Hafa áhyggjur af Reykjavíkurmeisturum Þróttar: „Edda er að kála þeim í ræktinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 15:30 Nú reynir á Álfhildi Rósu Kjartansdóttur og félaga í Þróttaraliðinu að rífa sig í gang áður en Besta deildin byrjar eftir rúman mánuð. Vísir/Hulda Margrét Reykjavíkurmeistarar Þróttar höfðu náð sínum besta árangri í þremur keppnum í röð, á Íslandsmótinu 2021, í bikarkeppninni 2021 og í Reykjavíkurmótinu 2022, þegar kom að Lengjubikarnum. Þar sýndi liðið aftur á móti veikleikamerki. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu stöðuna á Þróttaraliðinu í Lengjubikarmörkunum nú þegar fimm vikur eru í að Besta deildin fari af stað. „Ég hef smá áhyggjur af Þrótti. Þær urðu Reykjavíkurmeistarar sem er frábær og allir vissu það. Svo hefur voða lítið verið að frétta af þeim í þessu móti,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. „Ég er sammála því. Ég hef líka pínu áhyggjur af Þrótti. Þær komust í bikarúrslitaleikinn í fyrra og náðu að fylgja því mjög vel eftir með því að verða Reykjavíkurmeistarar sem var virkilega vel gert hjá þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Þær stóðu sig líka vel í deildinni í fyrra og það var allt á uppleið hjá þeim. Mér finnst vanta inn á miðjuna hjá þeim og þetta er mikið happa glappa,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir og tók sem dæmið markið hjá Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur í síðasta leik. „Olla gerði það mjög vel en það vantar allt uppspil finnst mér,“ sagði Sonný Lára. „Þær voru með frábæran leikmann í fyrra í Katie Cousins. Hún var prímusmótor í þessu liði og leikmaður sem ég fullyrði að hefði komist bæði í lið Breiðabliks og Vals. Þær missa hana og þær missa líka fleiri leikmenn. Þær eru ekki alveg í góðum takti núna,“ sagði Margrét Lára. „Edda er að kála þeim í ræktinni og æfingunni. Þær eru bara þungar og þreyttar. Svo munu þær toppa þegar þær eiga að vera að toppa. Við viljum ekki sjá leikmenn eða lið toppa á vitlausum tíma. Mögulega eru þær á þeim stað sem þær vilja vera. Það er alltaf samt gott að fá úrslit,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umfjöllunina um Þrótt hér fyrir neðan. Klippa: Lengjubikarmörkin: Hafa áhyggjur af Þrótti Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjá meira
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu stöðuna á Þróttaraliðinu í Lengjubikarmörkunum nú þegar fimm vikur eru í að Besta deildin fari af stað. „Ég hef smá áhyggjur af Þrótti. Þær urðu Reykjavíkurmeistarar sem er frábær og allir vissu það. Svo hefur voða lítið verið að frétta af þeim í þessu móti,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. „Ég er sammála því. Ég hef líka pínu áhyggjur af Þrótti. Þær komust í bikarúrslitaleikinn í fyrra og náðu að fylgja því mjög vel eftir með því að verða Reykjavíkurmeistarar sem var virkilega vel gert hjá þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Þær stóðu sig líka vel í deildinni í fyrra og það var allt á uppleið hjá þeim. Mér finnst vanta inn á miðjuna hjá þeim og þetta er mikið happa glappa,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir og tók sem dæmið markið hjá Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur í síðasta leik. „Olla gerði það mjög vel en það vantar allt uppspil finnst mér,“ sagði Sonný Lára. „Þær voru með frábæran leikmann í fyrra í Katie Cousins. Hún var prímusmótor í þessu liði og leikmaður sem ég fullyrði að hefði komist bæði í lið Breiðabliks og Vals. Þær missa hana og þær missa líka fleiri leikmenn. Þær eru ekki alveg í góðum takti núna,“ sagði Margrét Lára. „Edda er að kála þeim í ræktinni og æfingunni. Þær eru bara þungar og þreyttar. Svo munu þær toppa þegar þær eiga að vera að toppa. Við viljum ekki sjá leikmenn eða lið toppa á vitlausum tíma. Mögulega eru þær á þeim stað sem þær vilja vera. Það er alltaf samt gott að fá úrslit,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umfjöllunina um Þrótt hér fyrir neðan. Klippa: Lengjubikarmörkin: Hafa áhyggjur af Þrótti
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjá meira