Myndband: Mercedes-Benz GLC prófaður í mjög krefjandi aðstæðum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. apríl 2022 07:01 Mercedes-Benz GLC við vetrarprófanir í Arjeplog Ný kynslóð af Mercedes-Benz GLC var prófuð á dögunum í mjög krefjandi aðstæðum í snjó og á ísilögðum vegum í Arjeplog í Lapplandi, nyrst í Svíþjóð. Ískaldur vindur og -30 gráður voru fullkomnar aðstæður til að prófa bílinn og ekki síst rafhlöður hans í ískulda. Myndband af YouTuve-rásinni DPCcars Sportjeppinn var prófaður varðandi aksturseiginleika og öryggi á erfiðum, ísilögðum vegum. Þar spilaði 4MATIC fjórhjóladrifið frá Mercedes-Benz sitt hlutverk og hin þýða og lipra 9G-TRONIC sjálfskiptingin. Ný kynslóð GLC er búinn nýjustu aksturs- og öryggiskerfum frá Mercedes-Benz auk þess að vera útbúinn nýjustu kynslóð tengiltvinn drifrásar sem skilar honum yfir 100km á rafmagninu einu saman skv. WLTP staðli. GLC hefur selst í meira en 2,5 milljónum eintaka síðan hann var kynntur fyrst árið 2008 og er söluhæsti bíll Mercedes-Benz undanfarin ár. Nýr GLC í tengiltvinnútfræslu kemur nú brátt á markað. Bíllinn verður kynntur hér á landi í lok árs, svo virðist sem hann muni höndla íslenskar aðstæður vel ef marka má myndbandið. Vistvænir bílar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent
Myndband af YouTuve-rásinni DPCcars Sportjeppinn var prófaður varðandi aksturseiginleika og öryggi á erfiðum, ísilögðum vegum. Þar spilaði 4MATIC fjórhjóladrifið frá Mercedes-Benz sitt hlutverk og hin þýða og lipra 9G-TRONIC sjálfskiptingin. Ný kynslóð GLC er búinn nýjustu aksturs- og öryggiskerfum frá Mercedes-Benz auk þess að vera útbúinn nýjustu kynslóð tengiltvinn drifrásar sem skilar honum yfir 100km á rafmagninu einu saman skv. WLTP staðli. GLC hefur selst í meira en 2,5 milljónum eintaka síðan hann var kynntur fyrst árið 2008 og er söluhæsti bíll Mercedes-Benz undanfarin ár. Nýr GLC í tengiltvinnútfræslu kemur nú brátt á markað. Bíllinn verður kynntur hér á landi í lok árs, svo virðist sem hann muni höndla íslenskar aðstæður vel ef marka má myndbandið.
Vistvænir bílar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent