Fótbolti

Axel fékk samningi sínum við Riga rift

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Axel Óskar er hann gekk í raðir Riga.
Axel Óskar er hann gekk í raðir Riga. mynd/heimasíða riga

Knattspyrnumaðurinn Axel Óskar Andrésson hefur fengið samningi sínum við Riga í Lettlandi rift og er líklega á leið til Noregs eða Svíþjóðar.

Frá þessu var fyrst greint á Fótbolti.net, en Ólafur Garðarson, umboðsmaður Axels, staðfesti þessi tíðindi í samtali við miðilinn.

Axel gekk til liðs við Riga fyrir tímabilið í fyrra og byrjaði vel fyrir félagið. Meiðsli settu svo strik í reikninginn hjá þessum 24 ára varnarmanni og þá hefur hann ekki verið í stóru hlutverki eftir að Thorsten Fink tók við liðinu.

Umboðsmaður Axels sagði í samtali við Fótbolta.net að líklegasti áfangastaður Axels væru Norðurlöndin, og að nokkur lið í Svíþjóð og Noregi hefðu áhuga á leikmanninum.

„Það eru ekki margir gluggar opnir núna og því er valið á milli Noregs og Svíþjóðar. Það eru nokkur lið sem hafa áhuga," sagði Ólafur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×