Netverjar mótmæla niðurskurði hjá Strætó: „Á hvaða brengluðu tímalínu lifi ég?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2022 14:15 Leið 36 er meðal þeirra Strætóleiða sem hættir núna fyrr að ganga. Vísir/Vilhelm Netverjar eru síður en svo sáttir með breytta ferðaáætlun Strætó sem var kynnt í gær. Strætómál og leigubílaleysi hefur verið til mikillar umræðu, til að mynda á Twitter, og segja netverjar um öryggismál að ræða. Greint var frá því í gær að breyta eigi áætlunarferðum Strætó á nokkrum leiðum sem farnar eru hjá fyrirtækinu. Þar á meðal eru leiðir 7, 11, 12, 15 og 28. Breytingarnar, sem felast í styttum þjónustutíma og færri ferðum, eiga að spara Strætó rúmlega 200 milljónir í rekstri á þessu ári. Breytingarnar tóku gildi í morgun en það er ekki bara Strætó og skert þjónusta hans sem er til umræðu. Svo virðist sem alvarlegur leigubílaskortur sé í höfuðborginni, ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum. Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, stjórnarmaður í Félagi ungra jafnaðarmanna, skrifar á Twitter að það sé orðið lýðheilsumál að leysa leigubílaflækjuna. Hann skrifar í gríni að fólk sé að deyja úr ofkælingu í röðinni. það er orðið lýðheilsumál að leysa þessa leigubilaflækju. fólk er að deyja úr ofkælingu í röðinni— óskar steinn (@oskasteinn) April 3, 2022 Hann bætir því svo við að það þurfi að dæla peningum í strætó í smá stund til að láta þjónustuna virka og þá sé það komið. Fleiri taka undir það sjónarmið og Ottarr Makuch bætir við að sniðugt væri að hafa Strætó gjaldfrjálsan í nokur ár til að ala upp kynslóð sem venjist almenningssamgöngum. Nákvæmlega! Þessi punktur er svo mikilvægur. Búa til fjárhagslega hvata. Byrja að rukka almennilega fyrir bílastæði hjá HÍ einnig takk.— Björn Björnsson (@BjornIvarBjorns) April 3, 2022 Varaþingmaðurinn Lenya Rún Taha Karim skrifar að almenningssamgöngur eigi ekki að vera settar á fót til að skila hagnaði, þær séu hluti af almannaþjónustu. Almenningssamgöngur eiga ekki að vera settar á fót til að skila hagnaði, þetta er hluti af almannaþjónustu. Af hverju erum við ennþá að eiga þetta samtal?— Lenya Rún (@Lenyarun) April 2, 2022 Haukur Bragason bendir á að verði þjónusta Strætó alltaf verri og verri muni færri og færri nota hana. Ef þjónustan verður alltaf verri og verri munu alltaf færri og færri nota hana. Ef það er brugðist við því með því að gera þjónustuna enn verri munu að sjálfsögðu enn færri nota hana. Þetta eru ekki eldflaugavísindi.Dæla peningum í þetta og stórbæta þjónustu og þægindi = Win 🏆 pic.twitter.com/7RJ7RqQsX0— Haukur Bragason (@HaukurBragason) April 2, 2022 Þetta er uppeldi þjóðarinnar af hendi Sjálfstæðisflokksins. Og fólk gleypir þetta, að samgöngur á Íslandi séu nánast ómögulegar nema með einkabíl á malbiki. Lestir myndu aldrei ganga upp á Íslandi og of dýrar, upphitaðir/yfirbyggðir hjólastígar í borg of dýrir og ekkert notað...— Haukur Bragason (@HaukurBragason) April 2, 2022 Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður, segist hafa reynt að taka leigubíl heim úr vinnunni í gærkvöldi en aldrei fengið svar. Hann hafi skráð sig á Facebook-hópinn Skutlarar, fengið bíl og verið kominn heim á korteri. Reyndi að fá leigara heim úr vinnunni í kvöld, en fékk aldrei svar, þrátt fyrir að hafa reynt lengi. Skráði mig á skutlara á FB í Fyrsta sinn og fékk bíl og var kominn heim á innan við korteri - þetta leigubílakerfi hér þarf amennilega yfirhalningu imo https://t.co/lUeYxFqp1Y— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) April 3, 2022 Nokkrir svara í athugasemdum að þeir hafi lent í því sama. Ég kom á BSÍ á miðnætti með flybus ásamt 20 túristum og þar var enginn leigubíll og ég þurfti að bíða í símanum í korter. Frekar steikt fyrstu kynni af Reykjavík fyrir greyið fólkið. 🙃— Emil Asgrimsson (@emilasg) April 3, 2022 Lenti i þessu um daginn pantaði bíl á mitt nafn fékk tilkynningu að hann væri kominn, við hjónin út og enginn bíll þá hafði bara einhver tekið hann og við hjónin stóðum úti í frosti og ógeðisveðri i 20 mín eftir öðrum.Hef notast við uber úti og aldrei lent i svona bulli með þá— Kjartan Petursson🇺🇦 (@KjarriP) April 3, 2022 Hexía skrifar á Twitter að leigubílaleysið í miðbænum sé komið úr böndunum og kallar eftir endurkomu næturstrætós. Þetta sé öryggisatriði, sérstaklega fyrir kvenfólk. Ef konur eiga að geta stundað bæinn og verið öruggar á meðan verður að vera örugg leið til að komast úr bænum.— HEXÍA✨🇺🇦 (@viskustykki) April 3, 2022 Donna segist skeptísk á Borgarlínu og spyr hvernig hún eigi að ganga upp þegar 200 milljóna króna rekstrarhalli verður Strætó að falli. ég er skeptísk á Borgarlínu, ekki útaf hugmyndinni eða hvernig hún á að virka heldur að við erum með ríkisstjórn sem getur ekki einu sinni skaffað gula bílnum rúmar 200 milljónir. Hann hefur aldrei virkað. Á ég að treysta því að þau reddi þessu bara?— 💎 Donna 💎 (@naglalakk) April 3, 2022 Elísabet skrifar að niðurskurðurinn hjá Strætó sé súrrealískur. Það er verið að minnka þjónustu strætó til að "hagræða" rekstrinum, fækka ferðum á kvöldin og þannig lagað— 🪺 elísabet (aka ebet (aka beta)) (@jtebasile) April 3, 2022 Strætó Samgöngur Leigubílar Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Greint var frá því í gær að breyta eigi áætlunarferðum Strætó á nokkrum leiðum sem farnar eru hjá fyrirtækinu. Þar á meðal eru leiðir 7, 11, 12, 15 og 28. Breytingarnar, sem felast í styttum þjónustutíma og færri ferðum, eiga að spara Strætó rúmlega 200 milljónir í rekstri á þessu ári. Breytingarnar tóku gildi í morgun en það er ekki bara Strætó og skert þjónusta hans sem er til umræðu. Svo virðist sem alvarlegur leigubílaskortur sé í höfuðborginni, ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum. Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, stjórnarmaður í Félagi ungra jafnaðarmanna, skrifar á Twitter að það sé orðið lýðheilsumál að leysa leigubílaflækjuna. Hann skrifar í gríni að fólk sé að deyja úr ofkælingu í röðinni. það er orðið lýðheilsumál að leysa þessa leigubilaflækju. fólk er að deyja úr ofkælingu í röðinni— óskar steinn (@oskasteinn) April 3, 2022 Hann bætir því svo við að það þurfi að dæla peningum í strætó í smá stund til að láta þjónustuna virka og þá sé það komið. Fleiri taka undir það sjónarmið og Ottarr Makuch bætir við að sniðugt væri að hafa Strætó gjaldfrjálsan í nokur ár til að ala upp kynslóð sem venjist almenningssamgöngum. Nákvæmlega! Þessi punktur er svo mikilvægur. Búa til fjárhagslega hvata. Byrja að rukka almennilega fyrir bílastæði hjá HÍ einnig takk.— Björn Björnsson (@BjornIvarBjorns) April 3, 2022 Varaþingmaðurinn Lenya Rún Taha Karim skrifar að almenningssamgöngur eigi ekki að vera settar á fót til að skila hagnaði, þær séu hluti af almannaþjónustu. Almenningssamgöngur eiga ekki að vera settar á fót til að skila hagnaði, þetta er hluti af almannaþjónustu. Af hverju erum við ennþá að eiga þetta samtal?— Lenya Rún (@Lenyarun) April 2, 2022 Haukur Bragason bendir á að verði þjónusta Strætó alltaf verri og verri muni færri og færri nota hana. Ef þjónustan verður alltaf verri og verri munu alltaf færri og færri nota hana. Ef það er brugðist við því með því að gera þjónustuna enn verri munu að sjálfsögðu enn færri nota hana. Þetta eru ekki eldflaugavísindi.Dæla peningum í þetta og stórbæta þjónustu og þægindi = Win 🏆 pic.twitter.com/7RJ7RqQsX0— Haukur Bragason (@HaukurBragason) April 2, 2022 Þetta er uppeldi þjóðarinnar af hendi Sjálfstæðisflokksins. Og fólk gleypir þetta, að samgöngur á Íslandi séu nánast ómögulegar nema með einkabíl á malbiki. Lestir myndu aldrei ganga upp á Íslandi og of dýrar, upphitaðir/yfirbyggðir hjólastígar í borg of dýrir og ekkert notað...— Haukur Bragason (@HaukurBragason) April 2, 2022 Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður, segist hafa reynt að taka leigubíl heim úr vinnunni í gærkvöldi en aldrei fengið svar. Hann hafi skráð sig á Facebook-hópinn Skutlarar, fengið bíl og verið kominn heim á korteri. Reyndi að fá leigara heim úr vinnunni í kvöld, en fékk aldrei svar, þrátt fyrir að hafa reynt lengi. Skráði mig á skutlara á FB í Fyrsta sinn og fékk bíl og var kominn heim á innan við korteri - þetta leigubílakerfi hér þarf amennilega yfirhalningu imo https://t.co/lUeYxFqp1Y— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) April 3, 2022 Nokkrir svara í athugasemdum að þeir hafi lent í því sama. Ég kom á BSÍ á miðnætti með flybus ásamt 20 túristum og þar var enginn leigubíll og ég þurfti að bíða í símanum í korter. Frekar steikt fyrstu kynni af Reykjavík fyrir greyið fólkið. 🙃— Emil Asgrimsson (@emilasg) April 3, 2022 Lenti i þessu um daginn pantaði bíl á mitt nafn fékk tilkynningu að hann væri kominn, við hjónin út og enginn bíll þá hafði bara einhver tekið hann og við hjónin stóðum úti í frosti og ógeðisveðri i 20 mín eftir öðrum.Hef notast við uber úti og aldrei lent i svona bulli með þá— Kjartan Petursson🇺🇦 (@KjarriP) April 3, 2022 Hexía skrifar á Twitter að leigubílaleysið í miðbænum sé komið úr böndunum og kallar eftir endurkomu næturstrætós. Þetta sé öryggisatriði, sérstaklega fyrir kvenfólk. Ef konur eiga að geta stundað bæinn og verið öruggar á meðan verður að vera örugg leið til að komast úr bænum.— HEXÍA✨🇺🇦 (@viskustykki) April 3, 2022 Donna segist skeptísk á Borgarlínu og spyr hvernig hún eigi að ganga upp þegar 200 milljóna króna rekstrarhalli verður Strætó að falli. ég er skeptísk á Borgarlínu, ekki útaf hugmyndinni eða hvernig hún á að virka heldur að við erum með ríkisstjórn sem getur ekki einu sinni skaffað gula bílnum rúmar 200 milljónir. Hann hefur aldrei virkað. Á ég að treysta því að þau reddi þessu bara?— 💎 Donna 💎 (@naglalakk) April 3, 2022 Elísabet skrifar að niðurskurðurinn hjá Strætó sé súrrealískur. Það er verið að minnka þjónustu strætó til að "hagræða" rekstrinum, fækka ferðum á kvöldin og þannig lagað— 🪺 elísabet (aka ebet (aka beta)) (@jtebasile) April 3, 2022
Strætó Samgöngur Leigubílar Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira