Skiluðu púltunum og pökkuðu loks saman eftir seinasta fund Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2022 15:20 Landsmenn mun ekki sjá þessa kunnuglegu sviðsmynd í bráð. Vísir/Vilhelm Smitrakningateymi almannavarna og landlæknis var formlega lagt niður síðasta fimmtudag en alls hafa 112 starfað við rakningu frá því faraldurinn hófst hér á landi. Öll aðstaða fyrir upplýsingafundi hefur nú verið tekin niður en samskiptastjóri almannavarna segir best að sleppa yfirlýsingum um seinasta upplýsingafundinn að fenginni reynslu. Hjördís Guðmundsdóttir segir að fjöldi þeirra sem hafi starfað á vegum almannavarna og embættis landlæknis í tengslum við faraldurinn hafi sveiflast mikið frá því að faraldurinn hófst. „Núna um mánaðamótin voru ansi margir sem hættu hjá okkur sem voru búnir að vinna hjá okkur í marga mánuði, bæði við rakningu og eftirlit og annað, ýmsum störfum sem tengdust Covid. Það var svo mögulega enn þá stærri hópur sem hætti um síðustu mánaðamót,“ segir Hjördís en eiginlegri smitrakningu lauk þegar sóttkví var aflétt þann 11. febrúar. Eftir standa um þrír til fimm sem sinna enn störfum tengdum faraldrinum, mest við úrvinnslu og skýrslugerð svo hægt sé að draga lærdóm af viðbrögðum yfirvalda. Einnig mun starfsliðið sjá um að halda úti upplýsingavefnum Covid.is en von er á því að sýkingartölur verði ekki lengur uppfærðar alla virka daga líkt og verið hefur. „Það er ýmislegt sem stendur eftir og margt sem er ekki búið í raun og veru, og eins og við vitum öll þá er Covid ekki búið þannig að við erum enn að fylgjast með og erum í góðri samvinnu við sóttvarnasvið hjá embætti landlæknis,“ segir samskiptastjóri almannavarna. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Vísir/Vilhelm Sviðið horfið Um tveir mánuðir eru nú liðnir frá því að síðast var boðið til upplýsingafundar vegna faraldursins þann 2. febrúar. Síðan þá hefur bláa og græna sviðsmyndin sem er orðin landsmönnum að góðu kunn verið tekin niður. Einnig hefur ræðupúltunum og öllum tækjabúnaði sem notaður var við útsendingar fundanna verið skilað en sá var tekinn á leigu. „Þannig að við vonumst til að nota þetta aldrei aftur í þessum tilgangi en við erum nú samt búin að læra það á öllu þessu að aldrei segja aldrei og við ákváðum að tala aldrei um síðasta fund þar sem það hefur verið gert áður. Púltin góðu hvítu sem þau stóðu fyrir aftan hefur áður verið skilað en ég held að þau hafi bara verið í bílnum á leiðinni til síns heima þegar það var hringt og beðið um þau aftur.“ Úr gámi í háhýsi Fyrstu upplýsingafundirnir vorið 2020 fóru fram í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og voru svo fluttir í gám þar fyrir utan. Úr gámnum fóru upplýsingafundirnir í Katrínartún, þar sem Covid-starfsemi almannavarna var lengi til húsa, fyrst á annarri hæð og svo í lokin á fjórðu hæð. Nú er búið að skila því rými og ekki liggur fyrir hvar næsti fundur yrði haldinn ef til þess kæmi. „Ef maður hefur lært eitthvað af öllum þessu tíma þá er það að yfirlýsingar um að eitthvað sé búið, við sleppum þeim þar sem þetta er nú heimsfaraldur og eins og við heyrum þá er hann alls ekki búinn, bæði hérna og hvað þá út í heimi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira
Hjördís Guðmundsdóttir segir að fjöldi þeirra sem hafi starfað á vegum almannavarna og embættis landlæknis í tengslum við faraldurinn hafi sveiflast mikið frá því að faraldurinn hófst. „Núna um mánaðamótin voru ansi margir sem hættu hjá okkur sem voru búnir að vinna hjá okkur í marga mánuði, bæði við rakningu og eftirlit og annað, ýmsum störfum sem tengdust Covid. Það var svo mögulega enn þá stærri hópur sem hætti um síðustu mánaðamót,“ segir Hjördís en eiginlegri smitrakningu lauk þegar sóttkví var aflétt þann 11. febrúar. Eftir standa um þrír til fimm sem sinna enn störfum tengdum faraldrinum, mest við úrvinnslu og skýrslugerð svo hægt sé að draga lærdóm af viðbrögðum yfirvalda. Einnig mun starfsliðið sjá um að halda úti upplýsingavefnum Covid.is en von er á því að sýkingartölur verði ekki lengur uppfærðar alla virka daga líkt og verið hefur. „Það er ýmislegt sem stendur eftir og margt sem er ekki búið í raun og veru, og eins og við vitum öll þá er Covid ekki búið þannig að við erum enn að fylgjast með og erum í góðri samvinnu við sóttvarnasvið hjá embætti landlæknis,“ segir samskiptastjóri almannavarna. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Vísir/Vilhelm Sviðið horfið Um tveir mánuðir eru nú liðnir frá því að síðast var boðið til upplýsingafundar vegna faraldursins þann 2. febrúar. Síðan þá hefur bláa og græna sviðsmyndin sem er orðin landsmönnum að góðu kunn verið tekin niður. Einnig hefur ræðupúltunum og öllum tækjabúnaði sem notaður var við útsendingar fundanna verið skilað en sá var tekinn á leigu. „Þannig að við vonumst til að nota þetta aldrei aftur í þessum tilgangi en við erum nú samt búin að læra það á öllu þessu að aldrei segja aldrei og við ákváðum að tala aldrei um síðasta fund þar sem það hefur verið gert áður. Púltin góðu hvítu sem þau stóðu fyrir aftan hefur áður verið skilað en ég held að þau hafi bara verið í bílnum á leiðinni til síns heima þegar það var hringt og beðið um þau aftur.“ Úr gámi í háhýsi Fyrstu upplýsingafundirnir vorið 2020 fóru fram í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og voru svo fluttir í gám þar fyrir utan. Úr gámnum fóru upplýsingafundirnir í Katrínartún, þar sem Covid-starfsemi almannavarna var lengi til húsa, fyrst á annarri hæð og svo í lokin á fjórðu hæð. Nú er búið að skila því rými og ekki liggur fyrir hvar næsti fundur yrði haldinn ef til þess kæmi. „Ef maður hefur lært eitthvað af öllum þessu tíma þá er það að yfirlýsingar um að eitthvað sé búið, við sleppum þeim þar sem þetta er nú heimsfaraldur og eins og við heyrum þá er hann alls ekki búinn, bæði hérna og hvað þá út í heimi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira