Grísir eru nú geltir með bólusetningu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. apríl 2022 14:03 Ekki eru gerðar lengur skurðaðgerðir á grísum á Íslandi við geldingu, heldur eru þeir bólusettir. Aðferðin hefur gefist mjög vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Risa skref hefur verið stigið í svínarækt hér á landi því nú eru grísir ekki geltir lengur með skurðaðgerð, heldur eru þeir bólusettir gegn galtarlykt og galtabragði, sem samsvarar geldingu. Bólusetningar sem þessar hafa verið stundaðar í áraraðir í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í svínarækt, en Evrópulönd hafa verið tregari að hefja bólusetningar. Á tveggja daga ráðstefnu í vikunni á Hótel Selfossi, sem bar yfirskriftina; „Maturinn, jörðin og við“ var Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir með erindi um dýravelferð og matvælaframleiðslu. Hún ræddi sérstaklega um svínarækt á Íslandi og það nýjast sem er að gerast þar hvað varðar grísina og geldingu þeirra. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Mast, sem var með fróðlegt erindi á ráðstefnunni á Selfossi í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það snýst um það að Íslandi hefur tekist að afnema geldingu með skurðaðgerð með tilheyrandi sársauka fyrir dýrin eins og var með því að nota aðrar aðferðir, sem snúast um það að bólusetja gegn lyktinni og bragðinu, þar að segja, galtarlykt og galtarbragð og það er einstætt í heiminum held ég og mér sé óhætt að fullyrða það,“ segir Sigurborg. Þetta er ótrúlega vel gert eða hvað? „Já, mjög vel gert og við eigum að klappa okkur á bakið þegar við gerum vel.“ Sigurborg segist vera mjög stolt af svínabændum á Íslandi en þessi nýja aðferð sé fyrst og fremst þeirra verk og eigi þeir heiður skilinn fyrir það. „Þetta var lausnin, sem er náttúrulega frábær fyrir dýrin. Þau finna engan sársauka eða neitt slíkt, ekki frekar en þegar við fáum bólusetningu,“ segir Sigurborg. Sigurborg segir að við eigum að klappa okkur á bakið þegar hlutirnir eru vel gerðir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Svínakjöt Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Bólusetningar sem þessar hafa verið stundaðar í áraraðir í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í svínarækt, en Evrópulönd hafa verið tregari að hefja bólusetningar. Á tveggja daga ráðstefnu í vikunni á Hótel Selfossi, sem bar yfirskriftina; „Maturinn, jörðin og við“ var Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir með erindi um dýravelferð og matvælaframleiðslu. Hún ræddi sérstaklega um svínarækt á Íslandi og það nýjast sem er að gerast þar hvað varðar grísina og geldingu þeirra. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Mast, sem var með fróðlegt erindi á ráðstefnunni á Selfossi í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það snýst um það að Íslandi hefur tekist að afnema geldingu með skurðaðgerð með tilheyrandi sársauka fyrir dýrin eins og var með því að nota aðrar aðferðir, sem snúast um það að bólusetja gegn lyktinni og bragðinu, þar að segja, galtarlykt og galtarbragð og það er einstætt í heiminum held ég og mér sé óhætt að fullyrða það,“ segir Sigurborg. Þetta er ótrúlega vel gert eða hvað? „Já, mjög vel gert og við eigum að klappa okkur á bakið þegar við gerum vel.“ Sigurborg segist vera mjög stolt af svínabændum á Íslandi en þessi nýja aðferð sé fyrst og fremst þeirra verk og eigi þeir heiður skilinn fyrir það. „Þetta var lausnin, sem er náttúrulega frábær fyrir dýrin. Þau finna engan sársauka eða neitt slíkt, ekki frekar en þegar við fáum bólusetningu,“ segir Sigurborg. Sigurborg segir að við eigum að klappa okkur á bakið þegar hlutirnir eru vel gerðir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Svínakjöt Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira