Brugðið vegna auðkennisþjófnaðar: „Það er einhver alvöru manneskja á bak við þetta“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. apríl 2022 12:21 Myndir af Snærós Sindradóttur og fjölskyldu hennar hafa verið notaðar af fölskum aðgangi, án hennar leyfis. Facebook Myndir af fjölmiðlakonunni Snærós Sindradóttur hafa verið notaðar á fölskum Facebook-aðgangi í tæpt ár. Myndirnar eru af Snærós sjálfri ásamt börnum hennar og eiginmanni. Hún segist hafa verið í sjokki þegar hún frétti af þessu. Aðgangurinn er ansi sannfærandi og virðist hafa verið ansi virkur á tímabili. Fjöldi fólks hefur skrifað ummæli við stolnu myndirnar og virðist manneskjan á bak við aðganginn hafa myndað nokkurt tengslanet. Snærós brá þegar hún frétti af því að verið væri að nota myndirnar hennar. „Ég fékk póst í gegnum Instagram frá einhverri konu sem ég veit ekki hvort sé einu sinni til. Þetta var pínu sjokk. Það var ótrúlega „freak-að“ þegar það rann upp fyrir mér að viðkomandi hafi verið að taka þessar myndir og dreifa þeim. Einhver hefur verið að búa til netpersónu með mínum myndum og myndum af börnunum mínum í næstum því heilt ár,“ segir Snærós. „Gervimennið svarar ummælum, svarar afmæliskveðjum, það er einhver alvöru manneskja á bak við þetta.“ Aðgangurinn virðist vera notaður í einhverskonar fasteignabrask. Flest fólkið sem skrifar ummæli við myndirnar er fasteignasalar eða tengt bransanum. Snærós hefur áhyggjur af því hve lítið hún geti gert. „Ég get report-að til Facebook en ég mun aldrei fá að vita hvernig manneskjan var að nota mitt auðkenni, í hvaða tilgangi. Í hvað andlitið á mér hefur verið notað. Það gæti hafa verið notað í „worst case scenario“ í algjöran viðbjóð eða til að svíkja og pretta peninga út úr fólki,“ segir hún. Facebook veitir litla hjálp í svona málum að hennar sögn. „Facebook er orðið að einhverju ríki sem er afskaplega erfitt að ná böndum um. Þessir hlutir ættu að ganga hratt fyrir sig. Það ætti að vera hægt að kæra til lögreglunnar, fyrirtækið útvega strax IP-tölu og strax hægt að finna hvar auðkennisþjófnaðurinn á sér stað. Svo ætti að vera hægt að loka síðunni og ég fengið allar upplýsingar um hvað viðkomandi var að gera. En það er ekki þannig,“ segir Snærós. Í gærkvöldi birti hún Facebook-færslu um auðkennisþjófnaðinn og bað fólk um að tilkynna síðuna til Facebook. Af ummælakerfinu við færslu Snærósar að dæma hafa um hundrað manns þegar gert það. Gerviaðgangurinn er þó enn opinn. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Aðgangurinn er ansi sannfærandi og virðist hafa verið ansi virkur á tímabili. Fjöldi fólks hefur skrifað ummæli við stolnu myndirnar og virðist manneskjan á bak við aðganginn hafa myndað nokkurt tengslanet. Snærós brá þegar hún frétti af því að verið væri að nota myndirnar hennar. „Ég fékk póst í gegnum Instagram frá einhverri konu sem ég veit ekki hvort sé einu sinni til. Þetta var pínu sjokk. Það var ótrúlega „freak-að“ þegar það rann upp fyrir mér að viðkomandi hafi verið að taka þessar myndir og dreifa þeim. Einhver hefur verið að búa til netpersónu með mínum myndum og myndum af börnunum mínum í næstum því heilt ár,“ segir Snærós. „Gervimennið svarar ummælum, svarar afmæliskveðjum, það er einhver alvöru manneskja á bak við þetta.“ Aðgangurinn virðist vera notaður í einhverskonar fasteignabrask. Flest fólkið sem skrifar ummæli við myndirnar er fasteignasalar eða tengt bransanum. Snærós hefur áhyggjur af því hve lítið hún geti gert. „Ég get report-að til Facebook en ég mun aldrei fá að vita hvernig manneskjan var að nota mitt auðkenni, í hvaða tilgangi. Í hvað andlitið á mér hefur verið notað. Það gæti hafa verið notað í „worst case scenario“ í algjöran viðbjóð eða til að svíkja og pretta peninga út úr fólki,“ segir hún. Facebook veitir litla hjálp í svona málum að hennar sögn. „Facebook er orðið að einhverju ríki sem er afskaplega erfitt að ná böndum um. Þessir hlutir ættu að ganga hratt fyrir sig. Það ætti að vera hægt að kæra til lögreglunnar, fyrirtækið útvega strax IP-tölu og strax hægt að finna hvar auðkennisþjófnaðurinn á sér stað. Svo ætti að vera hægt að loka síðunni og ég fengið allar upplýsingar um hvað viðkomandi var að gera. En það er ekki þannig,“ segir Snærós. Í gærkvöldi birti hún Facebook-færslu um auðkennisþjófnaðinn og bað fólk um að tilkynna síðuna til Facebook. Af ummælakerfinu við færslu Snærósar að dæma hafa um hundrað manns þegar gert það. Gerviaðgangurinn er þó enn opinn.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira