Evrópusambandið

Fréttamynd

Kol­röng skila­boð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum

Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, hefur óskað eftir því að utanríkisráðherra komi á fund nefndarinnar sem fyrst til að ræða tillögu framkvæmdastjórnar ESB um verndarráðstafanir vegna járnblendis en hvorki Íslandi né Noregi verður hlíft við ráðstöfunum samkvæmt tillögunni.

Innlent
Fréttamynd

Skýrt að verndar­ráð­stafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags

Of snemmt er að segja til um hversu þungt höggið verður fyrir verksmiðju Elkem á Grundartanga samþykki ríki ESB tillögu framkvæmdastjórnarinnar um verndarráðstafanir. Sérfræðingur í Evrópurétti segir skýrt í regluverki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að ef tollabandalög grípa til verndarráðstafana þá gildi þær um alla sem standa utan bandalagsins, ekki bara suma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fram­lag Ís­lands til Parísar­samningsins ó­háð ESB-mark­miði

Ísland er með sjálfstæða aðild að Parísarsamninginum sem er ekki háð samstarfi við Evrópusambandið, að sögn fulltrúa sendinefndar sambandsins á Íslandi. Stjórnvöld þurftu nýlega að leiðrétta losunarmarkmið sem var skilað til samningsins vegna misskilnings um eðli samstarfsins við ESB.

Innlent
Fréttamynd

Búi sig undir að berja í borðið

Grafalvarleg staða er uppi eftir að framkvæmdastjórn ESB gaf til kynna að hún ætli ekki að veita Íslandi undanþágu frá verndartollum á kísilmálm, að sögn sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði en baráttunni hvergi nærri lokið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bindur vonir við „plan B“

Utanríkisráðherra lýsir vonbrigðum yfir því að framkvæmdastjórn ESB vilji ekki gefa Íslandi undanþágu frá tollum á járnblendi. Fyrst „plan A“ virkaði ekki bindur hún vonir við „plan B“ en skýrir þó ekki hvað hún meinar með því. Forstjóri Elkem lýsir einnig óvissu og vonbrigðum en telur ólíklegt að tilverugrundvelli fyrirtækisins sé ógnað. Enn sé of mikið af ósvöruðum spurningum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lensk stjórn­völd viður­kenndu brot

Íslensk stjórnvöld sitja uppi með málskostnaðinn eftir að dómstóll EFTA dæmdi þeim í óhag í tveimur málum í dag. Stjórnvöld viðurkenndu að hafa vanefnt skyldur sínar gagnvart Fríverslunarsamtökum Evrópu með því að innleiða ekki tilskipanir um urðun úrgangs og plastumbúðir innan frests.

Innlent
Fréttamynd

Stöðva rekstur Vélfags

Stjórnendur Vélfags hafa ákveðið að stöðva starfsemi fyrirtækisins tímabundið og senda alla starfsmenn heim á meðan dóms er beðið í máli fyrirtækisins gegn íslenska ríkinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vélfag hafi í­trekað grafið undan eigin undan­þágu

Utanríkisráðuneytið segir Vélfag hafa ítrekað grafið undan undanþágu sem það fékk frá þvingunaraðgerðum og því hafi framlengingu á henni verið hafnað. Vélfag hefur hafnað því að tengjast enn rússnesku félagi á þvingunarlista en stjórnarformaður þess hefur átt í viðskiptum við það á öðrum vettvangi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Dagur, enga frasapólitík hér“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir hagsmunaöfl leggja „þagnarhönd“ yfir umræðu um evruna og ESB. Hann vill að Ísland gangi í ESB og taki upp evruna því að hann telur það tryggja lægri vexti. Varaformaður Framsóknarflokksins telur skynsamlegra að ráðast í kerfisbreytingar hér heima til að bregðast við háu vaxtastigi.

Innlent
Fréttamynd

Tími til að endur­skoða persónuverndarlög sem kæfa ný­sköpun

Hæstiréttur Íslands ógilti nýverið úrskurð Persónuverndar í máli sem sneri að Íslenskri erfðagreiningu og aðkomu fyrirtækisins að söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar.Dómurinn varpar ljósi á hversu langt íslensk stjórnvöld og Alþingi gengu við innleiðingu á evrópsku persónuverndarreglugerðinni (GDPR), hversu langt Persónuvernd hefur gengið í túlkun sinni á persónuverndarlögum og hvaða áhrif það hefur á atvinnulíf og nýsköpun hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Krónan út­hlutar ekki byggingalóðum

Við þekkjum fullyrðingar um það að háir vextir og mikil verðbólga sé óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar vegna þess að hún sé smár sjálfstæður gjaldmiðill. Hins vegar eru það einungis fullyrðingar. Þeim fylgir sjaldnast einhver röstuðningur og aldrei rök sem standast nánari skoðun.

Skoðun
Fréttamynd

Myndar stjórn með fjar­hægri­flokkum

Tékkneski milljarðamæringurinn Andrej Babis og ANO-flokkur hans hafa myndað nýja ríkisstjórn með tveimur fjarhægriflokkum sem hafa barist gegn frekari Evrópusamvinnu.

Erlent
Fréttamynd

Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu

Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Vís­vitandi verið að skaða at­vinnu­lífið?

Haustið 2009 sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi stjórnarmaður í Evrópusamtökunum sem börðust fyrir inngöngu í Evrópusambandið, á fundi í Norræna húsinu að forsenda þess að mögulegt væri að koma Íslandi inn í sambandið væri að staða efnahagsmála þjóðarinnar yrði enn verri en hún varð í kjölfar bankahrunsins.

Skoðun
Fréttamynd

Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið aug­lýst

Sérfræðingar í loftslagsmálum setja spurningarmerki við hvernig íslensk stjórnvöld stóðu að upplýsingagjöf um sérlausn sem þau fengu vegna hertra losunarreglna. Lausnin er opin öllum flugfélögum sem fljúga um Ísland en hún virðist ekki hafa verið auglýst fyrir erlend félög að neinu marki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir sam­eigin­legum gildum Norður­landa ógnað

Norðurlöndin hafa verið leiðarljós lýðræðis og mannréttinda í heiminum en sameiginlegum gildum þeirra er nú ógnað, að mati Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra. Viðræður Íslands og Evrópusambandsins um öryggis- og varnarsamstarf eru sagðar ganga vel.

Innlent
Fréttamynd

Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælis­leit­enda sem vísað var frá Ís­landi

Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum hefur skráð kvörtun karlmanns á þrítugsaldri, frá Kamerún, sem vísað var frá Íslandi í upphafi þessa árs á grundvelli Dyflinnarreglugerðar. Manninum var vísað til Möltu þar sem stjórnvöld áttu að taka umsókn hans um vernd til meðferðar. Manninum var vísað aftur til heimalands síns þremur dögum eftir komu til Möltu og sætti þar, samkvæmt lögmanni hans, pyntingum og ómannúðlegri meðferð. Maðurinn fer nú huldu höfði í Kamerún.

Innlent
Fréttamynd

Óttast Þor­gerður úr­skurð EFTA-dómstólsins?

Frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um bókun 35 við EES-samninginn gengur út á það að lögfest verði að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn gangi framar löggjöf sem á sér innlendan uppruna.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­kvæmda­stjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sakaði í dag Meta og Bytedance um að brjóta gegn nýjum lögum sambandsins um samfélagsmiðla. Fyrirtækin eru sökuð um að veita rannsakendum ekki aðgang að gögnum á Facebook og Instagram annarsvegar og TikTok hins vegar, eins og lögin segja til um.

Viðskipti erlent