Vilja normalísera tilfinningar stráka og karla Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. mars 2022 10:04 Þorsteinn V. Einarsson Vísir/Vilhelm Samfélags- og fræðslumiðilinn Karlmennskan stendur nú fyrir átakinu jákvæð karlmennska þar sem áhersla er á að normalísera tilfinningar stráka og karla. „Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan,“ segir Þorsteinn V. Einarsson um þetta verkefni Átakinu er ætlað að hvetja karla, sérstaklega pabba og afa, til að leyfa sér að finna til, sjá eigin tilfinningar og upplifa þær, tala um eigin líðan, æfa sig í að setja tilfinningar í orð við börn sín og barnabörn, maka, vini og samstarfsfélaga. Þá eru þeir sem orðið hafa fyrir einhverskonar áföllum eða eru að glíma við vanlíðan hvattir til að segja einhverjum frá því og mögulega leita sér faglegrar aðstoðar. Skömm, reiði, áföll og sjálfsvíghugsanir „Karlar upplifa allskonar tilfinningar og sumar eru erfiðari en aðrar. Hluti átaksins er fræðsla í hlaðvarpsformi um tilfinningar sem geta valdið drengjum og körlum og samferðafólki skaða.“ Fjórir hlaðvarpsþættir eru aðgengilegir á karlmennskan.is og helstu hlaðvarpsveitum um skömm, áföll, reiði og þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Í þáttunum fjalla sálfræðingar um að tilfinningar séu aldrei hættulegar heldur séu það hegðunin og túlkun okkar á aðstæðum sem geta gert okkur erfitt fyrir. Þá er sérstaklega slæmt ef drengjum er innrætt að hunsa eigin tilfinningar og fá ekki að læra á þær, finna og tjá við þau sem þeir treysta. Slík innræting getur fylgt körlum ævina á enda sem kann að skerða lífsgæði þeirra sjálfra. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Fræðsluefni í teiknuðum hreyfimyndum „Hluti átaksins eru teiknaðar skýringamyndir sem fjalla um mikilvægi tilfinningalæsis, að við leyfum okkur og strákum að upplifa tilfinningar og sérstaklega að setja þær í orð. Þrjár teiknimyndir eru aðgengilegar á karlmennskan.is sem fjalla um skömm, þunglyndi og vanlíðan og þriðja fjallar um karlmennskugrímuna svokölluðu. Hvernig strákar og karlar fela vanlíðan eða áföll og forðast að tala um þau við vini,“ útskýrir Þorsteinn. Næstu daga munu birtast fræðslupóstar á samfélagsmiðlinum Karlmennskan sem snúa að tilfinningum drengja og karla. Átakið er hannað af sálfræðingnum Huldu Tölgyes auk Þorsteins V. Einarssonar ábyrgðarmanns Karlmennskunnar. Allar upplýsingar má finna á karlmennskan.is og facebook- og Instagramsíðunni Karlmennskan. Samfélagsmiðlar Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Sjá meira
„Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan,“ segir Þorsteinn V. Einarsson um þetta verkefni Átakinu er ætlað að hvetja karla, sérstaklega pabba og afa, til að leyfa sér að finna til, sjá eigin tilfinningar og upplifa þær, tala um eigin líðan, æfa sig í að setja tilfinningar í orð við börn sín og barnabörn, maka, vini og samstarfsfélaga. Þá eru þeir sem orðið hafa fyrir einhverskonar áföllum eða eru að glíma við vanlíðan hvattir til að segja einhverjum frá því og mögulega leita sér faglegrar aðstoðar. Skömm, reiði, áföll og sjálfsvíghugsanir „Karlar upplifa allskonar tilfinningar og sumar eru erfiðari en aðrar. Hluti átaksins er fræðsla í hlaðvarpsformi um tilfinningar sem geta valdið drengjum og körlum og samferðafólki skaða.“ Fjórir hlaðvarpsþættir eru aðgengilegir á karlmennskan.is og helstu hlaðvarpsveitum um skömm, áföll, reiði og þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Í þáttunum fjalla sálfræðingar um að tilfinningar séu aldrei hættulegar heldur séu það hegðunin og túlkun okkar á aðstæðum sem geta gert okkur erfitt fyrir. Þá er sérstaklega slæmt ef drengjum er innrætt að hunsa eigin tilfinningar og fá ekki að læra á þær, finna og tjá við þau sem þeir treysta. Slík innræting getur fylgt körlum ævina á enda sem kann að skerða lífsgæði þeirra sjálfra. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Fræðsluefni í teiknuðum hreyfimyndum „Hluti átaksins eru teiknaðar skýringamyndir sem fjalla um mikilvægi tilfinningalæsis, að við leyfum okkur og strákum að upplifa tilfinningar og sérstaklega að setja þær í orð. Þrjár teiknimyndir eru aðgengilegar á karlmennskan.is sem fjalla um skömm, þunglyndi og vanlíðan og þriðja fjallar um karlmennskugrímuna svokölluðu. Hvernig strákar og karlar fela vanlíðan eða áföll og forðast að tala um þau við vini,“ útskýrir Þorsteinn. Næstu daga munu birtast fræðslupóstar á samfélagsmiðlinum Karlmennskan sem snúa að tilfinningum drengja og karla. Átakið er hannað af sálfræðingnum Huldu Tölgyes auk Þorsteins V. Einarssonar ábyrgðarmanns Karlmennskunnar. Allar upplýsingar má finna á karlmennskan.is og facebook- og Instagramsíðunni Karlmennskan.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Sjá meira