Telur afstöðu RÚV til mannréttindabrota tækifærissinnaða Jakob Bjarnar skrifar 17. mars 2022 11:15 Hjálmtýr Heiðdal formaður FÍP þjarmar að Felix Bergssyni og Stefáni Eiríkssyni með vandasamri fyrirspurn. Hjálmtýr Heiðdal hefur, fyrir hönd stjórnar Félagsins Ísland – Palestína, sent bréf til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra þar sem hann krefst svara við því hvers vegna RÚV þyki nú sjálfgefið að Rússum sé vísað úr Eurovision en fráleitt áður að stíga slíkt skref þegar Ísrael átti í hlut. Bréfið er dagsett 8. mars en samkvæmt reglum stofnunarinnar ber henni að svara erindum sem þessum innan hálfs mánaðar. Í erindinu er rakið að rússneskur her hafi ráðist inn í Úkraínu 24. febrúar síðastliðinn. Næsta dag hafi verið tekin um það ákvörðun í stýrihópi Eurovision að meina Rússum þátttöku í samkomunni sem að þessu sinni verður haldin í Ítalíu. Stjórn Evrópusambands útvarpsstöðva hafi síðan samþykkt þessa ályktun. Rússar út vegna hryllingsins í Úkraínu „Felix Bergsson, sem situr í stýrihópi Eurovision, tilkynnti í Kastljósi RÚV þ. 25. febrúar að stýrihópurinn hefði tekið einróma ákvörðun um að Rússland fengi ekki verið með í ár. Felix Bergsson sagði að „auðvitað reynum við alltaf að halda í þetta ópólitíska yfirbragð sem er á Eurovisionkeppninni og við reynum alltaf að leggja áherslu á að þetta sé ópólitískur viðburður. En núna var mönnum hreinlega nóg boðið“. Að sögn Felix Bergssonar komu yfirlýsingar frá sjónvarpsstöðvum, og þar á meðal RÚV um að vísa beri Rússlandi úr Eurovision. „Það er bara að mönnum er greinilega ofboðið. Þetta er allt út af þessum hryllingi sem við erum að upplifa í Úkraínu“ sagði Felix að lokum,“ segir í bréfinu. Þá er bent á að 2019 hafi stjórn RÚV ákveðið að senda íslenska þátttakendur í Eurovision-samkomuna sem þá var haldin í Ísrael. „Sama ár og keppnin skyldi haldin í Ísrael höfðu ísraelskir hermenn drepið 219 vopnlausa mótmælendur á Gazaströndinni og þar af 28 börn,“ er bent á í bréfinu. Jafnframt að vikurnar áður höfðu mörg þúsund manns undirritað áskorun þar sem hvatt var til sniðgöngu gagnvart Eurovision í Ísrael. Grundvallast afstaða til mannréttindabrota á því hver fremur ódæðin? En RÚV hafi tekið ákvörðun um þátttöku á þeim forsendum að ekki væri er um pólitískan viðburð að ræða heldur „þvert á móti samkomu ólíkra þjóða sem allt frá stofnun hefur haft að megintilgangi og leiðarljósi að breiða út boðskap sameiningar- og friðarkrafts sem felst í dægurtónlist og menningu almennt“ eins og sagði þá í tilkynningu RÚV. Eins og þjóðin man fór hljómsveitin Hatari til Ísrael og náði að setja sitt mark á hátíðina með því að veifa Palestínuborða. Í bréfi Hjálmtýs er þá farið yfir illvirki Ísraela sem hefur verið þátttakandi í Eurovision frá 1973M og hefur ekki dregið af sér við að ræna landi Palestínumanna, svipta þá mannréttindum og drepa þúsundir allt þetta tímabil: „Frá síðustu aldamótum hefur Ísraelsher drepið 2,198 palestínsk börn. Við vitum ekki hvað þessi her hefur drepið mörg börn frá 1973 - en sé miðað við meðaltal áranna 2000 - 2021 er heildin um 5,000 börn. Ekkert land hefur fengið jafn margar ávítur hjá SÞ og Ísrael fyrir brot á samþykktum samtakanna og brot á alþjóðasamþykktum.“ Í bréfinu er tíundað að „þrenn virt mannréttindasamtök (Amnesty International, Human Rights Watch og B'Tselem) hafa öll, eftir ítarlegar rannsóknir, lýst því yfir að í Ísrael ríki apartheid, þ.e. fólki er mismunað eftir uppruna og trú. Apartheid er ólögleg stefna skv. samþykktum SÞ - samtaka sem Ísland hefur verið þátttakandi í síðan 1946.“ Hvað hefur breyst? Það er í ljósi þessa sem stjórn félagsins Ísland – Palestína telur að hljóti að vekja upp spurningar – hvað hafi breyst: Hver er munurinn á „hryllingnum í Úkraínu“ og framferði Ísraelshers í landi Palestínumanna að áliti stjórnenda RÚV? Getur stjórn RÚV upplýst hvers vegna RÚV styður þátttöku Ísraels í ljósi þess að það ríki hefur í áratugi stundað mannréttindabrot í trássi við samþykktir SÞ og fleiri alþjóðasamtaka, en á síðan frumkvæði, ásamt öðrum útvarpsstöðvum Evrópu, að brottrekstri Rússlands. Hvers vegna er stjórnendum RÚV „greinilega ofboðið“ núna? Fer afstaða stjórnenda RÚV eftir því hver framkvæmir mannréttindabrot? Mannréttindi eru réttindi allra - án undantekninga eins og skráð er í alþjóðasamþykktum. Má vænta þess að stjórn RÚV endurskoði afstöðu sína til veru Ísraels í Eurovision í ljósi þess að RÚV hefur tekið afstöðu gegn mannréttindabrotum Rússlands? Bréfið birti Hjálmtýr nýverið á Facebook og ljóst af viðbrögðum að ýmsir bíða svara Stefáns útvarpsstjóra með nokkurri eftirvæntingu. Eurovision Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mannréttindi Rússland Ísrael Innrás Rússa í Úkraínu Palestína Tengdar fréttir Bein útsending: Dramatíkin í Söngvakeppninni á dagskrá Pallborðsins Það virtist koma flestum landsmönnum á óvart þegar Sigga, Beta og Elín höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. En lá sigur þeirra ef til vill alltaf í loftinu? Er Twitter bara bergmálshellir og endurspeglar kannski ekki vilja þjóðarinnar? 17. mars 2022 12:16 Breyta búningunum fyrir Eurovision en ætla ekki að dansa Elín og Beta Eyþórsdætur ræddu sigurinn á Söngvakeppninni í Bítinu á Bylgjunni fyrr í dag. Þær eru á fullu að skipuleggja og æfa sig og ætla að gefa út nýja tónlist saman áður en þær fara út og eru því á leið í hljóðverið. 15. mars 2022 13:31 Myndaveisla frá Söngvakeppninni á laugardag Eins og fór ekki framhjá neinum þá voru úrslit Söngvakeppninnar á laugardag og Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision í maí. Elín, Sigga og Beta Eyþórsdættur stóðu uppi sem sigurvegarar með lagið Með hækkandi sól. 14. mars 2022 13:31 Úrslitin í Söngvakeppninni: Með hækkandi sól framlag Íslands í Tórínó Sigga, Beta og Elín sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr í kvöld með laginu Með hækkandi sól. Þær systur unnu einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. 12. mars 2022 22:15 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Bréfið er dagsett 8. mars en samkvæmt reglum stofnunarinnar ber henni að svara erindum sem þessum innan hálfs mánaðar. Í erindinu er rakið að rússneskur her hafi ráðist inn í Úkraínu 24. febrúar síðastliðinn. Næsta dag hafi verið tekin um það ákvörðun í stýrihópi Eurovision að meina Rússum þátttöku í samkomunni sem að þessu sinni verður haldin í Ítalíu. Stjórn Evrópusambands útvarpsstöðva hafi síðan samþykkt þessa ályktun. Rússar út vegna hryllingsins í Úkraínu „Felix Bergsson, sem situr í stýrihópi Eurovision, tilkynnti í Kastljósi RÚV þ. 25. febrúar að stýrihópurinn hefði tekið einróma ákvörðun um að Rússland fengi ekki verið með í ár. Felix Bergsson sagði að „auðvitað reynum við alltaf að halda í þetta ópólitíska yfirbragð sem er á Eurovisionkeppninni og við reynum alltaf að leggja áherslu á að þetta sé ópólitískur viðburður. En núna var mönnum hreinlega nóg boðið“. Að sögn Felix Bergssonar komu yfirlýsingar frá sjónvarpsstöðvum, og þar á meðal RÚV um að vísa beri Rússlandi úr Eurovision. „Það er bara að mönnum er greinilega ofboðið. Þetta er allt út af þessum hryllingi sem við erum að upplifa í Úkraínu“ sagði Felix að lokum,“ segir í bréfinu. Þá er bent á að 2019 hafi stjórn RÚV ákveðið að senda íslenska þátttakendur í Eurovision-samkomuna sem þá var haldin í Ísrael. „Sama ár og keppnin skyldi haldin í Ísrael höfðu ísraelskir hermenn drepið 219 vopnlausa mótmælendur á Gazaströndinni og þar af 28 börn,“ er bent á í bréfinu. Jafnframt að vikurnar áður höfðu mörg þúsund manns undirritað áskorun þar sem hvatt var til sniðgöngu gagnvart Eurovision í Ísrael. Grundvallast afstaða til mannréttindabrota á því hver fremur ódæðin? En RÚV hafi tekið ákvörðun um þátttöku á þeim forsendum að ekki væri er um pólitískan viðburð að ræða heldur „þvert á móti samkomu ólíkra þjóða sem allt frá stofnun hefur haft að megintilgangi og leiðarljósi að breiða út boðskap sameiningar- og friðarkrafts sem felst í dægurtónlist og menningu almennt“ eins og sagði þá í tilkynningu RÚV. Eins og þjóðin man fór hljómsveitin Hatari til Ísrael og náði að setja sitt mark á hátíðina með því að veifa Palestínuborða. Í bréfi Hjálmtýs er þá farið yfir illvirki Ísraela sem hefur verið þátttakandi í Eurovision frá 1973M og hefur ekki dregið af sér við að ræna landi Palestínumanna, svipta þá mannréttindum og drepa þúsundir allt þetta tímabil: „Frá síðustu aldamótum hefur Ísraelsher drepið 2,198 palestínsk börn. Við vitum ekki hvað þessi her hefur drepið mörg börn frá 1973 - en sé miðað við meðaltal áranna 2000 - 2021 er heildin um 5,000 börn. Ekkert land hefur fengið jafn margar ávítur hjá SÞ og Ísrael fyrir brot á samþykktum samtakanna og brot á alþjóðasamþykktum.“ Í bréfinu er tíundað að „þrenn virt mannréttindasamtök (Amnesty International, Human Rights Watch og B'Tselem) hafa öll, eftir ítarlegar rannsóknir, lýst því yfir að í Ísrael ríki apartheid, þ.e. fólki er mismunað eftir uppruna og trú. Apartheid er ólögleg stefna skv. samþykktum SÞ - samtaka sem Ísland hefur verið þátttakandi í síðan 1946.“ Hvað hefur breyst? Það er í ljósi þessa sem stjórn félagsins Ísland – Palestína telur að hljóti að vekja upp spurningar – hvað hafi breyst: Hver er munurinn á „hryllingnum í Úkraínu“ og framferði Ísraelshers í landi Palestínumanna að áliti stjórnenda RÚV? Getur stjórn RÚV upplýst hvers vegna RÚV styður þátttöku Ísraels í ljósi þess að það ríki hefur í áratugi stundað mannréttindabrot í trássi við samþykktir SÞ og fleiri alþjóðasamtaka, en á síðan frumkvæði, ásamt öðrum útvarpsstöðvum Evrópu, að brottrekstri Rússlands. Hvers vegna er stjórnendum RÚV „greinilega ofboðið“ núna? Fer afstaða stjórnenda RÚV eftir því hver framkvæmir mannréttindabrot? Mannréttindi eru réttindi allra - án undantekninga eins og skráð er í alþjóðasamþykktum. Má vænta þess að stjórn RÚV endurskoði afstöðu sína til veru Ísraels í Eurovision í ljósi þess að RÚV hefur tekið afstöðu gegn mannréttindabrotum Rússlands? Bréfið birti Hjálmtýr nýverið á Facebook og ljóst af viðbrögðum að ýmsir bíða svara Stefáns útvarpsstjóra með nokkurri eftirvæntingu.
Eurovision Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mannréttindi Rússland Ísrael Innrás Rússa í Úkraínu Palestína Tengdar fréttir Bein útsending: Dramatíkin í Söngvakeppninni á dagskrá Pallborðsins Það virtist koma flestum landsmönnum á óvart þegar Sigga, Beta og Elín höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. En lá sigur þeirra ef til vill alltaf í loftinu? Er Twitter bara bergmálshellir og endurspeglar kannski ekki vilja þjóðarinnar? 17. mars 2022 12:16 Breyta búningunum fyrir Eurovision en ætla ekki að dansa Elín og Beta Eyþórsdætur ræddu sigurinn á Söngvakeppninni í Bítinu á Bylgjunni fyrr í dag. Þær eru á fullu að skipuleggja og æfa sig og ætla að gefa út nýja tónlist saman áður en þær fara út og eru því á leið í hljóðverið. 15. mars 2022 13:31 Myndaveisla frá Söngvakeppninni á laugardag Eins og fór ekki framhjá neinum þá voru úrslit Söngvakeppninnar á laugardag og Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision í maí. Elín, Sigga og Beta Eyþórsdættur stóðu uppi sem sigurvegarar með lagið Með hækkandi sól. 14. mars 2022 13:31 Úrslitin í Söngvakeppninni: Með hækkandi sól framlag Íslands í Tórínó Sigga, Beta og Elín sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr í kvöld með laginu Með hækkandi sól. Þær systur unnu einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. 12. mars 2022 22:15 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Bein útsending: Dramatíkin í Söngvakeppninni á dagskrá Pallborðsins Það virtist koma flestum landsmönnum á óvart þegar Sigga, Beta og Elín höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. En lá sigur þeirra ef til vill alltaf í loftinu? Er Twitter bara bergmálshellir og endurspeglar kannski ekki vilja þjóðarinnar? 17. mars 2022 12:16
Breyta búningunum fyrir Eurovision en ætla ekki að dansa Elín og Beta Eyþórsdætur ræddu sigurinn á Söngvakeppninni í Bítinu á Bylgjunni fyrr í dag. Þær eru á fullu að skipuleggja og æfa sig og ætla að gefa út nýja tónlist saman áður en þær fara út og eru því á leið í hljóðverið. 15. mars 2022 13:31
Myndaveisla frá Söngvakeppninni á laugardag Eins og fór ekki framhjá neinum þá voru úrslit Söngvakeppninnar á laugardag og Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision í maí. Elín, Sigga og Beta Eyþórsdættur stóðu uppi sem sigurvegarar með lagið Með hækkandi sól. 14. mars 2022 13:31
Úrslitin í Söngvakeppninni: Með hækkandi sól framlag Íslands í Tórínó Sigga, Beta og Elín sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr í kvöld með laginu Með hækkandi sól. Þær systur unnu einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. 12. mars 2022 22:15