Saga ofbeldismanns: „Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2022 10:30 Maðurinn er í dag í sálfræðimeðferð og segir að hún gangi vel. Í lokaþætti Heimilisofbeldis fengu áhorfendur Stöðvar 2 að skyggnast inn inn í hugarheim geranda sem er enn þann dag í dag með eiginkonu sinni. Sindri Sindrason ræddi við mann sem gengst við því að vera ofbeldismaður. Maðurinn er á fimmtugsaldri, faðir þriggja barna á unglingsaldri og viðskiptafræðingur að mennt. Eiginkonunni kynntist hann þegar hún var á öðru ári í háskólanum en hún er einnig viðskiptafræðingur. Maðurinn segist aðallega hafa beitt eiginkonu sína andlegu ofbeldi en einnig líkamlegu og þá einna helst hrint konunni eða gripið fast í hana. „Ég hef aldrei slegið hana en þetta er samt bara ekkert eðlilegt hjá mér,“ segir maðurinn. „Ég er á leiðinni út úr húsinu og hún stendur fyrir mér og ég hrindi henni á vegginn, og hún fær eymsli í kjölfarið. Ekkert við hana að sakast, bara hundrað prósent mér að kenna,“ segir maðurinn í þættinum en þar kom einnig fram að hann hafi tekið dreng þeirra eitt sinn hálstaki þegar hann var á fermingaraldri. Hann fór í sálfræðimeðferð á stöð sem kallast Heimilisfriður og er til húsa á Höfðabakka og er hann þar enn í meðferð. „Ég var aldrei meðvitað að beita andlegu ofbeldi í þeirri pælingu að láta einhverjum öðrum líða illa. Ég fékk ekkert kick út úr því að fólki liði illa í kringum mig. Taktíkin var svolítið að ýta henni frá mér og svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka. Hún segist þá elska mig og biðst afsökunar,“ segir maðurinn og heldur áfram. „Það versta sem ég gerði í nokkur skipti á þessu tímabili, kannski þrisvar eða fjórum sinnum á þessu tímabili, á þessum tuttugu árum. Þá hóta ég sjálfsmorði. Líð það illa og vil fá þessa ástarjátningu út af þessari höfnun að ég hóta að drepa mig. Ég svara ekki símtölum frá henni. Ég var aldrei að fara drepa mig, ég vildi bara að hún myndi finna hvar ég væri og segjast elska mig og ganga á eftir mér. Þú getur ímyndað þér hvernig henni leið út af þessu.“ Klippa: Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka Maðurinn lagði áherslu á það í frásögn sinni að hann vildi enga athygli eða klapp á bakið fyrir að stíga fram. Hann hefði sjálfur áttað sig á því að hann væri fíflið og viljað vinna í sínum málum. Hann sæi framtíðina fyrir sér með konunni sinni og væri meðvitaður um að hún myndi ekki sætta sig við meira kjaftæði. Kona mannsins veitti leyfi fyrir því að hann segði sögu sína í þætti gærkvöldsins sem var sá síðasti í þáttaröðinni. Heimilisofbeldi Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Sjá meira
Sindri Sindrason ræddi við mann sem gengst við því að vera ofbeldismaður. Maðurinn er á fimmtugsaldri, faðir þriggja barna á unglingsaldri og viðskiptafræðingur að mennt. Eiginkonunni kynntist hann þegar hún var á öðru ári í háskólanum en hún er einnig viðskiptafræðingur. Maðurinn segist aðallega hafa beitt eiginkonu sína andlegu ofbeldi en einnig líkamlegu og þá einna helst hrint konunni eða gripið fast í hana. „Ég hef aldrei slegið hana en þetta er samt bara ekkert eðlilegt hjá mér,“ segir maðurinn. „Ég er á leiðinni út úr húsinu og hún stendur fyrir mér og ég hrindi henni á vegginn, og hún fær eymsli í kjölfarið. Ekkert við hana að sakast, bara hundrað prósent mér að kenna,“ segir maðurinn í þættinum en þar kom einnig fram að hann hafi tekið dreng þeirra eitt sinn hálstaki þegar hann var á fermingaraldri. Hann fór í sálfræðimeðferð á stöð sem kallast Heimilisfriður og er til húsa á Höfðabakka og er hann þar enn í meðferð. „Ég var aldrei meðvitað að beita andlegu ofbeldi í þeirri pælingu að láta einhverjum öðrum líða illa. Ég fékk ekkert kick út úr því að fólki liði illa í kringum mig. Taktíkin var svolítið að ýta henni frá mér og svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka. Hún segist þá elska mig og biðst afsökunar,“ segir maðurinn og heldur áfram. „Það versta sem ég gerði í nokkur skipti á þessu tímabili, kannski þrisvar eða fjórum sinnum á þessu tímabili, á þessum tuttugu árum. Þá hóta ég sjálfsmorði. Líð það illa og vil fá þessa ástarjátningu út af þessari höfnun að ég hóta að drepa mig. Ég svara ekki símtölum frá henni. Ég var aldrei að fara drepa mig, ég vildi bara að hún myndi finna hvar ég væri og segjast elska mig og ganga á eftir mér. Þú getur ímyndað þér hvernig henni leið út af þessu.“ Klippa: Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka Maðurinn lagði áherslu á það í frásögn sinni að hann vildi enga athygli eða klapp á bakið fyrir að stíga fram. Hann hefði sjálfur áttað sig á því að hann væri fíflið og viljað vinna í sínum málum. Hann sæi framtíðina fyrir sér með konunni sinni og væri meðvitaður um að hún myndi ekki sætta sig við meira kjaftæði. Kona mannsins veitti leyfi fyrir því að hann segði sögu sína í þætti gærkvöldsins sem var sá síðasti í þáttaröðinni.
Heimilisofbeldi Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Sjá meira