„Nú er kominn tími til að hafa aftur gaman“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. apríl 2022 12:43 Gauti Þeyr er einn af skipuleggjendum snjóbretta-og tónlistarhátíðarinnar Ak Extreme. Vísir/Vilhelm Snjóbretta-og tónlistarhátíðin AK Extreme er snúin aftur eftir margra ára fjarveru. Hátíðin fer af stað með miklum látum en í dag verður brunkeppni og grillveisla í Hlíðarfjalli og er öllum boðið. Norðanmenn þekkja hátíðina afar vel enda myndast mikil stemning þegar bæjarbúar flykkjast í miðbæinn til að fylgjast með tilþrifum snjóbrettakappanna. Gauti Þeyr Másson sem er betur þekktur sem Emmsjé Gauti segir ekki hafi reynst unt að halda hátíðina í mörg ár meðal annars vegna faraldursins og því sé eftirvæntingin og spennan gríðarleg. Fréttastofa ræddi við Gauta í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það eru allir þyrstir eftir langa pásu og nú er kominn tími til að hafa gaman aftur. Maður finnur að það hefur aldrei gengið jafnvel að selja miða þannig að við erum að búast við miklu partíi.“ Í kvöld og annað kvöld verður sérleg tónlistarveisla í Sjallanum á Akureyri en tónlistarfólk á borð við Aron Can, Birni og Bríet mun stíga á svið. Gauti segir að það sé næstum uppselt á tónleikana en að snjóbrettahluti hátíðarinnar sé alveg ókeypis. Sjá nánar: Árshátíð snjóbrettaiðkenda „Við „störtum“ hátíðinni „officially“ með brunkeppni og grillveislu þar sem öllum er boðið. Síðan á morgun, eins og Akureyringar og aðdáendur hátíðarinnar eru búnir að taka eftir, þá verðum við ekki með gámastæðurnar í bænum eins og við höfum vanalega gert því það var bara svo lítill fyrirvari þannig að við færðum stóru pallana upp í fjall og verðum þar klukkan eitt og síðan verðum við með innanbæjarsnjóbrettakeppni þar sem menn verða að renna sér á handriðum, hoppa niður stiga og gera alls konar kúnstir. Þetta verður í Skátagilinu á morgun og byrjar klukkan 20.00.“ Frá AK Extreme á Akureyri 2018.Erlendur Þór Magnússon „Hetjurnar að norðan“ breyttu leiknum Gauti var spurður hvort snjóbrettasenan sé enn jafn sterk og hún var en bræðurnir Eiríkur og Halldór Helgasynir lyftu íþróttinni á hærra plan á sínum tíma. „Það sem strákarnir gerðu, hetjurnar að norðan, settu náttúrulega bara gott fordæmi fyrir því að það væri hægt að gera þetta af alvöru því áður en þeir gera þetta þá var enginn atvinnumaður frá Íslandi,“ sagði Gauti sem bætti við að það væri hans tilfinning að íþróttin væri að styrkjast og festast í sessi. Hættir ef íþróttin verður of formleg Aðspurður segir Gauti þó að íþróttin megi aldrei verða of formleg heldur sé það aðlaðandi hvað hún sé hrá og óhefluð. „Það fallega við snjóbretti er að þetta er alltaf smá „sketchy“. Um leið og þetta verður fullkomlega skipulagt allt saman þá verðum við bara að hætta,“ sagði Gauti og skellti upp úr. Dagskráin er eftirfarandi: Föstudagur 1. apríl. 18.30 Mæting við skálann í Hlíðarfjalli. Red bull Extreme downhill fyrir alla. 19.00 Sprettur-inn og Red Bull bjóða öllum í grillpartý í Hlíðarfjalli. 23.00 Tónleikar í Sjallanum Laugardagur 2. apríl 13.00-16.00 Red Bull BigAir í Hlíðarfjalli og Junior Big Air í Hlíðarfjalli. Öllum velkomið að taka þátt. 20.00-21.30 Red Bull Jib mót niðri í bæ á Akureyri 23.00 Tónleikar í Sjallanum Snjóbrettaíþróttir Akureyri Tónlist Tengdar fréttir Árshátíð snjóbrettaiðkenda á AK Extreme á Akureyri um helgina Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme fer nú fram á Akureyri. Hátíðin er haldin í Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í Skátagili, Vamos og Sjallanum. 