Mátti ekki senda viðkvæmar upplýsingar um barn á aðra foreldra Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2022 14:01 Persónuvernd sektaði ekki ónafngreinda skólann. Vísir/Vilhelm Grunnskóla var óheimilt að miðla viðkvæmum persónuupplýsingum um barn til foreldra tveggja annarra barna í skólanum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar en tölvupóstsendingin varðaði eineltismál sem unnið var að hjá skólanum. Telur stofnunin ámælisvert að grunnskólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið er í persónuverndarlögum. Skólinn er ekki nafngreindur í úrskurðinum. Að sögn stjórnenda við skólann var meðal annars óskað eftir áliti fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun í tengslum við málið. Í kjölfarið hafi skólinn unnið að aðgerðaáætlun í málinu varðandi þrjá nemendur, þar með talið barn þeirra foreldra sem kvörtuðu til Persónuverndar. Skólinn segir að aðgerðaáætlunin, sem innihélt viðkvæmar upplýsingar um greiningu barns kvartenda, hafi fyrir mistök verið send í viðhengi með tölvupósti til foreldra hinna tveggja barnanna sem áætlunin tók til. Láðist að útbúa ólík skjöl Haft er eftir stjórnendum í úrskurði Persónuverndar að láðst hafi að útbúa þrjú mismunandi eintök, eitt fyrir hvern aðila, þar sem upplýsingar um önnur börn væru afmáð. Í stað þess hefði sama skjalið verið sent á foreldra allra þriggja barnanna sem komu að málinu. „Í svörum skólans kemur fram að um leið og atvikið hafi uppgötvast hafi tölvupósturinn verið afturkallaður og rétt skjal sent. Haft hafi verið samband við viðtakendur póstsins og þeir staðfest að hafa ekki lesið tölvupóstinn og að þeir myndu eyða honum ef afturköllun gengi ekki eftir. Því næst hafi málið verið tilkynnt til Persónuverndar sem öryggisbrestur,“ segir í úrskurðinum. Einnig hafi foreldrar barnsins verið upplýstir um málið og beðnir afsökunar af skólanum og sveitarfélaginu. Að sögn skólastjórnenda höfðu viðtakendur verið viðloðandi meint eineltismál frá því að það kom fyrst upp og eðli málsins samkvæmt haft upplýsingar um efni málsins áður en tölvupósturinn var sendur. Persónuvernd telur að ekki hafi verið heimild til miðlunar grunnskólans á persónuupplýsingum um barn kvartenda með þessum hætti. Breyti þar engu þótt viðtakendur tölvupóstsins kunni að hafa haft vitneskju um innihald skjalsins að einhverju leyti, líkt og skólinn hafi haldið fram. Persónuvernd sé ekki í aðstöðu til að sannreyna slíkt. Þá telur stofnunin að skólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið sé í persónuverndarlögum og reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Persónuvernd taldi ekki ástæðu til þess að sekta skólann vegna brotanna. Persónuvernd Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Telur stofnunin ámælisvert að grunnskólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið er í persónuverndarlögum. Skólinn er ekki nafngreindur í úrskurðinum. Að sögn stjórnenda við skólann var meðal annars óskað eftir áliti fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun í tengslum við málið. Í kjölfarið hafi skólinn unnið að aðgerðaáætlun í málinu varðandi þrjá nemendur, þar með talið barn þeirra foreldra sem kvörtuðu til Persónuverndar. Skólinn segir að aðgerðaáætlunin, sem innihélt viðkvæmar upplýsingar um greiningu barns kvartenda, hafi fyrir mistök verið send í viðhengi með tölvupósti til foreldra hinna tveggja barnanna sem áætlunin tók til. Láðist að útbúa ólík skjöl Haft er eftir stjórnendum í úrskurði Persónuverndar að láðst hafi að útbúa þrjú mismunandi eintök, eitt fyrir hvern aðila, þar sem upplýsingar um önnur börn væru afmáð. Í stað þess hefði sama skjalið verið sent á foreldra allra þriggja barnanna sem komu að málinu. „Í svörum skólans kemur fram að um leið og atvikið hafi uppgötvast hafi tölvupósturinn verið afturkallaður og rétt skjal sent. Haft hafi verið samband við viðtakendur póstsins og þeir staðfest að hafa ekki lesið tölvupóstinn og að þeir myndu eyða honum ef afturköllun gengi ekki eftir. Því næst hafi málið verið tilkynnt til Persónuverndar sem öryggisbrestur,“ segir í úrskurðinum. Einnig hafi foreldrar barnsins verið upplýstir um málið og beðnir afsökunar af skólanum og sveitarfélaginu. Að sögn skólastjórnenda höfðu viðtakendur verið viðloðandi meint eineltismál frá því að það kom fyrst upp og eðli málsins samkvæmt haft upplýsingar um efni málsins áður en tölvupósturinn var sendur. Persónuvernd telur að ekki hafi verið heimild til miðlunar grunnskólans á persónuupplýsingum um barn kvartenda með þessum hætti. Breyti þar engu þótt viðtakendur tölvupóstsins kunni að hafa haft vitneskju um innihald skjalsins að einhverju leyti, líkt og skólinn hafi haldið fram. Persónuvernd sé ekki í aðstöðu til að sannreyna slíkt. Þá telur stofnunin að skólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið sé í persónuverndarlögum og reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Persónuvernd taldi ekki ástæðu til þess að sekta skólann vegna brotanna.
Persónuvernd Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira