Brugðið vegna auðkennisþjófnaðar: „Það er einhver alvöru manneskja á bak við þetta“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. apríl 2022 12:21 Myndir af Snærós Sindradóttur og fjölskyldu hennar hafa verið notaðar af fölskum aðgangi, án hennar leyfis. Facebook Myndir af fjölmiðlakonunni Snærós Sindradóttur hafa verið notaðar á fölskum Facebook-aðgangi í tæpt ár. Myndirnar eru af Snærós sjálfri ásamt börnum hennar og eiginmanni. Hún segist hafa verið í sjokki þegar hún frétti af þessu. Aðgangurinn er ansi sannfærandi og virðist hafa verið ansi virkur á tímabili. Fjöldi fólks hefur skrifað ummæli við stolnu myndirnar og virðist manneskjan á bak við aðganginn hafa myndað nokkurt tengslanet. Snærós brá þegar hún frétti af því að verið væri að nota myndirnar hennar. „Ég fékk póst í gegnum Instagram frá einhverri konu sem ég veit ekki hvort sé einu sinni til. Þetta var pínu sjokk. Það var ótrúlega „freak-að“ þegar það rann upp fyrir mér að viðkomandi hafi verið að taka þessar myndir og dreifa þeim. Einhver hefur verið að búa til netpersónu með mínum myndum og myndum af börnunum mínum í næstum því heilt ár,“ segir Snærós. „Gervimennið svarar ummælum, svarar afmæliskveðjum, það er einhver alvöru manneskja á bak við þetta.“ Aðgangurinn virðist vera notaður í einhverskonar fasteignabrask. Flest fólkið sem skrifar ummæli við myndirnar er fasteignasalar eða tengt bransanum. Snærós hefur áhyggjur af því hve lítið hún geti gert. „Ég get report-að til Facebook en ég mun aldrei fá að vita hvernig manneskjan var að nota mitt auðkenni, í hvaða tilgangi. Í hvað andlitið á mér hefur verið notað. Það gæti hafa verið notað í „worst case scenario“ í algjöran viðbjóð eða til að svíkja og pretta peninga út úr fólki,“ segir hún. Facebook veitir litla hjálp í svona málum að hennar sögn. „Facebook er orðið að einhverju ríki sem er afskaplega erfitt að ná böndum um. Þessir hlutir ættu að ganga hratt fyrir sig. Það ætti að vera hægt að kæra til lögreglunnar, fyrirtækið útvega strax IP-tölu og strax hægt að finna hvar auðkennisþjófnaðurinn á sér stað. Svo ætti að vera hægt að loka síðunni og ég fengið allar upplýsingar um hvað viðkomandi var að gera. En það er ekki þannig,“ segir Snærós. Í gærkvöldi birti hún Facebook-færslu um auðkennisþjófnaðinn og bað fólk um að tilkynna síðuna til Facebook. Af ummælakerfinu við færslu Snærósar að dæma hafa um hundrað manns þegar gert það. Gerviaðgangurinn er þó enn opinn. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Aðgangurinn er ansi sannfærandi og virðist hafa verið ansi virkur á tímabili. Fjöldi fólks hefur skrifað ummæli við stolnu myndirnar og virðist manneskjan á bak við aðganginn hafa myndað nokkurt tengslanet. Snærós brá þegar hún frétti af því að verið væri að nota myndirnar hennar. „Ég fékk póst í gegnum Instagram frá einhverri konu sem ég veit ekki hvort sé einu sinni til. Þetta var pínu sjokk. Það var ótrúlega „freak-að“ þegar það rann upp fyrir mér að viðkomandi hafi verið að taka þessar myndir og dreifa þeim. Einhver hefur verið að búa til netpersónu með mínum myndum og myndum af börnunum mínum í næstum því heilt ár,“ segir Snærós. „Gervimennið svarar ummælum, svarar afmæliskveðjum, það er einhver alvöru manneskja á bak við þetta.“ Aðgangurinn virðist vera notaður í einhverskonar fasteignabrask. Flest fólkið sem skrifar ummæli við myndirnar er fasteignasalar eða tengt bransanum. Snærós hefur áhyggjur af því hve lítið hún geti gert. „Ég get report-að til Facebook en ég mun aldrei fá að vita hvernig manneskjan var að nota mitt auðkenni, í hvaða tilgangi. Í hvað andlitið á mér hefur verið notað. Það gæti hafa verið notað í „worst case scenario“ í algjöran viðbjóð eða til að svíkja og pretta peninga út úr fólki,“ segir hún. Facebook veitir litla hjálp í svona málum að hennar sögn. „Facebook er orðið að einhverju ríki sem er afskaplega erfitt að ná böndum um. Þessir hlutir ættu að ganga hratt fyrir sig. Það ætti að vera hægt að kæra til lögreglunnar, fyrirtækið útvega strax IP-tölu og strax hægt að finna hvar auðkennisþjófnaðurinn á sér stað. Svo ætti að vera hægt að loka síðunni og ég fengið allar upplýsingar um hvað viðkomandi var að gera. En það er ekki þannig,“ segir Snærós. Í gærkvöldi birti hún Facebook-færslu um auðkennisþjófnaðinn og bað fólk um að tilkynna síðuna til Facebook. Af ummælakerfinu við færslu Snærósar að dæma hafa um hundrað manns þegar gert það. Gerviaðgangurinn er þó enn opinn.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent