur í sjónvarpinu er ekki endilega rétt. Við erum ekki á móti hommum og lesbíum. Það er af og frá. Það eru allir velkomnir hérna.“ Að neðan má sjá brot úr predikun Sigurbjargar þar sem hún lætur þessi orð falla. Klippa: Segir enga rasista í Smárakirkju Steinunn tjáði Kompási á sínum tíma að það hefði verið illa séð að vera með húðflúr. „Tattú, ég er sjálf með tattú. Þetta á bara ekki við rök að styðjast. Ég er reyndar með tattú í augabrúnunum. Mamma meira að segja líka,“ sagði Sigurbjörg og talaði til móður sinnar á fremsta bekk kirkjunnar. Mamma hennar leiðrétti dóttur sína og sagðist gera það sjálf. „Nei, þú setur þetta sjálf. Allavega, það skiptir ekki máli. Þetta á bara ekki við rök að styðjast,“ sagði Sigurbjörg. Guðsþjónustuna í gær má sjá að neðan.
Kompás Trúmál Tengdar fréttir Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00 Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9. mars 2022 12:06 Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. 9. mars 2022 11:50 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00
Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9. mars 2022 12:06
Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. 9. mars 2022 11:50
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent