Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2022 12:05 Dmytro Kuleba ræðir málin við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í Brussel í morgun. AP/Olivier Matthys Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu var einnig mættur á fund utanríkisráðherra NATO í Brussel í morgun. Hann sagðist kominn til að funda með ráðherrahópnum en einnig til að eiga tvíhliða fundi með einstöðum ráðamönnum NATO-ríkjanna. „Erindi mitt er einfalt. Það eru bara þrjú mál á dagskránni: Vopn, vopn, vopn,“ sagði Kuleba þar sem hann stóð við hliðina á Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO á leið til ráðherrafundarins. Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna fóru yfir stöðuna í stríðinu í Úkraínu og hryllinginn sem Rússar skildu eftir sig í bænum Bucha með Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu í morgun.AP/Olivier Matthys Útvegun vopna væri besta leiðin á þessari stundu til að hjálpa Úkraínumönnum til að halda aftur af Vladimir Putin Rússlandsforseta og sigra hersveitir hans innan landamæra Úkraínu og tryggja þannig að stíðið breiddist ekki út til annarra landa. „Undanfarnar vikur hefði úkraínski herinn og öll úkraínska þjóðin sýnt að hún geti barist og viti hvernig vinna megi stríðið. En án þeirrar stöðugu og nægjanlegu vopnasendinga sem við óskum eftir nást þessir sigrar aðeins með gífurlegum fórnum,“ sagði Kuleba. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir situr utanríkisráðherrafundinn í Brussell og segir upplifun að fá upplýsingar og stöðumat beint frá Úkraínumönnum. „Hann varar við því að næstu dagar og vikur verði ansi dökkar. Talar heiðarlega og hreinskiptið við okkur þakkar sömuleiðis fyrir það sem vina- og bandalagsþjóðir hafa gert. En kallar eftir því að þau þurfi frekari aðstoð til að geta varist áfram,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún reikni með að stuðningurinn við frjálsa Úkraínu verið aukinn en hver aðildarþjóð NATO ákveði stuðning sinn. Því í raun sé þetta árás á þau gildi og alþjóðalög sem Íslendingar og aðar vestrænar þjóðir byggi á. Ekkert lát er á straumi flóttamanna vestur yfir landamærin frá Úkraínu. Um 12 milljónir íbúa landsins hafa verið flæmdar frá heimilum sínum og hátt í þrjár milljónir manna flúð yfir landamærin.AP/Sergei Grits „Við höfum verið með mannúðaraðstoð og frekari framlög og það kann að vera að þar þurfi að bæta í. Svo er móttaka fólks frá Úkraínu sem skiptir máli,“ segir utanríkisráðherra. Að auki hafi íslensk stjórnvöld staðið undir flutningum á vopnum fyrir Úkraínumenn til Póllands og leigt til þess flugvélar. Félag Íslenskra atvinnuflugmanna hefur gagnrýnt að samið hafi verið við Bláfugl um flutningana þar sem félagið hafi brotið á kjörum starfsmanna og ekki virt niðurstöðu Félagsdóms í þeim efnum. Utanríkisráðherra segir sjálfsagt að benda á það sem betur mætti fara. „Svona í stóra samhenginu og þeirri aðstöðu sem fólk í Úkraínu er fannst mér Skipta mestu máli að geta orðið að liði. Mér finnst mikilvægt að folk setji það aðeins í samhengi,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir í Brussel í morgun. Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Tengdar fréttir Vaktin: Segir Bucha hafa orðið fyrir valinu vegna líkindanna við orðið „butcher“ Utanríkisráðherra Úkraínu segir þrjú mál verða á dagskrá þegar hann ræðir við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast sem fyrst, annars muni margir deyja. 7. apríl 2022 06:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu var einnig mættur á fund utanríkisráðherra NATO í Brussel í morgun. Hann sagðist kominn til að funda með ráðherrahópnum en einnig til að eiga tvíhliða fundi með einstöðum ráðamönnum NATO-ríkjanna. „Erindi mitt er einfalt. Það eru bara þrjú mál á dagskránni: Vopn, vopn, vopn,“ sagði Kuleba þar sem hann stóð við hliðina á Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO á leið til ráðherrafundarins. Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna fóru yfir stöðuna í stríðinu í Úkraínu og hryllinginn sem Rússar skildu eftir sig í bænum Bucha með Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu í morgun.AP/Olivier Matthys Útvegun vopna væri besta leiðin á þessari stundu til að hjálpa Úkraínumönnum til að halda aftur af Vladimir Putin Rússlandsforseta og sigra hersveitir hans innan landamæra Úkraínu og tryggja þannig að stíðið breiddist ekki út til annarra landa. „Undanfarnar vikur hefði úkraínski herinn og öll úkraínska þjóðin sýnt að hún geti barist og viti hvernig vinna megi stríðið. En án þeirrar stöðugu og nægjanlegu vopnasendinga sem við óskum eftir nást þessir sigrar aðeins með gífurlegum fórnum,“ sagði Kuleba. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir situr utanríkisráðherrafundinn í Brussell og segir upplifun að fá upplýsingar og stöðumat beint frá Úkraínumönnum. „Hann varar við því að næstu dagar og vikur verði ansi dökkar. Talar heiðarlega og hreinskiptið við okkur þakkar sömuleiðis fyrir það sem vina- og bandalagsþjóðir hafa gert. En kallar eftir því að þau þurfi frekari aðstoð til að geta varist áfram,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún reikni með að stuðningurinn við frjálsa Úkraínu verið aukinn en hver aðildarþjóð NATO ákveði stuðning sinn. Því í raun sé þetta árás á þau gildi og alþjóðalög sem Íslendingar og aðar vestrænar þjóðir byggi á. Ekkert lát er á straumi flóttamanna vestur yfir landamærin frá Úkraínu. Um 12 milljónir íbúa landsins hafa verið flæmdar frá heimilum sínum og hátt í þrjár milljónir manna flúð yfir landamærin.AP/Sergei Grits „Við höfum verið með mannúðaraðstoð og frekari framlög og það kann að vera að þar þurfi að bæta í. Svo er móttaka fólks frá Úkraínu sem skiptir máli,“ segir utanríkisráðherra. Að auki hafi íslensk stjórnvöld staðið undir flutningum á vopnum fyrir Úkraínumenn til Póllands og leigt til þess flugvélar. Félag Íslenskra atvinnuflugmanna hefur gagnrýnt að samið hafi verið við Bláfugl um flutningana þar sem félagið hafi brotið á kjörum starfsmanna og ekki virt niðurstöðu Félagsdóms í þeim efnum. Utanríkisráðherra segir sjálfsagt að benda á það sem betur mætti fara. „Svona í stóra samhenginu og þeirri aðstöðu sem fólk í Úkraínu er fannst mér Skipta mestu máli að geta orðið að liði. Mér finnst mikilvægt að folk setji það aðeins í samhengi,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir í Brussel í morgun.
Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Tengdar fréttir Vaktin: Segir Bucha hafa orðið fyrir valinu vegna líkindanna við orðið „butcher“ Utanríkisráðherra Úkraínu segir þrjú mál verða á dagskrá þegar hann ræðir við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast sem fyrst, annars muni margir deyja. 7. apríl 2022 06:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Vaktin: Segir Bucha hafa orðið fyrir valinu vegna líkindanna við orðið „butcher“ Utanríkisráðherra Úkraínu segir þrjú mál verða á dagskrá þegar hann ræðir við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast sem fyrst, annars muni margir deyja. 7. apríl 2022 06:45