Fyrsti fiskurinn kominn úr Leirá Karl Lúðvíksson skrifar 1. apríl 2022 10:35 Harpa og fyrsti birtingurinn úr Leirá á þessu tímabili Veiðitímabilið hófst í morgun og straumur veiðimanna liggur í sjóbirtinginn og við erum loksins að fá fréttir af fyrstu fiskunum á land. Leirá er ein af þessum litlu perlum sem hefur verið vaxandi síðustu ár og það er ekki síst að þakka að sleppiskylda var sett á þegar Iceland Outfitters tóku við ánni sem leigutakar. Það er vaxandi veiði í ánni sem og að birtingurinn sem er að veiðast stækkar bara með hverju árinu. Fyrsti fiskurinn er kominn á land í dag og það kemur engum á óvart að heyra að hann veiddist í veiðistað númer fjögur sem er fyrsti hylurinn neðan við þjóðveg. Þetta er gjöfulusti veiðistaðurinn í ánni og þarna oft mikið af fiski. Það var Harpa Hlín Þórðardóttir hjá IO sem landaði þessum fyrsta fiski í Leirá en hún sem annar af leigutökum Leirár er öllum hnútum kunnug og þekkir ánna vel. Það verður spennandi að fá frekari fréttir úr Leirá næstu daga. Mest lesið Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Enginn lax kominn á land úr Elliðaánum Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði Þegar örflugurnar gefa best Veiði
Leirá er ein af þessum litlu perlum sem hefur verið vaxandi síðustu ár og það er ekki síst að þakka að sleppiskylda var sett á þegar Iceland Outfitters tóku við ánni sem leigutakar. Það er vaxandi veiði í ánni sem og að birtingurinn sem er að veiðast stækkar bara með hverju árinu. Fyrsti fiskurinn er kominn á land í dag og það kemur engum á óvart að heyra að hann veiddist í veiðistað númer fjögur sem er fyrsti hylurinn neðan við þjóðveg. Þetta er gjöfulusti veiðistaðurinn í ánni og þarna oft mikið af fiski. Það var Harpa Hlín Þórðardóttir hjá IO sem landaði þessum fyrsta fiski í Leirá en hún sem annar af leigutökum Leirár er öllum hnútum kunnug og þekkir ánna vel. Það verður spennandi að fá frekari fréttir úr Leirá næstu daga.
Mest lesið Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Enginn lax kominn á land úr Elliðaánum Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði Þegar örflugurnar gefa best Veiði