1. apríl 2022 09:59 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Norðanmenn þekkja hátíðina afar vel enda myndast mikil stemning þegar bæjarbúar flykkjast í miðbæinn til að fylgjast með tilþrifum snjóbrettakappanna. Gauti Þeyr Másson sem er betur þekktur sem Emmsjé Gauti segir ekki hafi reynst unt að halda hátíðina í mörg ár meðal annars vegna faraldursins og því sé eftirvæntingin og spennan gríðarleg. Fréttastofa ræddi við Gauta í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það eru allir þyrstir eftir langa pásu og nú er kominn tími til að hafa gaman aftur. Maður finnur að það hefur aldrei gengið jafnvel að selja miða þannig að við erum að búast við miklu partíi.“ Í kvöld og annað kvöld verður sérleg tónlistarveisla í Sjallanum á Akureyri en tónlistarfólk á borð við Aron Can, Birni og Bríet mun stíga á svið. Gauti segir að það sé næstum uppselt á tónleikana en að snjóbrettahluti hátíðarinnar sé alveg ókeypis. Sjá nánar: Árshátíð snjóbrettaiðkenda „Við „störtum“ hátíðinni „officially“ með brunkeppni og grillveislu þar sem öllum er boðið. Síðan á morgun, eins og Akureyringar og aðdáendur hátíðarinnar eru búnir að taka eftir, þá verðum við ekki með gámastæðurnar í bænum eins og við höfum vanalega gert því það var bara svo lítill fyrirvari þannig að við færðum stóru pallana upp í fjall og verðum þar klukkan eitt og síðan verðum við með innanbæjarsnjóbrettakeppni þar sem menn verða að renna sér á handriðum, hoppa niður stiga og gera alls konar kúnstir. Þetta verður í Skátagilinu á morgun og byrjar klukkan 20.00.“ Frá AK Extreme á Akureyri 2018.Erlendur Þór Magnússon „Hetjurnar að norðan“ breyttu leiknum Gauti var spurður hvort snjóbrettasenan sé enn jafn sterk og hún var en bræðurnir Eiríkur og Halldór Helgasynir lyftu íþróttinni á hærra plan á sínum tíma. „Það sem strákarnir gerðu, hetjurnar að norðan, settu náttúrulega bara gott fordæmi fyrir því að það væri hægt að gera þetta af alvöru því áður en þeir gera þetta þá var enginn atvinnumaður frá Íslandi,“ sagði Gauti sem bætti við að það væri hans tilfinning að íþróttin væri að styrkjast og festast í sessi. Hættir ef íþróttin verður of formleg Aðspurður segir Gauti þó að íþróttin megi aldrei verða of formleg heldur sé það aðlaðandi hvað hún sé hrá og óhefluð. „Það fallega við snjóbretti er að þetta er alltaf smá „sketchy“. Um leið og þetta verður fullkomlega skipulagt allt saman þá verðum við bara að hætta,“ sagði Gauti og skellti upp úr. Dagskráin er eftirfarandi: Föstudagur 1. apríl. 18.30 Mæting við skálann í Hlíðarfjalli. Red bull Extreme downhill fyrir alla. 19.00 Sprettur-inn og Red Bull bjóða öllum í grillpartý í Hlíðarfjalli. 23.00 Tónleikar í Sjallanum Laugardagur 2. apríl 13.00-16.00 Red Bull BigAir í Hlíðarfjalli og Junior Big Air í Hlíðarfjalli. Öllum velkomið að taka þátt. 20.00-21.30 Red Bull Jib mót niðri í bæ á Akureyri 23.00 Tónleikar í Sjallanum
Snjóbrettaíþróttir Akureyri Tónlist Tengdar fréttir Árshátíð snjóbrettaiðkenda á AK Extreme á Akureyri um helgina Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme fer nú fram á Akureyri. Hátíðin er haldin í Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í Skátagili, Vamos og Sjallanum. 1. apríl 2022 09:59 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Árshátíð snjóbrettaiðkenda á AK Extreme á Akureyri um helgina Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme fer nú fram á Akureyri. Hátíðin er haldin í Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í Skátagili, Vamos og Sjallanum. 1. apríl 2022 09:59