Orban gagnrýndi Selenskí í sigurræðu sinni Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 4. apríl 2022 07:36 Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árínu 2010. EPA Viktor Orban og Fidesz-flokkur hans unnu öruggan sigur í þingkosningunum í Ungverjalandi sem fram fóru í gær. Það er því ljóst að hann mun gegna stöðu forsætisráðherra í landinu, fjórða kjörtímabilið í röð. Sigurræða Orbans hefur hlotið töluverða gagnrýni en þar virðist hann hæðast að Volodomir Selenskí forseta Úkraínu. Orban þykir hallur undir Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Selenskí hefur sjálfur gagnrýnt forætisráðherrann fyrir að vilja ekki gagnrýna Pútín og stríðsrekstur hans í Úkraínu. Í sigurræðu sinni sagði Orban að allur heimurinn sjái nú að pólitík kristilegra íhaldsmanna og föðurlandsvina hafi farið með sigur af hólmi í Ungverjalandi. Orban segir að með sigrinum sé verið að senda Evrópu skýr skilaboð um að þetta sé ekki fortíðin, heldur framtíðin. Þá sagði hann að allir eigi eftir að muna eftir þessum sigri því andstæðingarnir hafi verið svo margir. Taldi Orban síðan upp andstæðinga sína og talaði um vinstrimenn heimafyrir, vinstrimenn í öðrum löndum, „möppudýrin í Brussel“ og forseta Úkraínu, sagði Orban og uppskar hlátrasköll frá stuðningsmönnum sínum, að því er segir í frétt Guardian. Fidesz-flokkurinn hlaut um 53 prósent atkvæða og bandalag sex stjórnarandstöðuflokka einungis um 35 prósent. Kosningaþátttaka var mikil, tæplega 69 prósent, en það er nærri jafnmikil þátttaka og í kosningunum 2018 þegar met var slegið. Orban hefur í stjórnartíð sinni ítrekað lent upp á kant við Evrópusambandið þegar kemur að málum eins og fjölmiðlafrelsi, málefnum flóttafólks og samskiptum Ungverjalands og Rússlands. Þá hefur hann sætt gagnrýni fyrir óeðlileg afskipti af dómskerfinu og að hafa breytt kjördæmum til að hagnast sér og sínum flokki. Ungverjaland Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35 Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Sigurræða Orbans hefur hlotið töluverða gagnrýni en þar virðist hann hæðast að Volodomir Selenskí forseta Úkraínu. Orban þykir hallur undir Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Selenskí hefur sjálfur gagnrýnt forætisráðherrann fyrir að vilja ekki gagnrýna Pútín og stríðsrekstur hans í Úkraínu. Í sigurræðu sinni sagði Orban að allur heimurinn sjái nú að pólitík kristilegra íhaldsmanna og föðurlandsvina hafi farið með sigur af hólmi í Ungverjalandi. Orban segir að með sigrinum sé verið að senda Evrópu skýr skilaboð um að þetta sé ekki fortíðin, heldur framtíðin. Þá sagði hann að allir eigi eftir að muna eftir þessum sigri því andstæðingarnir hafi verið svo margir. Taldi Orban síðan upp andstæðinga sína og talaði um vinstrimenn heimafyrir, vinstrimenn í öðrum löndum, „möppudýrin í Brussel“ og forseta Úkraínu, sagði Orban og uppskar hlátrasköll frá stuðningsmönnum sínum, að því er segir í frétt Guardian. Fidesz-flokkurinn hlaut um 53 prósent atkvæða og bandalag sex stjórnarandstöðuflokka einungis um 35 prósent. Kosningaþátttaka var mikil, tæplega 69 prósent, en það er nærri jafnmikil þátttaka og í kosningunum 2018 þegar met var slegið. Orban hefur í stjórnartíð sinni ítrekað lent upp á kant við Evrópusambandið þegar kemur að málum eins og fjölmiðlafrelsi, málefnum flóttafólks og samskiptum Ungverjalands og Rússlands. Þá hefur hann sætt gagnrýni fyrir óeðlileg afskipti af dómskerfinu og að hafa breytt kjördæmum til að hagnast sér og sínum flokki.
Ungverjaland Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35 Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35
Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43